Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2019 16:20 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir formaður Trans Íslands-félagsins sem barist hefur mjög fyrir þessu máli. Ugla tók virkan þátt í gerð frumvarpsins. FBL/Stefán Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi nú fyrir stundu. Frumvarpið komst óvænt í sviðsljósið á dögunum þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokks krafðist þess að það yrði ekki afgreitt fyrr en á næsta þingi. Var það liður í samkomulagi milli Miðflokks og ríkisstjórnarinnar svo ganga megi frá þinglokum. Samkvæmt þessu virðist sem Miðflokkurinn hafi fallið frá þessari kröfu sinni. 45 greiddu atkvæði með frumvarpinu, fimmtán voru fjarstaddir en þeir Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson, þingmenn Miðflokksins, sátu hjá. Aðrir þingmenn Miðflokksins voru fjarverandi. Frumvarpið gengur út á sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Það þýðir að fólk getur farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá, og skilríkjum sínum öllum þar með án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Viðkomandi einstaklingur þarf ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður. Lögin kveða á um rétt einstaklinga til þess að „skilgreina sjálfir kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi,“ svo vitnað sé í frumvarpið. Þá felur frumvarpið einnig í sér að þriðja kynið er nú lögleitt: Hlutlaus skráning kyns er nú heimil. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X. Alþingi Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi nú fyrir stundu. Frumvarpið komst óvænt í sviðsljósið á dögunum þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokks krafðist þess að það yrði ekki afgreitt fyrr en á næsta þingi. Var það liður í samkomulagi milli Miðflokks og ríkisstjórnarinnar svo ganga megi frá þinglokum. Samkvæmt þessu virðist sem Miðflokkurinn hafi fallið frá þessari kröfu sinni. 45 greiddu atkvæði með frumvarpinu, fimmtán voru fjarstaddir en þeir Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson, þingmenn Miðflokksins, sátu hjá. Aðrir þingmenn Miðflokksins voru fjarverandi. Frumvarpið gengur út á sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Það þýðir að fólk getur farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá, og skilríkjum sínum öllum þar með án þess að fyrir liggi opinbert samþykki. Viðkomandi einstaklingur þarf ekki að hafa undirgengist skurðaðgerð, lyfjameðferð, hormónameðferð eða aðra læknismeðferð til að breyta því hvernig sá er skráður. Lögin kveða á um rétt einstaklinga til þess að „skilgreina sjálfir kyn sitt og miða þannig að því að tryggja að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Einnig er lögunum ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi,“ svo vitnað sé í frumvarpið. Þá felur frumvarpið einnig í sér að þriðja kynið er nú lögleitt: Hlutlaus skráning kyns er nú heimil. Í vegabréfum skal ávallt tákna hlutlausa skráningu kyns með bókstafnum X.
Alþingi Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53 „Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14
Vantraust í garð Miðflokksins ástæða þess að Sjálfstæðismenn höfnuðu samkomulagi Vantraust í garð Miðflokksins var ástæða þess að þingflokkur Sjálfstæðismanna gat ekki kvittað undir samkomulag við Miðflokkinn um þinglok seint í gærkvöldi. Þetta herma heimildir Vísis. 14. júní 2019 10:53
„Þegar menn voru byrjaðir að undirrita þá gerðist eitthvað“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera alveg með það á hreinu hvers vegna samkomulag um þinglok náðist ekki á milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna í gær. 14. júní 2019 12:04