Brotum fjölgað á vinnumarkaði í tengslum við erlenda glæpahópa Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. júní 2019 20:15 Enginn hefur verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi og telur aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ það vera vegna lélegrar löggjafar. Brotum hefur fjölgað á vinnumarkaði síðustu ár í tengslum við aukin umsvif erlendra glæpahópa. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem kom út í lok maí segir að skipulögð brotastarfsemi sé ein alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Þar kom fram að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi. Helstu brotaflokkarnir séu fíkniefnasala og innflutningur, smygl á fólki, mansal og vændi, vinnumarkaðsafbrot, peningaþvætti, skattsvik og spilling og svo farandbrotahópar. Halldór Grönvold, aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ, segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru hópar sem voru kannski áður fyrst og fremst að einbeita sér að eiturlyfjasölu og vændi hafa núna bætt vinnumansalinu við. Ástæðan er sú að þarna eru miklir fjármunir. Sérstaklega í löndum eins og á Íslandi og hinum norðurlöndunum. Ástæðan er líklega að enn sem komið er eru viðurlögin gangvart þessum brotum allt önnur og vægari heldur en gagnvart hinum brotunum sem ég nefndi. Bara nefna sem dæmi, það hefur enginn verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi,“ segir hann. Í tengslum við gerð kjarasamninga skilgreindi ríkistjórnin 11 aðgerðir sem er ætlað að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Eitt af því er að skoða vinnumansal og hvernig takast eigi á við það. Halldór telur mansal sé algengara en fólk geri sér grein fyrir. „Eðli starfseminnar er þannig að hún er meira og minna neðanjarðar. Þetta er einangruð starfsemi sem er oft erfitt að sjá. Þetta eru oft hópar sem að koma á vegum mafíustarfsemi þarna úti. Þeir eru gjarnan hafðir einangraðir og við sjáum það að þeir eru ekki að fá laun eða önnur starfskjör í neinu samræmi við það sem að hér gildir. Vandinn er hins vegar sá að það er erfitt að sækja þessi mál. Það ræðst meðal annars á því að löggjöfin hér er þannig að skilgreining á mansali er mjög þröng. Opinberir aðilar hafa í raun ekki treyst sér til að fylgja þessum málum eftir áþeim grundvelli,“ segir hann. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Enginn hefur verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi og telur aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ það vera vegna lélegrar löggjafar. Brotum hefur fjölgað á vinnumarkaði síðustu ár í tengslum við aukin umsvif erlendra glæpahópa. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem kom út í lok maí segir að skipulögð brotastarfsemi sé ein alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga á Íslandi. Þar kom fram að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi. Helstu brotaflokkarnir séu fíkniefnasala og innflutningur, smygl á fólki, mansal og vændi, vinnumarkaðsafbrot, peningaþvætti, skattsvik og spilling og svo farandbrotahópar. Halldór Grönvold, aðstoðar framkvæmdastjóri ASÍ, segir niðurstöðu skýrslunnar ekki koma sér á óvart. „Þetta eru hópar sem voru kannski áður fyrst og fremst að einbeita sér að eiturlyfjasölu og vændi hafa núna bætt vinnumansalinu við. Ástæðan er sú að þarna eru miklir fjármunir. Sérstaklega í löndum eins og á Íslandi og hinum norðurlöndunum. Ástæðan er líklega að enn sem komið er eru viðurlögin gangvart þessum brotum allt önnur og vægari heldur en gagnvart hinum brotunum sem ég nefndi. Bara nefna sem dæmi, það hefur enginn verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi,“ segir hann. Í tengslum við gerð kjarasamninga skilgreindi ríkistjórnin 11 aðgerðir sem er ætlað að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Eitt af því er að skoða vinnumansal og hvernig takast eigi á við það. Halldór telur mansal sé algengara en fólk geri sér grein fyrir. „Eðli starfseminnar er þannig að hún er meira og minna neðanjarðar. Þetta er einangruð starfsemi sem er oft erfitt að sjá. Þetta eru oft hópar sem að koma á vegum mafíustarfsemi þarna úti. Þeir eru gjarnan hafðir einangraðir og við sjáum það að þeir eru ekki að fá laun eða önnur starfskjör í neinu samræmi við það sem að hér gildir. Vandinn er hins vegar sá að það er erfitt að sækja þessi mál. Það ræðst meðal annars á því að löggjöfin hér er þannig að skilgreining á mansali er mjög þröng. Opinberir aðilar hafa í raun ekki treyst sér til að fylgja þessum málum eftir áþeim grundvelli,“ segir hann.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira