Dýr skiptimynt Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 07:00 Það fer að verða árviss viðburður á vorin að störf Alþingis komist í uppnám. Staðan núna er raunar óvenju slæm sökum fordæmalauss málþófs mikils minnihluta þingmanna. Tíminn á þingi hefur þess vegna nýst afar illa undanfarnar vikur. Það stefnir því enn einu sinni í það að fjöldi frumvarpa og þingsályktunartillaga verði afgreidd með hraði á lokasprettinum. Starfsáætlun hefur fyrir löngu fallið úr gildi enda átti þingi samkvæmt henni að ljúka á morgun. Þingmönnum er auðvitað engin vorkunn að því að þurfa að vinna eitthvað inn í sumarið eins og aðrir landsmenn. Það er hins vegar ekkert lögmál að staðan þurfi að vera svona hvert einasta vor. Allt of oft koma stór mál frá ríkisstjórnum seint inn í þingið. Með því að bæta úr því væri hægt að dreifa álaginu og vinnunni mun betur yfir árið. Margir nýir þingmenn hafa það á orði að skipulagsleysið í þingstörfunum komi á óvart. Dagskrá þingfunda er oft ákveðin með stuttum fyrirvara sem kemur niður á umræðunum. Sú málþófshefð sem hefur illu heilli skapast hér og fest í sessi er að mörgu leyti afleiðing of mikils meirihlutaræðis. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur ekki mörg vopn í hendi ætli meirihlutinn sér að keyra umdeild mál í gegn á stuttum tíma. Í þeim tilvikum gæti málþóf verið réttlætanlegt upp að einhverju marki. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki uppi varðandi þriðja orkupakkann. Það er mál sem um það bil fimm af hverjum sex þingmönnum vilja afgreiða á þessu þingi og hefur legið fyrir lengi. Eins og mál hafa þróast hér frá því eftir hrun hefur tilgangurinn oft helgað meðalið þegar málþófi hefur verið beitt. Íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum hvorki sýnt næga ábyrgð né þroska þegar kemur að beitingu málþófs. Þess vegna er full ástæða til þess að meirihlutinn nýti sér ákvæði þingskapa og stöðvi umræðuna um þriðja orkupakkann. Hingað til hefur enginn viljað stíga það skref af ótta við fordæmið. Fordæmalausar aðstæður réttlæta hins vegar fordæmalausar lausnir. Varla vill meirihlutinn áskilja sér rétt til að taka upp vinnubrögð Miðflokksins ef hann vildi einhvern tímann stoppa eitthvað mál. Traust almennings á Alþingi hefur verið afar lítið allt frá hruni og vex ekki þessa dagana. Tugir mikilvægra mála bíða enn afgreiðslu. Þar er meðal annars að finna breytingar á fjármálaáætlun, fjölmiðlafrumvarp, frumvarp um innflutning á fersku kjöti og sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Allt eru þetta stór mál sem auk fleiri mála krefjast umræðu. Hættan er sú að einhver mikilvæg mál verði notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok og önnur verði afgreidd í of miklum flýti. Löggjafarvaldinu fylgir mikil ábyrgð og það fer ekki vel á því að svona vinnubrögð séu orðin venjan. Þessi óþarfa asi hlýtur að koma niður á gæðum lagasetningarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það fer að verða árviss viðburður á vorin að störf Alþingis komist í uppnám. Staðan núna er raunar óvenju slæm sökum fordæmalauss málþófs mikils minnihluta þingmanna. Tíminn á þingi hefur þess vegna nýst afar illa undanfarnar vikur. Það stefnir því enn einu sinni í það að fjöldi frumvarpa og þingsályktunartillaga verði afgreidd með hraði á lokasprettinum. Starfsáætlun hefur fyrir löngu fallið úr gildi enda átti þingi samkvæmt henni að ljúka á morgun. Þingmönnum er auðvitað engin vorkunn að því að þurfa að vinna eitthvað inn í sumarið eins og aðrir landsmenn. Það er hins vegar ekkert lögmál að staðan þurfi að vera svona hvert einasta vor. Allt of oft koma stór mál frá ríkisstjórnum seint inn í þingið. Með því að bæta úr því væri hægt að dreifa álaginu og vinnunni mun betur yfir árið. Margir nýir þingmenn hafa það á orði að skipulagsleysið í þingstörfunum komi á óvart. Dagskrá þingfunda er oft ákveðin með stuttum fyrirvara sem kemur niður á umræðunum. Sú málþófshefð sem hefur illu heilli skapast hér og fest í sessi er að mörgu leyti afleiðing of mikils meirihlutaræðis. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur ekki mörg vopn í hendi ætli meirihlutinn sér að keyra umdeild mál í gegn á stuttum tíma. Í þeim tilvikum gæti málþóf verið réttlætanlegt upp að einhverju marki. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki uppi varðandi þriðja orkupakkann. Það er mál sem um það bil fimm af hverjum sex þingmönnum vilja afgreiða á þessu þingi og hefur legið fyrir lengi. Eins og mál hafa þróast hér frá því eftir hrun hefur tilgangurinn oft helgað meðalið þegar málþófi hefur verið beitt. Íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum hvorki sýnt næga ábyrgð né þroska þegar kemur að beitingu málþófs. Þess vegna er full ástæða til þess að meirihlutinn nýti sér ákvæði þingskapa og stöðvi umræðuna um þriðja orkupakkann. Hingað til hefur enginn viljað stíga það skref af ótta við fordæmið. Fordæmalausar aðstæður réttlæta hins vegar fordæmalausar lausnir. Varla vill meirihlutinn áskilja sér rétt til að taka upp vinnubrögð Miðflokksins ef hann vildi einhvern tímann stoppa eitthvað mál. Traust almennings á Alþingi hefur verið afar lítið allt frá hruni og vex ekki þessa dagana. Tugir mikilvægra mála bíða enn afgreiðslu. Þar er meðal annars að finna breytingar á fjármálaáætlun, fjölmiðlafrumvarp, frumvarp um innflutning á fersku kjöti og sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Allt eru þetta stór mál sem auk fleiri mála krefjast umræðu. Hættan er sú að einhver mikilvæg mál verði notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok og önnur verði afgreidd í of miklum flýti. Löggjafarvaldinu fylgir mikil ábyrgð og það fer ekki vel á því að svona vinnubrögð séu orðin venjan. Þessi óþarfa asi hlýtur að koma niður á gæðum lagasetningarinnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun