Höfuð bitið af skömminni Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 15. júní 2019 18:40 Það kom ekki á óvart að fjölmiðlar skyldu fylgjast með yfirheyrslum og málflutningi í máli umbjóðanda míns Kristins Sigurjónssonar gegn Háskólanum í Reykjavík s.l. fimmtudag. Það er vegna þess að Kristinn hafði verið rekinn úr starfi við skólann, sem hann hafði gegnt með sóma um áratugi, vegna ummæla sem hann hafði látið falla á vettvangi utan skólans um þjóðfélagsmál. Komu ummæli hans starfi hans við skólann ekkert við, þó að rektor hans hafi dylgjað um að í þeim hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar. Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni. Það er auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á.Ósannindi til að skaða Kristin frekar Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni. Það blasir við öllum sem kynna sér málið að skólinn er eftirá að reyna að safna sprekum í bálköstinn sem á að taka Kristin Sigurjónsson af lífi. Það er gert með því að tefla fram rógi um ávirðingar hans í starfinu gegnum árin, sem enginn fótur er fyrir og engar sannanir styðja. Hann hafði einfaldlega átt flekklausan feril í starfi sínu, sem skólinn hafði aldrei gert minnstu athugasemdir við þrátt fyrir að reglulega hafi átt sér stað viðtöl við hann eins og aðra starfsmenn. Það er greinilegt að stjórnendurnir hafa að einhverju marki áttað sig á skaðanum sem þeir ollu skólanum með framferði sínu gegn Kristni og vilja núna reyna að tjalda til eftiráfundnum skýringum á hátterni sínu. Starfsmannastjórinn og umræðuhópurinn Svo var annað í þessum frásögnum af málflutningnum. Ég hafði vikið að því að kona sem gegnir starfi starfsmannastjóra skólans hefði átt aðild að fjölmennum umræðuhópi á netinu, sem lyti stjórn ofstækisfullra kvenna sem einfaldlega virtust leggja hatur á karlmenn. Hafði ég sjálfur orðið fyrir barðinu á sóðalegum árásum á þessum vettvangi, sem ég gerði grein fyrir opinberlega s.l. haust. Við málflutninginn nefndi ég þetta dæmi til að sýna fram á hvernig starfsmenn þessa skóla fengju mismunandi meðferð hjá stjórnendum hans eftir geðþótta sem þar ríkti. Starfsmannastjórinn hafði beitt sér mjög gegn Kristni og sýnilega haft ákveðið frumkvæði að brottvikningu hans. Var því fróðlegt í þágu málflutningsins í málinu að fjalla um þessa mismunun, því víst er að ofstækisfólkið á síðu starfsmannastjórans taldi feng að því að þessi hátt setti starfsmaður í HR styddi sóðalegan málflutninginn þar. Mátti segja að þessi þátttaka stjórans væri skólanum mun skaðlegri en miklu saklausari ummæli Kristins höfðu verið. Að gefnu tilefni frá dómaranum skýrði ég við málflutninginn tilganginn með því að nefna þetta til sögunnar. Taldi ég þetta skipta máli, einkum þegar lagt yrði mat á miskabótakröfu Kristins. Í fjölmiðlum var sagt frá spurningum dómarans um þetta en alveg sleppt að nefna skýringar mínar. Mátti skilja þessar fréttir þannig að virðulegur dómarinn hafi sett ofan í við málflytjandann fyrir að flytja málið um eitthvað sem væri óviðkomandi sakarefninu. Ekki veit ég skýringu á þessum fréttaflutningi. Það er eins og fréttamennirnir hafi sérstaklega viljað styðja fyrirsvarsmenn skólans í þeirri ámælisverðu framkomu þeirra að vilja hindra möguleika Kristins á að fá vinnu annars staðar. Það er því hagsmuna hans vegna nauðsynlegt að koma fram með þessar athugasemdir.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Uppsögn lektors við HR Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það kom ekki á óvart að fjölmiðlar skyldu fylgjast með yfirheyrslum og málflutningi í máli umbjóðanda míns Kristins Sigurjónssonar gegn Háskólanum í Reykjavík s.l. fimmtudag. Það er vegna þess að Kristinn hafði verið rekinn úr starfi við skólann, sem hann hafði gegnt með sóma um áratugi, vegna ummæla sem hann hafði látið falla á vettvangi utan skólans um þjóðfélagsmál. Komu ummæli hans starfi hans við skólann ekkert við, þó að rektor hans hafi dylgjað um að í þeim hafi falist hvatning til mismununar og haturs á vettvangi skólans. Fyrir hefur legið að þessi ummæli voru einu áþreifanlegu atvikin sem ollu aðförinni að Kristni. Rektorinn mætti fyrir dóm til skýrslugjafar. Í framburði sínum lét hann sig hafa, að bera aðrar algerlega ósannaðar sakir á Kristin. Meðal þeirra var áburður um að hann hefði sagt nemendum ósæmilegar sögur í kennslustundum. Þetta segir Kristinn einfaldlega vera ósatt. Hann hafi aldrei gerst sekur um neitt slíkt. Rektorinn gat ekki fundið ásökunum sínum um þetta neinn stað. Þá sagði rektorinn líka að ummælin hefðu valdið óróa innan skólans. Þetta var líka ósannað og mótmælt af Kristni. Hitt kann vel að hafa valdið óróa á vettvangi skólans að stjórnendur skyldu reka virtan starfsmann hans fyrir að hafa tjáð sig utan skólans um almennt málefni. Það er auðvitað afar ámælisvert af fyrirsvarsmönnum skólans að bera fram fyrir dómi ósannar ásakanir á hendur þessum fyrrverandi starfsmanni sem nú leitar eftir starfi við kennslu í grein sinni við aðra skóla. Þetta gerir svo sem ekkert til dómarans vegna, sem hefur þjálfun í að greina í sundur ósannaðar fullyrðingar sem aðilar bera fram, og það sem sannað er og unnt er að byggja dóm á.Ósannindi til að skaða Kristin frekar Það er hins vegar skaðlegt fyrir Kristin, þegar fjölmiðlar segja frá þessum dæmalausa framburði rektorsins og láta þá í engu getið andsvara málflytjanda hans við þessum ósóma. Það er ekki nóg með að rektorinn hafi rekið manninn fyrir ummæli utan skólans, heldur virðist hann með áframhaldandi rógi um hann koma í veg fyrir að aðrir vilji ráða hann til vinnu. Hann bítur höfuðið af skömm sinni. Það blasir við öllum sem kynna sér málið að skólinn er eftirá að reyna að safna sprekum í bálköstinn sem á að taka Kristin Sigurjónsson af lífi. Það er gert með því að tefla fram rógi um ávirðingar hans í starfinu gegnum árin, sem enginn fótur er fyrir og engar sannanir styðja. Hann hafði einfaldlega átt flekklausan feril í starfi sínu, sem skólinn hafði aldrei gert minnstu athugasemdir við þrátt fyrir að reglulega hafi átt sér stað viðtöl við hann eins og aðra starfsmenn. Það er greinilegt að stjórnendurnir hafa að einhverju marki áttað sig á skaðanum sem þeir ollu skólanum með framferði sínu gegn Kristni og vilja núna reyna að tjalda til eftiráfundnum skýringum á hátterni sínu. Starfsmannastjórinn og umræðuhópurinn Svo var annað í þessum frásögnum af málflutningnum. Ég hafði vikið að því að kona sem gegnir starfi starfsmannastjóra skólans hefði átt aðild að fjölmennum umræðuhópi á netinu, sem lyti stjórn ofstækisfullra kvenna sem einfaldlega virtust leggja hatur á karlmenn. Hafði ég sjálfur orðið fyrir barðinu á sóðalegum árásum á þessum vettvangi, sem ég gerði grein fyrir opinberlega s.l. haust. Við málflutninginn nefndi ég þetta dæmi til að sýna fram á hvernig starfsmenn þessa skóla fengju mismunandi meðferð hjá stjórnendum hans eftir geðþótta sem þar ríkti. Starfsmannastjórinn hafði beitt sér mjög gegn Kristni og sýnilega haft ákveðið frumkvæði að brottvikningu hans. Var því fróðlegt í þágu málflutningsins í málinu að fjalla um þessa mismunun, því víst er að ofstækisfólkið á síðu starfsmannastjórans taldi feng að því að þessi hátt setti starfsmaður í HR styddi sóðalegan málflutninginn þar. Mátti segja að þessi þátttaka stjórans væri skólanum mun skaðlegri en miklu saklausari ummæli Kristins höfðu verið. Að gefnu tilefni frá dómaranum skýrði ég við málflutninginn tilganginn með því að nefna þetta til sögunnar. Taldi ég þetta skipta máli, einkum þegar lagt yrði mat á miskabótakröfu Kristins. Í fjölmiðlum var sagt frá spurningum dómarans um þetta en alveg sleppt að nefna skýringar mínar. Mátti skilja þessar fréttir þannig að virðulegur dómarinn hafi sett ofan í við málflytjandann fyrir að flytja málið um eitthvað sem væri óviðkomandi sakarefninu. Ekki veit ég skýringu á þessum fréttaflutningi. Það er eins og fréttamennirnir hafi sérstaklega viljað styðja fyrirsvarsmenn skólans í þeirri ámælisverðu framkomu þeirra að vilja hindra möguleika Kristins á að fá vinnu annars staðar. Það er því hagsmuna hans vegna nauðsynlegt að koma fram með þessar athugasemdir.Höfundur er lögmaður
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar