Umferðaröryggi Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Fjöldi alvarlegra umferðarslysa, þar sem ökumenn keyra yfir á rauðu ljósi, kalla á viðbrögð, að mati talsmanns hjólreiðmanna. Hann kallar eftir samtali um ábyrgð bílstjóra og bætta umferðarmenningu. Tímaspursmál sé hvenær næsta slys verður. Innlent 12.12.2025 20:00 Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjöldann allan af brotum á meðan lögregla veitti honum eftirför. Meðal annars bakkaði hann á fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund svo að minnstu mátti muna að gangandi vegfarandi yrði undir bíl hans. Á meðan á þessu stóð var hann undir áhrifum sjö mismunandi ávana-og fíkniefna og slævandi lyfja. Innlent 12.12.2025 15:08 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær beiðni umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um að heimila útboð í framkvæmdir vegna LED-ljósavæðingar og endurnýjunar gatnalýsingar fyrir næsta ár. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er 325 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin muni borga sig upp á nokkrum árum þar sem nýtt ljósakerfi verði ódýrara í rekstri. Innlent 12.12.2025 07:49 Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. Innlent 11.12.2025 21:51 Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, opnuðu formlega nýja tvöföldun á Reykjanesbraut í dag. Verklok eru áætluð í júní 2026 en nú þegar hefur verið opnað fyrir umferð um brautina. Innlent 11.12.2025 16:11 Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Kópavogsbær segir ljósmagn á auglýsingaskilti á Kársnesi sem íbúar hafa áhyggjur af að byrgi ökumönnum sýn hafi verið minnkað og þá segir bærinn að fyrirhugað sé að setja upp gönguþverun við umrædd gatnamót til að bæta öryggi vegfarenda. Innlent 11.12.2025 14:28 Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. Innlent 11.12.2025 13:13 Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Íbúi Kársneshverfis segir Kópavogsbæ taka auglýsingapláss fram yfir umferðaröryggi barna. Hann og ung dóttir hans hafi ítrekað sloppið með skrekkinn þegar bílar þjóti yfir gangbraut á rauðu ljósi og að ekki hafi það bætt úr skák að bótaheit Kópavogsbæjar hafi að engu orðið og að stærðar auglýsingaskilti hafi sömuleiðis verið komið upp við gangbrautarljósin sem byrgir ökumönnum sýn í skammdeginu. Innlent 11.12.2025 00:03 Breiðholtsbrautin opin á ný Breiðholtsbrautinni var lokað fyrr í dag eftir að vörubifreið var ekið á undirstöður nýrrar brúar. Engin slys urðu á fólki. Innlent 10.12.2025 19:15 Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Vörubifreið var ekið á undirstöður nýrrar brúar við Breiðholtsbraut fyrr í dag. Breiðholtsbraut er því lokuð frá Jaðarseli að Elliðavatnsvegi og verður það um óákveðinn tíma. Innlent 10.12.2025 12:31 Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Óvenjumörg alvarleg umferðarslys hafa orðið síðustu vikur sem aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir miður. Aukið stress skili sér í glæfralegum akstri og allt of lítið sé um að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Innlent 9.12.2025 18:55 Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. Innlent 8.12.2025 23:36 Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. Innlent 5.12.2025 23:00 Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. Innlent 5.12.2025 08:43 Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. Innlent 3.12.2025 21:10 Selir eru mikilvægari en börn Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Skoðun 3.12.2025 19:01 Ekið á barn á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum leitar upplýsinga eftir að ekið var á barn á Ísafirði eftir hádegi í dag. Barnið sem ekið var á er sagt vera á aldrinum sex til níu ára en barnið gekk af vettvangi eftir að hafa orðið fyrir ökutæki. Lögregla leitar að vitnum sem kynnu að hafa séð þegar ekið var á barnið og reynir að komast að því hvaða barn var þar á ferðinni. Innlent 25.11.2025 14:46 Vara við flughálku í fyrramálið Flughált getur orðið á vegum víða á morgun þegar það hlýnar með rigningu á láglendi í flestum landshlutum. Gert er ráð fyrir að það rigni í fremur hægum vindi og flughálka geti myndast þegar rigningardropar snöggfrysta á köldum vegum. Á þetta við um Reykjanesbraut og vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu snemma í fyrramálið. Veður 24.11.2025 19:20 Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn. Innlent 24.11.2025 12:02 Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Maður neitaði að verða við skipunum lögregluþjóna um að stöðva bíl sinn í Reykjavík í gærkvöldi. Við það hófst eftirför sem endaði skömmu síðar þegar maðurinn keyrði á ljósastaur. Innlent 22.11.2025 07:29 Tveir ekki í öryggisbelti Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Öxi í gærkvöldi. Aðeins þrír voru í öryggisbeltum og einn farþegi festist undir bílnum þegar hann valt. Innlent 18.11.2025 00:08 „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Tíu til fimmtán prósent eiga það til að sleppa bílbelti og hefur bílbeltanotkun sérstaklega dregist saman meðal ungra karlmanna á síðustu árum. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir þróunina óskiljanlega og það sé beinlínis heimskulegt að sleppa beltinu. Innlent 17.11.2025 20:00 Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu. Innlent 16.11.2025 20:48 Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Lögreglumaður telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn sunnudaginn 16. nóvember. Innlent 16.11.2025 12:24 Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Yfir helmingur þeirra sem lést innanbæjar í bifreið á síðustu tuttugu árum var beltislaus. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn í dag í fimmtánda sinn. Í ár er kastljósinu sérstaklega beint að bílbeltanotkun, sérstaklega meðal ungs fólk. Innlent 16.11.2025 11:09 Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar. Innlent 13.11.2025 22:23 Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Samkvæmt almennum hegningarlögum skal opinber starfsmaður sem gerist sekur um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Skoðun 12.11.2025 20:01 Íbúar kvarta undan myrkri Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað sáran yfir miklu myrkri í hverfinu og ljósastaurum sem slökkt er á í nokkrum götum eða gefa af sér daufa birtu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur yfir LED-væðing ljósastaura, tafir á henni útskýri myrkrið og eru íbúar hvattir til að senda borginni ábendingar. Innlent 12.11.2025 16:13 Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum. Innlent 12.11.2025 11:51 Enga skammsýni í skammdeginu Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skoðun 11.11.2025 17:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 35 ›
Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Fjöldi alvarlegra umferðarslysa, þar sem ökumenn keyra yfir á rauðu ljósi, kalla á viðbrögð, að mati talsmanns hjólreiðmanna. Hann kallar eftir samtali um ábyrgð bílstjóra og bætta umferðarmenningu. Tímaspursmál sé hvenær næsta slys verður. Innlent 12.12.2025 20:00
Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjöldann allan af brotum á meðan lögregla veitti honum eftirför. Meðal annars bakkaði hann á fjörutíu kílómetra hraða á klukkustund svo að minnstu mátti muna að gangandi vegfarandi yrði undir bíl hans. Á meðan á þessu stóð var hann undir áhrifum sjö mismunandi ávana-og fíkniefna og slævandi lyfja. Innlent 12.12.2025 15:08
325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær beiðni umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um að heimila útboð í framkvæmdir vegna LED-ljósavæðingar og endurnýjunar gatnalýsingar fyrir næsta ár. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er 325 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin muni borga sig upp á nokkrum árum þar sem nýtt ljósakerfi verði ódýrara í rekstri. Innlent 12.12.2025 07:49
Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. Innlent 11.12.2025 21:51
Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, opnuðu formlega nýja tvöföldun á Reykjanesbraut í dag. Verklok eru áætluð í júní 2026 en nú þegar hefur verið opnað fyrir umferð um brautina. Innlent 11.12.2025 16:11
Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Kópavogsbær segir ljósmagn á auglýsingaskilti á Kársnesi sem íbúar hafa áhyggjur af að byrgi ökumönnum sýn hafi verið minnkað og þá segir bærinn að fyrirhugað sé að setja upp gönguþverun við umrædd gatnamót til að bæta öryggi vegfarenda. Innlent 11.12.2025 14:28
Konan sem ekið var á er látin Kona um áttrætt er látin eftir alvarlegt umferðarslys sem varð á Suðurlandsbraut í Reykjavík, á móts við Hilton Reykjavik Nordica á mánudag. Konan var fótgangandi á leið yfir götuna, á gangbraut, þegar hún varð fyrir bíl, sem var ekið vestur Suðurlandsbraut. Konan var flutt á Landspítalann en lést þar í gær. Innlent 11.12.2025 13:13
Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Íbúi Kársneshverfis segir Kópavogsbæ taka auglýsingapláss fram yfir umferðaröryggi barna. Hann og ung dóttir hans hafi ítrekað sloppið með skrekkinn þegar bílar þjóti yfir gangbraut á rauðu ljósi og að ekki hafi það bætt úr skák að bótaheit Kópavogsbæjar hafi að engu orðið og að stærðar auglýsingaskilti hafi sömuleiðis verið komið upp við gangbrautarljósin sem byrgir ökumönnum sýn í skammdeginu. Innlent 11.12.2025 00:03
Breiðholtsbrautin opin á ný Breiðholtsbrautinni var lokað fyrr í dag eftir að vörubifreið var ekið á undirstöður nýrrar brúar. Engin slys urðu á fólki. Innlent 10.12.2025 19:15
Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Vörubifreið var ekið á undirstöður nýrrar brúar við Breiðholtsbraut fyrr í dag. Breiðholtsbraut er því lokuð frá Jaðarseli að Elliðavatnsvegi og verður það um óákveðinn tíma. Innlent 10.12.2025 12:31
Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Óvenjumörg alvarleg umferðarslys hafa orðið síðustu vikur sem aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir miður. Aukið stress skili sér í glæfralegum akstri og allt of lítið sé um að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Innlent 9.12.2025 18:55
Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. Innlent 8.12.2025 23:36
Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. Innlent 5.12.2025 23:00
Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. Innlent 5.12.2025 08:43
Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Ríkisstjórnin er einhuga um að breyta forgangsröðun jarðganga og setja Fljótagöng í fyrsta sæti og hafa þingflokkar stjórnarinnar samþykkt tillöguna. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að Fjarðarheiðargöng hafi ekki verið fjárhagslega forsvaranleg. Innlent 3.12.2025 21:10
Selir eru mikilvægari en börn Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Skoðun 3.12.2025 19:01
Ekið á barn á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum leitar upplýsinga eftir að ekið var á barn á Ísafirði eftir hádegi í dag. Barnið sem ekið var á er sagt vera á aldrinum sex til níu ára en barnið gekk af vettvangi eftir að hafa orðið fyrir ökutæki. Lögregla leitar að vitnum sem kynnu að hafa séð þegar ekið var á barnið og reynir að komast að því hvaða barn var þar á ferðinni. Innlent 25.11.2025 14:46
Vara við flughálku í fyrramálið Flughált getur orðið á vegum víða á morgun þegar það hlýnar með rigningu á láglendi í flestum landshlutum. Gert er ráð fyrir að það rigni í fremur hægum vindi og flughálka geti myndast þegar rigningardropar snöggfrysta á köldum vegum. Á þetta við um Reykjanesbraut og vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu snemma í fyrramálið. Veður 24.11.2025 19:20
Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn. Innlent 24.11.2025 12:02
Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Maður neitaði að verða við skipunum lögregluþjóna um að stöðva bíl sinn í Reykjavík í gærkvöldi. Við það hófst eftirför sem endaði skömmu síðar þegar maðurinn keyrði á ljósastaur. Innlent 22.11.2025 07:29
Tveir ekki í öryggisbelti Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Öxi í gærkvöldi. Aðeins þrír voru í öryggisbeltum og einn farþegi festist undir bílnum þegar hann valt. Innlent 18.11.2025 00:08
„Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Tíu til fimmtán prósent eiga það til að sleppa bílbelti og hefur bílbeltanotkun sérstaklega dregist saman meðal ungra karlmanna á síðustu árum. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir þróunina óskiljanlega og það sé beinlínis heimskulegt að sleppa beltinu. Innlent 17.11.2025 20:00
Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu. Innlent 16.11.2025 20:48
Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Lögreglumaður telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn sunnudaginn 16. nóvember. Innlent 16.11.2025 12:24
Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Yfir helmingur þeirra sem lést innanbæjar í bifreið á síðustu tuttugu árum var beltislaus. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn í dag í fimmtánda sinn. Í ár er kastljósinu sérstaklega beint að bílbeltanotkun, sérstaklega meðal ungs fólk. Innlent 16.11.2025 11:09
Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar. Innlent 13.11.2025 22:23
Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Samkvæmt almennum hegningarlögum skal opinber starfsmaður sem gerist sekur um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Skoðun 12.11.2025 20:01
Íbúar kvarta undan myrkri Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað sáran yfir miklu myrkri í hverfinu og ljósastaurum sem slökkt er á í nokkrum götum eða gefa af sér daufa birtu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur yfir LED-væðing ljósastaura, tafir á henni útskýri myrkrið og eru íbúar hvattir til að senda borginni ábendingar. Innlent 12.11.2025 16:13
Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum. Innlent 12.11.2025 11:51
Enga skammsýni í skammdeginu Vetur konungur minnti á sig fyrir skemmstu þegar snjó kyngdi niður á suðvesturhorninu. Í skammdeginu skapa snjór og myrkur aðstæður sem krefjast varúðar, hvort sem þú ert að keyra, hjóla, ganga eða njóta útivistar. Í þessum aðstæðum er sýnileiki allra vegfarenda lykilatriði og að ökumenn sjái vel út. Skoðun 11.11.2025 17:01