Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2019 12:50 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, virðist eiga í stökustu vandræðum með að koma fjármálaáætlun í gegnum ríkisstjórnina. Vísir/Vilhelm „Það er ekki einu sinni búið að boða okkur á fund fjárlaganefndar,“ segir Inga Sæland 2. varaformaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir enn. Þingmenn sem Vísir hefur rætt við segja þetta fordæmalaust, ekki sé hægt að slíta þinginu áður en hún hefur verið afgreidd. Inga Sæland telur einsýnt að stjórnin sé í bullandi vandræðum með að hnoða áætlun saman. Þann vanda megi að einhverju leyti rekja til mismunandi áherslna stjórnarflokkanna, þá Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.Erfiður niðurskurður fyrirliggjandi „Miðað við hvað þessi fjárlagastefna fékk harkaleg viðbrögð; sýndi að milli þessarar fjárlagastefnu og þeirrar sem er í gildi er 20 milljarða samdráttur samtals á þessum fimm árum, frá því sem gert var ráð fyrir. Þar af 8 milljarðar beint sem draga á til baka sem ætlaðir voru í málefni öryrkja,“ segir Inga. Hún segist hafa heyrt af því að ekki einu sinni fólk í ráðherraliðinu hafi verið upplýstir um þetta, sem hlýtur að vera ávísun á glundroða innan ríkisstjórnarinnar.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, furðar sig á því að ekki sé búið að boða til fundar í fjárlaganefnd vegna fjárhagsáætlunar sem hlýtur að þurfa þinglega meðferð.Vísir/vilhelmInga bendir sérstaklega í umsögn fjármálaráðs í þessu sambandi. Þar er um óháð ráð að ræða sem telur að breytingar í hagþróun, eins og þær birtast í nýjustu spá Hagstofu Íslands, nægi ekki einar og sér sem fullgilt tilefni til endurskoðunar gildandi fjármálastefnu, eins og þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra geri ráð fyrir. „Hins vegar eru merki um að samdrátturinn gæti jafnvel orðið skarpari og lengri en spáin segir til um. Þannig má ætla að ef stefnan væri ekki endurskoðuð nú gæti slíkt reynst nauðsynlegt í náinni framtíð.Það gæti kallað á sársaukafullar ráðstafanir nú í opinberum fjármálum sem myndu reynast óskynsamlegar eftir á að hyggja og brjóta í bága við grunngildi. Bent skal á að ábyrgð hvílir á stjórnvöldum varðandi þá ákvörðun að nýta ekki heimild laga til að víkja tímabundið til hliðar þeim tölulegu skilyrðum sem 7. gr. laga um opinber fjármál setur,“ segir meðal annars í umsögn fjármálaráðs.Miðflokkurinn með óvænta líflínu fyrir ríkisstjórnina Þeirri kenningu hefur verið fleygt í eyru blaðamanns Vísis að innanbúðarvandi ríkisstjórnarinnar í því sem snýr að fjármálaáætlun valdi því ekki síður að ekki tekst að ljúka þinginu en kröfugerð Miðflokksins og/eða athugasemdir þingmanna Sjálfstæðisflokks við orðalag í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Miðflokksins. „Til að draga athyglina frá vandræðagangi ríkisstjórnarinnar vegna fjármálaáætlunar? Hver veit?“ segir Inga sem telur þetta ekki ósennilegt. „Ef þú ert að koma með eitthvað inn í þinglega meðferð áttu að vera búinn að ganga með málið í gegnum fastanefndina og umsagnaraðilar kost á að gera athugasemdir og fara yfir umsögnina. Við eru ekki enn búin að sjá fjárlagaáætlun í fjárlaganefnd. Þannig að Miðflokkur eða ekki Miðflokkur, ef staðan er raunverulega svona er Sigmundur Davíð að létta af þeim þrýstingi.“Ekki tókst að ná tali af Willum Þór Þórssyni formanni fjárlaganefndar. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Það er ekki einu sinni búið að boða okkur á fund fjárlaganefndar,“ segir Inga Sæland 2. varaformaður fjárlaganefndar. