Brasilíumaðurinn Neymar virðist vera staðráðinn í því að komast frá PSG og hann er sagður hafa sent forseta félagsins skýr skilaboð.
„Ég vil ekki spila hérna lengur. Ég vil fara aftur heim. Ég hefði aldrei átt að fara,“ á Neymar að hafa sagt við Nasser Al Kheliafi, forseta PSG. Þessum orðum hans er svo slegið upp á forsíðu Mundo Deportivo.
Neymar vill komast aftur til Barcelona og Lionel Messi hefur beðið sitt fólk í Katalóníu um að klára málið. Fréttir herma einnig að Neymar sé farinn að leita sér að húsi í Barcelona.
Það er augljóst að viðræður eru í gangi en það mun kosta sitt fyrir Barcelona að fá Neymar til baka. Það er sagt hafa verið rætt að setja Antoine Griezmann upp í pakkann sem væri afar sérstakt enda var hann að kveðja Atletico til þess að fara í Barca og á enn eftir að staðfesta þau félagaskipti formlega. Hefur hann áhuga á að fara til PSG?
Það mun mikið ganga á næstu daga í þessu máli en ferill Neymar hjá PSG virðist vera á enda.
Neymar: Ég vil ekki spila hérna lengur
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti



Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
