Langt þar til þingmenn komast í frí Sveinn Arnarsson skrifar 4. júní 2019 06:15 Stjórnarandstaðan veigrar sér við að beita málþófi vegna aðferða Miðflokksmanna í umræðum um þriðja orkupakkann. Pakkinn er 7. mál á dagskrá í dag. Vísir/Vilhelm Talið er líklegt að Alþingi verði að störfum langt inn í júnímánuð vegna þeirrar pattstöðu sem hefur myndast í þinginu síðustu daga. Engin sátt virðist vera í sjónmáli milli stjórnar og stjórnarandstöðu og á sama tíma velta stjórnarflokkarnir fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málgleði Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins áður en farið er í sumarfrí. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til umræðu í gær og enn er beðið eftir því að seinni umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 – 2024 hefjist í sölum Alþingis en áætlunin hefur verið rædd á samtals 33 nefndarfundum þingsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þetta mál sem stjórnarandstaðan hefði alla jafna viljað taka góðan tíma í að ræða og þæfa málið í þingsal. Hins vegar veigra stjórnarandstöðuflokkarnir sér nú við að fara þá leið eftir viðstöðulausa umræðu þeirra um þriðja orkupakkann. Að sama skapi er þingmönnum stjórnarandstöðunnar illa við að þurfa að semja um þinglok með Miðflokksmönnum og telja málþóf þeirra ekki á nokkurn hátt styrkja samningsstöðu minnihlutans á þinginu. Stjórnarandstaðan bauð þinginu í gær að að taka mál um breytingar á skerðingum til öryrkja fram fyrir umræður og flýta því. Hins vegar höfnuðu stjórnarliðar þeirri málaleitan sem torveldar því að málið klárist á þessu þingi. Eðlileg umræða um fjármálaáætlun og fjármálastefnu munu líkast til taka dágóðan tíma og heyrst hefur af mikilli óánægju með þjóðarsjóðsfrumvarp Bjarna Benediktssonar. Hins vegar mun þriðji orkupakkinn verða VG og Framsóknarflokknum erfiður. Margir í grasrót Framsóknarflokksins vilja ekki að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Einnig hefur því verið fleygt fram að forystumenn í Framsóknarflokknum vilji ekki að sviðsljósið verði á þriðja orkupakkanum þessa vikuna því um næstu helgi kemur miðstjórn flokksins saman í Bændahöllinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Talið er líklegt að Alþingi verði að störfum langt inn í júnímánuð vegna þeirrar pattstöðu sem hefur myndast í þinginu síðustu daga. Engin sátt virðist vera í sjónmáli milli stjórnar og stjórnarandstöðu og á sama tíma velta stjórnarflokkarnir fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málgleði Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins áður en farið er í sumarfrí. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til umræðu í gær og enn er beðið eftir því að seinni umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 – 2024 hefjist í sölum Alþingis en áætlunin hefur verið rædd á samtals 33 nefndarfundum þingsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þetta mál sem stjórnarandstaðan hefði alla jafna viljað taka góðan tíma í að ræða og þæfa málið í þingsal. Hins vegar veigra stjórnarandstöðuflokkarnir sér nú við að fara þá leið eftir viðstöðulausa umræðu þeirra um þriðja orkupakkann. Að sama skapi er þingmönnum stjórnarandstöðunnar illa við að þurfa að semja um þinglok með Miðflokksmönnum og telja málþóf þeirra ekki á nokkurn hátt styrkja samningsstöðu minnihlutans á þinginu. Stjórnarandstaðan bauð þinginu í gær að að taka mál um breytingar á skerðingum til öryrkja fram fyrir umræður og flýta því. Hins vegar höfnuðu stjórnarliðar þeirri málaleitan sem torveldar því að málið klárist á þessu þingi. Eðlileg umræða um fjármálaáætlun og fjármálastefnu munu líkast til taka dágóðan tíma og heyrst hefur af mikilli óánægju með þjóðarsjóðsfrumvarp Bjarna Benediktssonar. Hins vegar mun þriðji orkupakkinn verða VG og Framsóknarflokknum erfiður. Margir í grasrót Framsóknarflokksins vilja ekki að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Einnig hefur því verið fleygt fram að forystumenn í Framsóknarflokknum vilji ekki að sviðsljósið verði á þriðja orkupakkanum þessa vikuna því um næstu helgi kemur miðstjórn flokksins saman í Bændahöllinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira