Chelsea hefur staðfest að Maurizio Sarri snúi aftur til Ítalíu og taki við Juventus. Þetta kemur fram á heimasíðu Chelsea.
Sarri bað um að fá að fara frá Chelsea og félagið varð að ósk hans.
Ítalinn stýrði Chelsea í eitt tímabil. Undir hans stjórn vann liðið Evrópudeildina, lenti í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst í úrslit deildabikarsins.
Sarri tekur við Juventus af Massimiliano Allegri sem hætti eftir síðasta tímabil. Allegri gerði Juventus fimm sinnum að ítölskum meisturum.
Búist er við því að Frank Lampard taki við Chelsea af Sarri.
Chelsea staðfestir brottför Sarri
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
