Ekkert hraðaeftirlit í Vaðlaheiðargöngum Sveinn Arnarsson skrifar 3. júní 2019 07:15 Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðraganga, segir ökumenn löghlýðna. Fréttablaðið/Auðunn Engar hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en vonir standa til að þær verði settar upp á þessu ári. Göngin hafa verið opin núna í tæp hálft ár án myndavélaeftirlits lögreglunnar. Framkvæmdastjóri ganganna segir hins vegar notendur ganganna einstaklega löghlýðna á þessum fyrstu mánuðum. Lögreglan á Akureyri segir myndavélaeftirlitið ekki á sinni könnu heldur sé það í raun Vegagerðin sem setji upp eftirlitsmyndavélarnar. Síðan sé það lögreglustjórinn á Vesturlandi sem sjái um úrvinnslu gagna úr eftirlitsmyndavélum sem þessum og sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur. Embættið hafi því yfirumsjón með öllum hraðamyndavélum landsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir myndavélarnar verða settar upp fljótlega. „Við höfum ekki verið að ýta á eftir því sérstaklega sökum þess að við höfum fengið af því fréttir að þær séu á leiðinni. Við höfum hins vegar farið í eftirlit inn í göngin en svo munu vélarnar hjálpa til þegar þær verða settar upp,“ segir Halla Bergþóra. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að þótt eftirlitsmyndavélarnar séu ekki komnar upp séu ökumenn afar löghlýðnir í göngunum. „Við sjáum hraða ökutækja hjá okkur en það er ekki hluti af vegaeftirlitinu. Það sem við höfum séð er að langflestir ökumenn aka á milli 60 og 70 kílómetra hraða á klukkustund. Aðeins sárafáar bifreiðar hafa keyrt göngin á yfir 100 kílómetra hraða en þar er aðeins um forgangsakstur að ræða hjá lögreglu og slökkviliði,“ segir Valgeir. „Við erum afar ánægðir með hvernig umferðarmenningin er í göngunum.“ Valgeir segir að allt sé klárt varðandi uppsetningu hraðamyndavélanna í göngunum og nú þurfi aðeins að koma þeim upp og setja í samband. „Allt er í rauninni tilbúið og tengingar fyrir hendi til þess að búnaðurinn geti virkað. Því verður afar fljótlegt að setja upp þennan búnað um leið og hann kemur í göngin,“ bætir Valgeir við. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Umferðaröryggi Vaðlaheiðargöng Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Engar hraðamyndavélar hafa verið settar upp í Vaðlaheiðargöngum en vonir standa til að þær verði settar upp á þessu ári. Göngin hafa verið opin núna í tæp hálft ár án myndavélaeftirlits lögreglunnar. Framkvæmdastjóri ganganna segir hins vegar notendur ganganna einstaklega löghlýðna á þessum fyrstu mánuðum. Lögreglan á Akureyri segir myndavélaeftirlitið ekki á sinni könnu heldur sé það í raun Vegagerðin sem setji upp eftirlitsmyndavélarnar. Síðan sé það lögreglustjórinn á Vesturlandi sem sjái um úrvinnslu gagna úr eftirlitsmyndavélum sem þessum og sekti ökumenn fyrir of hraðan akstur. Embættið hafi því yfirumsjón með öllum hraðamyndavélum landsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir myndavélarnar verða settar upp fljótlega. „Við höfum ekki verið að ýta á eftir því sérstaklega sökum þess að við höfum fengið af því fréttir að þær séu á leiðinni. Við höfum hins vegar farið í eftirlit inn í göngin en svo munu vélarnar hjálpa til þegar þær verða settar upp,“ segir Halla Bergþóra. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir að þótt eftirlitsmyndavélarnar séu ekki komnar upp séu ökumenn afar löghlýðnir í göngunum. „Við sjáum hraða ökutækja hjá okkur en það er ekki hluti af vegaeftirlitinu. Það sem við höfum séð er að langflestir ökumenn aka á milli 60 og 70 kílómetra hraða á klukkustund. Aðeins sárafáar bifreiðar hafa keyrt göngin á yfir 100 kílómetra hraða en þar er aðeins um forgangsakstur að ræða hjá lögreglu og slökkviliði,“ segir Valgeir. „Við erum afar ánægðir með hvernig umferðarmenningin er í göngunum.“ Valgeir segir að allt sé klárt varðandi uppsetningu hraðamyndavélanna í göngunum og nú þurfi aðeins að koma þeim upp og setja í samband. „Allt er í rauninni tilbúið og tengingar fyrir hendi til þess að búnaðurinn geti virkað. Því verður afar fljótlegt að setja upp þennan búnað um leið og hann kemur í göngin,“ bætir Valgeir við.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Umferðaröryggi Vaðlaheiðargöng Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira