Uppnám á Keflavíkurflugvelli vegna falskra Fabergé-eggja Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 17:17 Flugstöðin var rýmd vegna málsins í dag. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis vegna grunsamlegs hlutar sem fannst í farangri. Engin hætta reyndist þó á ferðum en við nánari skoðun reyndist um eftirlíkingar af svokölluðum Fabergé-eggjum að ræða.Mbl greindi fyrst frá málinu nú á fimmta tímanum en Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist lögreglu á fjórða tímanum. Grunsamlegur hlutur hafi fundist í farangri farþega sem millilenti í Leifsstöð. Farið hafi verið eftir verklagi, gripið til rýmingar í flugstöðinni og farangurinn skoðaður nánar. Þá hafi sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslu verið kölluð út en allt miði þetta að því að gæta fyllsta öryggis. „Niðurstaðan var sem betur fer sú að það var ekkert hættulegt,“ segir Ólafur Helgi. Í fyrstu fréttum af málinu var talið að um hefði verið að ræða babúskur, rússneskar tréfígúrur sem raðast saman hver inn í aðra. Grunsamlegi hluturinn reyndist hins vegar fáeinar eftirlíkingar af Fabergé-eggjum, gimsteinaskreyttum gulleggjum sem eiga rætur að rekja til Sankti Pétursborgar í Rússlandi.Aðgerðum á flugvellinum lauk snemma á fimmta tímanum og málinu þar með lokið. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis vegna grunsamlegs hlutar sem fannst í farangri. Engin hætta reyndist þó á ferðum en við nánari skoðun reyndist um eftirlíkingar af svokölluðum Fabergé-eggjum að ræða.Mbl greindi fyrst frá málinu nú á fimmta tímanum en Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að útkallið hafi borist lögreglu á fjórða tímanum. Grunsamlegur hlutur hafi fundist í farangri farþega sem millilenti í Leifsstöð. Farið hafi verið eftir verklagi, gripið til rýmingar í flugstöðinni og farangurinn skoðaður nánar. Þá hafi sérsveit ríkislögreglustjóra og sprengjusveit Landhelgisgæslu verið kölluð út en allt miði þetta að því að gæta fyllsta öryggis. „Niðurstaðan var sem betur fer sú að það var ekkert hættulegt,“ segir Ólafur Helgi. Í fyrstu fréttum af málinu var talið að um hefði verið að ræða babúskur, rússneskar tréfígúrur sem raðast saman hver inn í aðra. Grunsamlegi hluturinn reyndist hins vegar fáeinar eftirlíkingar af Fabergé-eggjum, gimsteinaskreyttum gulleggjum sem eiga rætur að rekja til Sankti Pétursborgar í Rússlandi.Aðgerðum á flugvellinum lauk snemma á fimmta tímanum og málinu þar með lokið.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira