Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2019 11:30 Moskítóflugan er náskyld lúsmýinu svo það er spurning hvort von sé á þeim flugum hingað til lands á næstu árum. vísir/getty Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. Þær eru náskyldar lúsmýinu sem gert hefur landanum lífið leitt undanfarnar vikur og þá er moskítóflugur að finna í nágrannalöndum, meira að segja á Grænlandi. „Ég er svolítið hissa á að þær skulu ekki vera komnar því þær eru á Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Það eru um 40 tegundir hérna í nágrannalöndunum og á Grænlandi eru tvær tegundir. Það eru tegundir sem eru miklu norðlægari, þær eru í Norður-Skandinavíu líka. Þær eru með „Black og Decker“ framan á sér, þær sjúga í gegnum jakka. Þær eru svakalegar, þær eru stórar og miklar,“ sagði Gísli í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi meðal annars um lúsmýið og moskítóflugur. Hann sagði moskítóflugur auðveldlega geta borist hingað með flugi. „Það hefur verið gerð rannsókna á því hvað þær geta borist langt. Það dóu ekki nema 30 til 40 prósent af moskítóflugum sem var komið fyrir í búrum í hjólastelli flugvélar sem fór frá Singapúr til Sydney, sjö tíma flug í 50 stiga gaddi. Það er auðvitað hlýja frá glussanum og öllu því, það er ekki frost þar inni, og þær lifðu 60 prósent þannig að þær geta borist hingað með flugvélum mjög auðveldlega. Málið er að það að það eru engir pollar á Miðnesheiðinni þar sem þær geta komið sér fyrir og verpt í, Reykjanesið er mjög þurrt því þar hripar allt niður,“ sagði Gísli.Vatnsmýrin gósenland fyrir moskító Þá gætu moskítóflugur líka fokið hingað og slíkt gæti nú þegar hafa gerst án þess að flugurnar hafi fundið sér stað til að verpa í. Spurður út í hvort aðrar aðstæður væru fyrir hendi fyrir moskítóflugur til þess að festa sig í sessi hér nefndi Gísli tjarnirnar í Vatnsmýrinni. „Þær eru alveg gósenland fyrir moskítóflugur.“ Loftið hér sé síðan þurrara hér en í nágrannalöndunum þó að hér geti líka orðið mjög rakt vegna mikillar úrkomu. Þá geti vindurinn líka gert flugunum erfitt fyrir að fljúga. „Já, þessi skordýr eiga erfitt með að fljúga þegar mjög hvasst er. Engu að síður í Suður-Svíþjóð, Skáni, Danmörku, það getur verið hvasst þar á sumri en þær komast þá í skjól,“ sagði Gísli en heyra má allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. Þær eru náskyldar lúsmýinu sem gert hefur landanum lífið leitt undanfarnar vikur og þá er moskítóflugur að finna í nágrannalöndum, meira að segja á Grænlandi. „Ég er svolítið hissa á að þær skulu ekki vera komnar því þær eru á Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Það eru um 40 tegundir hérna í nágrannalöndunum og á Grænlandi eru tvær tegundir. Það eru tegundir sem eru miklu norðlægari, þær eru í Norður-Skandinavíu líka. Þær eru með „Black og Decker“ framan á sér, þær sjúga í gegnum jakka. Þær eru svakalegar, þær eru stórar og miklar,“ sagði Gísli í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi meðal annars um lúsmýið og moskítóflugur. Hann sagði moskítóflugur auðveldlega geta borist hingað með flugi. „Það hefur verið gerð rannsókna á því hvað þær geta borist langt. Það dóu ekki nema 30 til 40 prósent af moskítóflugum sem var komið fyrir í búrum í hjólastelli flugvélar sem fór frá Singapúr til Sydney, sjö tíma flug í 50 stiga gaddi. Það er auðvitað hlýja frá glussanum og öllu því, það er ekki frost þar inni, og þær lifðu 60 prósent þannig að þær geta borist hingað með flugvélum mjög auðveldlega. Málið er að það að það eru engir pollar á Miðnesheiðinni þar sem þær geta komið sér fyrir og verpt í, Reykjanesið er mjög þurrt því þar hripar allt niður,“ sagði Gísli.Vatnsmýrin gósenland fyrir moskító Þá gætu moskítóflugur líka fokið hingað og slíkt gæti nú þegar hafa gerst án þess að flugurnar hafi fundið sér stað til að verpa í. Spurður út í hvort aðrar aðstæður væru fyrir hendi fyrir moskítóflugur til þess að festa sig í sessi hér nefndi Gísli tjarnirnar í Vatnsmýrinni. „Þær eru alveg gósenland fyrir moskítóflugur.“ Loftið hér sé síðan þurrara hér en í nágrannalöndunum þó að hér geti líka orðið mjög rakt vegna mikillar úrkomu. Þá geti vindurinn líka gert flugunum erfitt fyrir að fljúga. „Já, þessi skordýr eiga erfitt með að fljúga þegar mjög hvasst er. Engu að síður í Suður-Svíþjóð, Skáni, Danmörku, það getur verið hvasst þar á sumri en þær komast þá í skjól,“ sagði Gísli en heyra má allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Kakkalakkar ekki æskilegir á heimilum Gísli Már Gíslason skordýrasérfræðingur fræðir fólk um heim skordýranna í Elliðaárdal í kvöld. Hann segir skordýrategundum á Íslandi hafa fjölgað um um það bil 400 á þeim 40 árum sem hann hefur kennt skordýrafræði. 19. júní 2019 08:30
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00