Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 15:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hann hefur ásamt flokksbræðrum sínum skeggrætt þriðja orkupakkann til hins ítrasta. Vísir/vilhelm Ekki náðist niðurstaða um framhald þingstarfa á fundi formanna Alþingisflokkanna sem lauk um klukkan hálf þrjú í dag. Störf þingsins hafa raskast mikið vegna málþófs þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann. Um klukkan eitt hittust formenn flokkanna til þess að fara yfir stöðu mála og reyna að sammælast um hvernig störfum þingsins skyldi hagað fram að þinglokum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að segja mætti að mál hafi skýrst á fundinum en engin tillaga af hálfu stjórnarandstöðunnar hafi verið lögð fram um hvernig ljúka skuli umræðum um þriðja orkupakkann. Nefndi hann Miðflokkinn sérstaklega í því samhengi. „Þessi hópur, innan við einn sjötti hluti þingsins vill halda áfram að ræða þetta. Það er sú staða sem er uppi.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.Vísir/EgillSigurður Ingi segir fundinn einnig hafa snúist um önnur mál sem að stjórnarandstaðan í heild sinni eða að hluta til vilji fresta eða taka fyrir. Þá hafi verið rætt um hvort einhver mál þurfi tiltekinn ræðutíma, eins og eðlilegt er. „Þegar það eru farin að hrúgast upp fjörutíu til fimmtíu mál, þá er eðlilegt að þau mál sem þarf að ræða verði römmuð inn.“ Þá segir Sigurður að ekki sjái fyrir endann á málþófi Miðflokksmanna er snýr að þriðja orkupakkanum. „Til þess að geta rætt þinglok, þá verða menn að hafa einhverja hugmynd um hvort og hvenær þeir ætla að hætta að ræða orkupakkann,“ sagði Sigurður og ítrekaði að þrátt fyrir að staða mála á þingi hafi skýrst á fundinum hafi engin tillaga sem væri til þess fallin að ná fram þinglokum komið þar fram. Þingið kemur saman klukkan 9:30 á morgun. Meðal þess sem er á dagskrá þingsins er títt nefndur þriðji orkupakki en hann er 17. liður þingfundar morgundagsins. Á mælendaskrá um hann eru aðeins þingmenn úr einum flokki, Miðflokknum. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira
Ekki náðist niðurstaða um framhald þingstarfa á fundi formanna Alþingisflokkanna sem lauk um klukkan hálf þrjú í dag. Störf þingsins hafa raskast mikið vegna málþófs þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann. Um klukkan eitt hittust formenn flokkanna til þess að fara yfir stöðu mála og reyna að sammælast um hvernig störfum þingsins skyldi hagað fram að þinglokum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi að segja mætti að mál hafi skýrst á fundinum en engin tillaga af hálfu stjórnarandstöðunnar hafi verið lögð fram um hvernig ljúka skuli umræðum um þriðja orkupakkann. Nefndi hann Miðflokkinn sérstaklega í því samhengi. „Þessi hópur, innan við einn sjötti hluti þingsins vill halda áfram að ræða þetta. Það er sú staða sem er uppi.“Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.Vísir/EgillSigurður Ingi segir fundinn einnig hafa snúist um önnur mál sem að stjórnarandstaðan í heild sinni eða að hluta til vilji fresta eða taka fyrir. Þá hafi verið rætt um hvort einhver mál þurfi tiltekinn ræðutíma, eins og eðlilegt er. „Þegar það eru farin að hrúgast upp fjörutíu til fimmtíu mál, þá er eðlilegt að þau mál sem þarf að ræða verði römmuð inn.“ Þá segir Sigurður að ekki sjái fyrir endann á málþófi Miðflokksmanna er snýr að þriðja orkupakkanum. „Til þess að geta rætt þinglok, þá verða menn að hafa einhverja hugmynd um hvort og hvenær þeir ætla að hætta að ræða orkupakkann,“ sagði Sigurður og ítrekaði að þrátt fyrir að staða mála á þingi hafi skýrst á fundinum hafi engin tillaga sem væri til þess fallin að ná fram þinglokum komið þar fram. Þingið kemur saman klukkan 9:30 á morgun. Meðal þess sem er á dagskrá þingsins er títt nefndur þriðji orkupakki en hann er 17. liður þingfundar morgundagsins. Á mælendaskrá um hann eru aðeins þingmenn úr einum flokki, Miðflokknum.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira