Vill sjá Raheem Sterling með fyrirliðbandið í úrslitum Þjóðadeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 13:30 Raheem Sterling næsti fyrirliði enska landsliðsins? Sumir vilja sjá það og það strax ísumar. Hér fagnar hann marki með Ross Barkley og fyrirliðunum Jordan Henderson og Harry Kane. Getty/Michael Regan Annað sumarið í röð er enska landsliðið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna langþráðan titil. Úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í þessari viku og enska landsliðið er eitt af fjórum landsliðum sem eiga enn möguleika á því að vinna fyrstu Þjóðadeildina. Fyrir tæpu ári síðan komst enska landsliðið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en varð þá að sætta sig við tap á móti Króatíu. Enska liðið tapaði síðan á móti Belgíu í leiknum um þriðja sætið. Að þessu sinni er það hollenska landsliðið sem stendur í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum og langþráðum úrslitaleik. Draumar enska landsliðsins hafa nokkrum sinnum dáið í undanúrslitum stórmóta en Englendingar hafa ekki spilað til úrslita á slíku móti síðan þeir unnu HM á heimavelli árið 1966. Undanúrslitaleikur Englands og Hollands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið en annað kvöld mætast Portúgal og Sviss í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn. Jason Burt, blaðamaður á Telegraph, vill sjá nýjan mann með fyrirliðaband enska landsliðsins í þessu spennandi verkefni..@JBurtTelegraph column: Raheem Sterling deserves to captain England in the Nations League https://t.co/QlzisWKI29 — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Burt skrifar grein í Telegraph þar sem hann kallar eftir því að Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling fái fyrirliðabandið í stað Harry Kane eða Jordan Henderson. Kane er að koma til baka eftir meiðsli en spilaði allan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Það var einmitt þar sem Jordan Henderson lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir sigur Liverpool á Tottenham. Jason Burt vill hvíla Harry Kane í leiknum við Holland og telur síðan betra að Raheem Sterling fái fyrirliðabandið frekar en Jordan Henderson. Burt sér mikil þroskamerki hjá Sterling og vill ýta undir frekari þroska hjá þessum sjalla leikmanni. Raheem Sterling spilar tímamótaleik á móti Hollendingum en það verður hans fimmtugasti landsleikur. Sterling er enn bara 24 ára gamall og er nú kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir að hafa blómstrað undir stjórn Pep Guardiola. Á nýloknu tímabili með Manchester City var Raheem Sterling með 25 mörk og 18 stoðsendingar í 51 leik í öllum keppnum. City liðið vann þrjá af fjórum titlum í boði. Það má alveg halda því fram að Raheem Sterling sé orðin stærsta stjarna enska landsliðsins í dag og Jason Burt vill nú sjá hann sem leiðtoga liðsins. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Annað sumarið í röð er enska landsliðið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna langþráðan titil. Úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í þessari viku og enska landsliðið er eitt af fjórum landsliðum sem eiga enn möguleika á því að vinna fyrstu Þjóðadeildina. Fyrir tæpu ári síðan komst enska landsliðið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en varð þá að sætta sig við tap á móti Króatíu. Enska liðið tapaði síðan á móti Belgíu í leiknum um þriðja sætið. Að þessu sinni er það hollenska landsliðið sem stendur í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum og langþráðum úrslitaleik. Draumar enska landsliðsins hafa nokkrum sinnum dáið í undanúrslitum stórmóta en Englendingar hafa ekki spilað til úrslita á slíku móti síðan þeir unnu HM á heimavelli árið 1966. Undanúrslitaleikur Englands og Hollands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið en annað kvöld mætast Portúgal og Sviss í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn. Jason Burt, blaðamaður á Telegraph, vill sjá nýjan mann með fyrirliðaband enska landsliðsins í þessu spennandi verkefni..@JBurtTelegraph column: Raheem Sterling deserves to captain England in the Nations League https://t.co/QlzisWKI29 — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Burt skrifar grein í Telegraph þar sem hann kallar eftir því að Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling fái fyrirliðabandið í stað Harry Kane eða Jordan Henderson. Kane er að koma til baka eftir meiðsli en spilaði allan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Það var einmitt þar sem Jordan Henderson lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir sigur Liverpool á Tottenham. Jason Burt vill hvíla Harry Kane í leiknum við Holland og telur síðan betra að Raheem Sterling fái fyrirliðabandið frekar en Jordan Henderson. Burt sér mikil þroskamerki hjá Sterling og vill ýta undir frekari þroska hjá þessum sjalla leikmanni. Raheem Sterling spilar tímamótaleik á móti Hollendingum en það verður hans fimmtugasti landsleikur. Sterling er enn bara 24 ára gamall og er nú kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir að hafa blómstrað undir stjórn Pep Guardiola. Á nýloknu tímabili með Manchester City var Raheem Sterling með 25 mörk og 18 stoðsendingar í 51 leik í öllum keppnum. City liðið vann þrjá af fjórum titlum í boði. Það má alveg halda því fram að Raheem Sterling sé orðin stærsta stjarna enska landsliðsins í dag og Jason Burt vill nú sjá hann sem leiðtoga liðsins.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira