Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið Pálmi Kormákur skrifar 17. júní 2019 09:00 Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við óttast ekki að þurfa sitja í þessum sal í allt sumar. Þinglok eru þó enn ekki ákveðin. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist vera lélegur í sumarfríum og að plön hans snúist aðallega um að hafa nóg að gera svo hann verði ekki eirðarlaus. „Í sumar ætla ég að hjálpa vinafólki í Berufirði í júlí, dytta að sumarbústað með fjölskyldunni og undirbúa mig fyrir vinnu að orkustefnu fyrir Ísland og endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.“ Það eina sem gæti riðlast sé vinnuferð til Svíþjóðar. „Reyndar ætla ég að vera nokkrum dögum lengur þar, dvelja í kofa við eitthvert vatn og ljóstillífa. Ég myndi reyna að finna sjálfan mig, ef ég vissi ekki að lífið snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að skapa sjálfan sig.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vonar að áætlað sumarfrí hennar riðlist ekki vegna þrátta um þinglok og hyggst elta eina dóttur sína sem er að spila með unglingalandsliði Íslands í körfubolta. „Við förum á Norðurlandamót í Finnlandi og svo á Evrópumót strax í kjölfarið í Makedóníu. ÁFRAM ÍSLAND!“ Inga Sæland, varaformaður Flokks fólksins, segist ekki hafa neitt planað með sumarfríið sitt, en að hana langi að hafa það kósý og sinna hlutum sem þarf að gera á heimilinu. Þingmennirnir þrír eru allir sammála um að Miðflokksmenn hafi ekki af þeim sumarfríið og Helga Vala segir þá munu fyrst finna til tevatnsins ef svo skyldi verða. Aðspurð hvernig betur mætti koma í veg fyrir að þinglokum sé frestað nánast hver einustu jól og hvert einasta sumar segir Inga að málum þurfi að koma fljótt og skilmerkilega inn í nefndir. „Það hefur hins vegar borið við að stjórnarfrumvörp eru að berast inn í þinglega meðferð á lokametrum þingsins. Þannig lendum við oft í þessu tímahraki og um leið verður umræðan og meðferð málanna ekki eins vönduð og ella.“ Helga Vala segir mega koma í veg fyrir seinkanirnar með agaðri vinnubrögðum og er að því er virðist sammála Ingu Sæland og segir suma ráðherra demba iðulega inn þingmálum allt of seint, þrátt fyrir skýran tímafrest. „Þetta er ósiður sem mætti vel leggja niður.“ Kolbeinn vill meina að hlutirnir hafi reyndar gengið ágætlega upp að undanförnu en bætir við að aðrir verði að finna út úr því. „Ég mæti bara þegar mér er sagt að mæta.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist vera lélegur í sumarfríum og að plön hans snúist aðallega um að hafa nóg að gera svo hann verði ekki eirðarlaus. „Í sumar ætla ég að hjálpa vinafólki í Berufirði í júlí, dytta að sumarbústað með fjölskyldunni og undirbúa mig fyrir vinnu að orkustefnu fyrir Ísland og endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.“ Það eina sem gæti riðlast sé vinnuferð til Svíþjóðar. „Reyndar ætla ég að vera nokkrum dögum lengur þar, dvelja í kofa við eitthvert vatn og ljóstillífa. Ég myndi reyna að finna sjálfan mig, ef ég vissi ekki að lífið snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að skapa sjálfan sig.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vonar að áætlað sumarfrí hennar riðlist ekki vegna þrátta um þinglok og hyggst elta eina dóttur sína sem er að spila með unglingalandsliði Íslands í körfubolta. „Við förum á Norðurlandamót í Finnlandi og svo á Evrópumót strax í kjölfarið í Makedóníu. ÁFRAM ÍSLAND!“ Inga Sæland, varaformaður Flokks fólksins, segist ekki hafa neitt planað með sumarfríið sitt, en að hana langi að hafa það kósý og sinna hlutum sem þarf að gera á heimilinu. Þingmennirnir þrír eru allir sammála um að Miðflokksmenn hafi ekki af þeim sumarfríið og Helga Vala segir þá munu fyrst finna til tevatnsins ef svo skyldi verða. Aðspurð hvernig betur mætti koma í veg fyrir að þinglokum sé frestað nánast hver einustu jól og hvert einasta sumar segir Inga að málum þurfi að koma fljótt og skilmerkilega inn í nefndir. „Það hefur hins vegar borið við að stjórnarfrumvörp eru að berast inn í þinglega meðferð á lokametrum þingsins. Þannig lendum við oft í þessu tímahraki og um leið verður umræðan og meðferð málanna ekki eins vönduð og ella.“ Helga Vala segir mega koma í veg fyrir seinkanirnar með agaðri vinnubrögðum og er að því er virðist sammála Ingu Sæland og segir suma ráðherra demba iðulega inn þingmálum allt of seint, þrátt fyrir skýran tímafrest. „Þetta er ósiður sem mætti vel leggja niður.“ Kolbeinn vill meina að hlutirnir hafi reyndar gengið ágætlega upp að undanförnu en bætir við að aðrir verði að finna út úr því. „Ég mæti bara þegar mér er sagt að mæta.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29