Innlent

Tilkynnt um nakinn mann í Vesturbænum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Nokkur erill var hjá lögreglu í nótt vegna ölvunar og hávaða á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nokkur erill var hjá lögreglu í nótt vegna ölvunar og hávaða á höfuðborgarsvæðinu í nótt. FBL/Anton Brink
Um klukkan hálf fimm í nótt var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um nakinn mann sem var staddur í húsagarði í Vesturbæ Reykjavíkur.

Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hafði í nógu að snúast í nótt. Nokkur erill var hjá lögreglu vegna ölvunar og hávaða. Ekki er vitað hvað nakta manninum gekk til. Þá sagði lögreglan ekki nánar frá því hvað varð um hann.

Einn var handtekinn fyrir að hafa sparkað í lögreglumann. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu þar til víman rennur af honum.

Um þrjúleytið í nótt var aðili handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu og reyna að tálma störf hennar. Maðurinn var látinn laus skömmu síðar.

Um níuleytið í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um sinubruna við Heiðmerkurveg. Hann reyndist minniháttar.

Alls voru tólf ökumenn víðsvegar um höfuðborgarsvæðið stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×