Erlent

Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá mótmælunum í síðustu viku.
Frá mótmælunum í síðustu viku. Vísir/EPA
Öryggissveitir ríkisstjórnarinnar í Súdan beittu valdi til að dreifa mótmælendum í höfuðborginni Khartoum  í nótt. Skothvellir hafa heyrst í borginni og fregnir af mannfalli hafa borist, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, en að minnsta kosti einn hefur látið lífið og margir eru sagðir særðir.

Mótmælendurnir hafa komið saman fyrir utan höfuðstöðvar hersins síðustu daga til að krefjast þess að borgaraleg stjórn taki við völdum í landinu. Frá því forsetinn óvinsæli Omar al-Bashir hraktist frá völdum í landinu í apríl hefur bráðabirgðastjórn hersins verið við völd.

Herinn hefur ekkert tjáð sig um atburði næturinnar enn sem komið er. Vitni segja að mótmælendurnir hafi kveikt í dekkjum og götuvirkjum til að verjast hermönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×