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir enn. Þingmenn sem Vísir hefur rætt við segja þetta fordæmalaust, ekki sé hægt að slíta þinginu áður en hún hefur verið afgreidd. Inga Sæland telur einsýnt að stjórnin sé í bullandi vandræðum með að hnoða áætlun saman. Þann vanda megi að einhverju leyti rekja til mismunandi áherslna stjórnarflokkanna, þá Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.Erfiður niðurskurður fyrirliggjandi „Miðað við hvað þessi fjárlagastefna fékk harkaleg viðbrögð; sýndi að milli þessarar fjárlagastefnu og þeirrar sem er í gildi er 20 milljarða samdráttur samtals á þessum fimm árum, frá því sem gert var ráð fyrir. Þar af 8 milljarðar beint sem draga á til baka sem ætlaðir voru í málefni öryrkja,“ segir Inga. Hún segist hafa heyrt af því að ekki einu sinni fólk í ráðherraliðinu hafi verið upplýstir um þetta, sem hlýtur að vera ávísun á glundroða innan ríkisstjórnarinnar.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, furðar sig á því að ekki sé búið að boða til fundar í fjárlaganefnd vegna fjárhagsáætlunar sem hlýtur að þurfa þinglega meðferð.Vísir/vilhelmInga bendir sérstaklega í umsögn fjármálaráðs í þessu sambandi. Þar er um óháð ráð að ræða sem telur að breytingar í hagþróun, eins og þær birtast í nýjustu spá Hagstofu Íslands, nægi ekki einar og sér sem fullgilt tilefni til endurskoðunar gildandi fjármálastefnu, eins og þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra geri ráð fyrir. „Hins vegar eru merki um að samdrátturinn gæti jafnvel orðið skarpari og lengri en spáin segir til um. Þannig má ætla að ef stefnan væri ekki endurskoðuð nú gæti slíkt reynst nauðsynlegt í náinni framtíð.Það gæti kallað á sársaukafullar ráðstafanir nú í opinberum fjármálum sem myndu reynast óskynsamlegar eftir á að hyggja og brjóta í bága við grunngildi. Bent skal á að ábyrgð hvílir á stjórnvöldum varðandi þá ákvörðun að nýta ekki heimild laga til að víkja tímabundið til hliðar þeim tölulegu skilyrðum sem 7. gr. laga um opinber fjármál setur,“ segir meðal annars í umsögn fjármálaráðs.Miðflokkurinn með óvænta líflínu fyrir ríkisstjórnina Þeirri kenningu hefur verið fleygt í eyru blaðamanns Vísis að innanbúðarvandi ríkisstjórnarinnar í því sem snýr að fjármálaáætlun valdi því ekki síður að ekki tekst að ljúka þinginu en kröfugerð Miðflokksins og/eða athugasemdir þingmanna Sjálfstæðisflokks við orðalag í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Miðflokksins. „Til að draga athyglina frá vandræðagangi ríkisstjórnarinnar vegna fjármálaáætlunar? Hver veit?“ segir Inga sem telur þetta ekki ósennilegt. „Ef þú ert að koma með eitthvað inn í þinglega meðferð áttu að vera búinn að ganga með málið í gegnum fastanefndina og umsagnaraðilar kost á að gera athugasemdir og fara yfir umsögnina. Við eru ekki enn búin að sjá fjárlagaáætlun í fjárlaganefnd. Þannig að Miðflokkur eða ekki Miðflokkur, ef staðan er raunverulega svona er Sigmundur Davíð að létta af þeim þrýstingi.“Ekki tókst að ná tali af Willum Þór Þórssyni formanni fjárlaganefndar.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47 Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15 Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Í áfalli vegna fjármálaáætlunar Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan. 8. júní 2019 11:47
Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári. 9. júní 2019 12:15
Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum. 9. júní 2019 12:45
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15