Kaldidalur og Kjalvegur færir og stutt í að Sprengisandur opnist Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2019 22:49 Frá veginum inn í Landmannalaugar, sem opnaðist fyrir rúmri viku. Mynd/Stöð 2. Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Þannig er þegar búið að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það urðu margir hissa þegar fregnir bárust af því fyrir tíu dögum að Vegagerðin væri að opna leiðina inn í Landmannalaugar. Og núna hafa fleiri fjallvegir bæst við, eins og Þorskafjarðarheiði, Kaldidalur og Kjalvegur.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, þetta er óvenju snemma. Þetta er jafnvel mánuði fyrr en það sem fyrst er, liggur mér við að segja. Þannig að þetta er óvenju snemma. Aðstæður hafa verið mjög góðar. Lítill snjór, frostið hefur farið fljótt úr jörðu þannig að vegirnir þorna hraðar en venjulega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Kort/Vegagerðin.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar sýnir að búið er að aflétta akstursbanni um Kaldadal, Kjöl, inn í Landmannalaugar og Veiðivötn, um Fjallabaksleið syðri og að Lakagígum. Upplýsingafulltrúinn tekur þó fram að þótt búið sé að taka akstursbann af þýði það ekki endilega að viðkomandi vegur sé orðinn fær. Þannig sé Fjallabaksleið syðri ennþá merkt ófær, þótt öflugustu bílar komist hana.Frá hálendinu á Tungnaársvæði. Horft yfir Krókslón í átt að fjallinu Löðmundi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Af fjallvegum sem enn eru lokaðir má nefna Fjallabaksleið nyrðri, Sprengisand og Öskjuleið. Það styttist þó í að Sprengisandsleið opnist. Vegagerðin stefnir raunar að því að senda veghefil á Sprengisand í lok vikunnar, en nánar má heyra um það í frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05 Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hálendisvegir landsins opnast óvenju snemma í ár, jafnvel allt að mánuði fyrr en venjulega. Þannig er þegar búið að opna Kjalveg og Kaldadalsveg og Sprengisandsleið gæti opnast í næstu viku. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það urðu margir hissa þegar fregnir bárust af því fyrir tíu dögum að Vegagerðin væri að opna leiðina inn í Landmannalaugar. Og núna hafa fleiri fjallvegir bæst við, eins og Þorskafjarðarheiði, Kaldidalur og Kjalvegur.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Já, þetta er óvenju snemma. Þetta er jafnvel mánuði fyrr en það sem fyrst er, liggur mér við að segja. Þannig að þetta er óvenju snemma. Aðstæður hafa verið mjög góðar. Lítill snjór, frostið hefur farið fljótt úr jörðu þannig að vegirnir þorna hraðar en venjulega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar.Kort/Vegagerðin.Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar sýnir að búið er að aflétta akstursbanni um Kaldadal, Kjöl, inn í Landmannalaugar og Veiðivötn, um Fjallabaksleið syðri og að Lakagígum. Upplýsingafulltrúinn tekur þó fram að þótt búið sé að taka akstursbann af þýði það ekki endilega að viðkomandi vegur sé orðinn fær. Þannig sé Fjallabaksleið syðri ennþá merkt ófær, þótt öflugustu bílar komist hana.Frá hálendinu á Tungnaársvæði. Horft yfir Krókslón í átt að fjallinu Löðmundi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Af fjallvegum sem enn eru lokaðir má nefna Fjallabaksleið nyrðri, Sprengisand og Öskjuleið. Það styttist þó í að Sprengisandsleið opnist. Vegagerðin stefnir raunar að því að senda veghefil á Sprengisand í lok vikunnar, en nánar má heyra um það í frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05 Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mörg ljót sár í Friðlandi að Fjallabaki Ólöglegur utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki hefur skilið eftir sig mörg ljót sár. Þetta kom í ljós nú þegar landverðir Umhverfisstofnunar mættu til starfa fyrr en vanalega enda hefur vorað snemma á miðhálendinu í ár. 31. maí 2019 10:05
Vonast til að geta opnað veginn í Landmannalaugar á laugardag Opnunin yrði mun fyrr en áður. 23. maí 2019 15:13