Metþátttaka í hátíðarhöldunum í Reykjavík í einstöku blíðviðri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. júní 2019 19:00 Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins.Fyrsta skrúðaganga dagsins var farin frá Austurvelli um hádegi og að leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði þar sem forseti borgarstjórnar lagði blómsveig við hátíðalega athöfn.Hátt í sjötíu þrettán til sextán ára ungmenni sem setið höfðu við hátíðarhöldin á Austurvelli héldu þingfund á Alþingi að þeim loknum. Þau fluttu margar eldræður þar sem jafnrétti, umhverfismál heilbrigðismál og málefni fatlaðra var þeim ofarlega í huga og afhentu síðan forsætisráðherra ályktun.„Við vonum innilega að Alþingi taki mark á tillögum okkar,“ sagði Dagný Erla Gunnarsdóttir sem tók þátt í ungmennaþinginu.Í sama streng tók Magnús Árni Pétursson sem var einnig fulltrúi en hann sagði að ungmennin hefðu verið margar vikur að undirbúa sig fyrir fundinn í dag.Formleg skemmtidagskrá hófst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan eitt niður Skólavörðustíg og að Hljómskálagarðinum. Guðmundur Birgir Halldórsson viðburðastjóri og kynnir hátíðarinnar var afar ánægður með daginn og sagði að hátíðin í ár væri ein sú fjölmennasta síðustu ár. Þá var hann afar ánægður með veðurblíðuna sem lék við borgarbúa. „Við gerðum rannsókn á veðurfari á 17. júní fyrir þessi hátíðarhöld og þar kom í ljós að í um 85% tilvika hefur rignt á þessum degi síðustu 75 ár. Það er því alveg frábært að sjá hvað veðrið er gott í dag,“ sagði Guðmundur. Víða mátti sjá konur í fallegum þjóðbúningum í dag. Klara Rún Hilmarsdóttir var ein þeirra en hún sagðist vonast til að sjá fleiri konur í þjóðbúningi. Hún notaði sinn eins oft og tækifæri gæfust til. Borgarbúum var einnig boðið að smakka á 75 metra langri lýðveldisköku á Sóleyjargötu sem kvenfélagasambandskonur tóku þátt í að skera. Kakan kláraðist fljótlega en það var Landssamband bakarameistara sem stóð fyrir bakstrinum. Jóhannes Felixson formaður sambandsins sagði að mörg önnur sveitarfélög byðu uppá slíka köku í tilefni dagsins. Flest bakarí á höfuðborgarsvæðinu hefðu tekið þátt í að baka þessa köku. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fengu fyrstu sneiðarnar og voru afar ánægð með bragðið aðallega hvað það var mikill marsípan á kökunni. Skemmtidagskrá stóð til klukkan fimm og var vegleg eins og víða um land. Sumir missa nánast aldrei af dagskránni. 17. júní Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins.Fyrsta skrúðaganga dagsins var farin frá Austurvelli um hádegi og að leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði þar sem forseti borgarstjórnar lagði blómsveig við hátíðalega athöfn.Hátt í sjötíu þrettán til sextán ára ungmenni sem setið höfðu við hátíðarhöldin á Austurvelli héldu þingfund á Alþingi að þeim loknum. Þau fluttu margar eldræður þar sem jafnrétti, umhverfismál heilbrigðismál og málefni fatlaðra var þeim ofarlega í huga og afhentu síðan forsætisráðherra ályktun.„Við vonum innilega að Alþingi taki mark á tillögum okkar,“ sagði Dagný Erla Gunnarsdóttir sem tók þátt í ungmennaþinginu.Í sama streng tók Magnús Árni Pétursson sem var einnig fulltrúi en hann sagði að ungmennin hefðu verið margar vikur að undirbúa sig fyrir fundinn í dag.Formleg skemmtidagskrá hófst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan eitt niður Skólavörðustíg og að Hljómskálagarðinum. Guðmundur Birgir Halldórsson viðburðastjóri og kynnir hátíðarinnar var afar ánægður með daginn og sagði að hátíðin í ár væri ein sú fjölmennasta síðustu ár. Þá var hann afar ánægður með veðurblíðuna sem lék við borgarbúa. „Við gerðum rannsókn á veðurfari á 17. júní fyrir þessi hátíðarhöld og þar kom í ljós að í um 85% tilvika hefur rignt á þessum degi síðustu 75 ár. Það er því alveg frábært að sjá hvað veðrið er gott í dag,“ sagði Guðmundur. Víða mátti sjá konur í fallegum þjóðbúningum í dag. Klara Rún Hilmarsdóttir var ein þeirra en hún sagðist vonast til að sjá fleiri konur í þjóðbúningi. Hún notaði sinn eins oft og tækifæri gæfust til. Borgarbúum var einnig boðið að smakka á 75 metra langri lýðveldisköku á Sóleyjargötu sem kvenfélagasambandskonur tóku þátt í að skera. Kakan kláraðist fljótlega en það var Landssamband bakarameistara sem stóð fyrir bakstrinum. Jóhannes Felixson formaður sambandsins sagði að mörg önnur sveitarfélög byðu uppá slíka köku í tilefni dagsins. Flest bakarí á höfuðborgarsvæðinu hefðu tekið þátt í að baka þessa köku. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fengu fyrstu sneiðarnar og voru afar ánægð með bragðið aðallega hvað það var mikill marsípan á kökunni. Skemmtidagskrá stóð til klukkan fimm og var vegleg eins og víða um land. Sumir missa nánast aldrei af dagskránni.
17. júní Reykjavík Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira