Lýðháskólinn á Flateyri vill ekki líkjast bóknámsskólum 15. júní 2019 08:15 Hressir nemendur við Lýðháskólann á Flateyri. Eyþór Jóvinson Fyrsta námsári Lýðháskólans á Flateyri lauk nú í vor en skólinn var stofnaður sem svar við eftirspurn á fjölbreyttara námi. Anna Sigríður Sigurðardóttir kennslustjóri segir fyrsta starfsár skólans hafa gengið vonum framar. „Við fórum af stað í eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður þannig að það var í senn tilraunakennt og viðburðaríkt.“ Í skólanum er ekki hefðbundin kennsluskrá en val er um tvær námsbrautir, annars vegar Hafið, fjöllin og þú og hins vegar Hugmyndir, heimurinn og þú. Brautirnar hafa það að leiðarljósi að hafa nemendur í forgrunni en í skólanum eru hvorki gefnar einkunnir né lögð fyrir próf. „Okkar skóli gengur út á að gera og kynnast hlutunum með því að framkvæma þá,“ en Anna lýsir skólastarfinu sem upplifunarnámi. Námskeið í skólanum eru kennd í tveggja vikna lotum en það fyrirkomulag skapar aukin tækifæri til að fá fagaðila og reynslubolta til liðs við skólann.Skólinn leggur mikið upp út samtölum og samvinnu nemenda og kennara.Anna taldi mikinn lærdóm vera fólginn í því að vinna með þeim fjölbreytta nemendahópi sem sótti skólann á síðasta námsári. „Það kom mér mest á óvart hvað við fengum frábæra nemendur og hversu opnir og tilbúnir þeir voru í alls konar verkefni.“ Anna lýsir starfshópi lýðháskólans sem fyrsta flokks og segir það hafa verið dýrmætt að fá fólk sem var tilbúið að fara út í óvissuna. „Við vorum með frábæra kennara sem voru mjög jákvæðir og allir meðvitaðir um að þetta yrði tilraunakennt fyrsta ár.“ En hún tekur fram að nánast allir kennaranna ætli að halda áfram í skólanum næsta vetur. Anna segir fyrsta starfsárið hafa sannað að Flateyri, sem er 160 manna sjávarþorp, sé kjörinn staður fyrir lýðháskóla. „Bærinn tók skólanum ótrúlega vel og Flateyringar eru einstaklega jákvæðir í garð skólans og nemenda hans.“ Þá segir hún að heimamenn hafi verið duglegir að sækja viðburði nemenda og þá sérstaklega þegar haldið var bingókvöld sem stjórnað var af bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Anna vill einnig koma því á framfæri að nemendur hafi verið sammála um að mjög gott væri að búa á Flateyri en í könnun sem gerð var af skólanum hafi enginn merkt við frekar gott eða ekki nógu gott. Sú staðreynd sannast enn fremur á því að átta nemendur ætli að vera áfram í bænum yfir sumarið, ýmist að vinna í sjoppu, sundlaug, við póstburð eða annað. Önnu finnst líklegt að það hafi komið nemendunum sjálfum mest á óvart hvað þeim líkaði sveitasælan vel. „Sum þeirra höfðu varla komið út fyrir Reykjavík og lítið ferðast um landið en svo eru þau komin hingað lengst út í rassgat til að vera yfir veturinn og ekkert að gera.“ En Anna tekur undir að þorpsandinn sé yndislegur á Flateyri og að hana langi ekkert heim eftir árs dvöl. Anna hvetur þá sem til eru í ævintýri og fjölbreytt nám að sækja um inngöngu fyrir næsta ár. „Nemendur mega búast við skemmtilegu námi með úrvals kennurum á dásamlegum stað.“ Hún telur lýðháskóla góðan valkost fyrir þá sem finna sig ekki í hefðbundnu bóknámi. „Við viljum ekki líkjast bóknámsskóla og erum því ekki í neinum samanburði við þá.“ Anna býður þá sem vilja takast á við nýja hluti í bæði námi og lífi velkomna, en umsóknarfrestur við Lýðháskólann á Flateyri rennur út 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Fyrsta námsári Lýðháskólans á Flateyri lauk nú í vor en skólinn var stofnaður sem svar við eftirspurn á fjölbreyttara námi. Anna Sigríður Sigurðardóttir kennslustjóri segir fyrsta starfsár skólans hafa gengið vonum framar. „Við fórum af stað í eitthvað sem hafði aldrei verið gert áður þannig að það var í senn tilraunakennt og viðburðaríkt.“ Í skólanum er ekki hefðbundin kennsluskrá en val er um tvær námsbrautir, annars vegar Hafið, fjöllin og þú og hins vegar Hugmyndir, heimurinn og þú. Brautirnar hafa það að leiðarljósi að hafa nemendur í forgrunni en í skólanum eru hvorki gefnar einkunnir né lögð fyrir próf. „Okkar skóli gengur út á að gera og kynnast hlutunum með því að framkvæma þá,“ en Anna lýsir skólastarfinu sem upplifunarnámi. Námskeið í skólanum eru kennd í tveggja vikna lotum en það fyrirkomulag skapar aukin tækifæri til að fá fagaðila og reynslubolta til liðs við skólann.Skólinn leggur mikið upp út samtölum og samvinnu nemenda og kennara.Anna taldi mikinn lærdóm vera fólginn í því að vinna með þeim fjölbreytta nemendahópi sem sótti skólann á síðasta námsári. „Það kom mér mest á óvart hvað við fengum frábæra nemendur og hversu opnir og tilbúnir þeir voru í alls konar verkefni.“ Anna lýsir starfshópi lýðháskólans sem fyrsta flokks og segir það hafa verið dýrmætt að fá fólk sem var tilbúið að fara út í óvissuna. „Við vorum með frábæra kennara sem voru mjög jákvæðir og allir meðvitaðir um að þetta yrði tilraunakennt fyrsta ár.“ En hún tekur fram að nánast allir kennaranna ætli að halda áfram í skólanum næsta vetur. Anna segir fyrsta starfsárið hafa sannað að Flateyri, sem er 160 manna sjávarþorp, sé kjörinn staður fyrir lýðháskóla. „Bærinn tók skólanum ótrúlega vel og Flateyringar eru einstaklega jákvæðir í garð skólans og nemenda hans.“ Þá segir hún að heimamenn hafi verið duglegir að sækja viðburði nemenda og þá sérstaklega þegar haldið var bingókvöld sem stjórnað var af bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Anna vill einnig koma því á framfæri að nemendur hafi verið sammála um að mjög gott væri að búa á Flateyri en í könnun sem gerð var af skólanum hafi enginn merkt við frekar gott eða ekki nógu gott. Sú staðreynd sannast enn fremur á því að átta nemendur ætli að vera áfram í bænum yfir sumarið, ýmist að vinna í sjoppu, sundlaug, við póstburð eða annað. Önnu finnst líklegt að það hafi komið nemendunum sjálfum mest á óvart hvað þeim líkaði sveitasælan vel. „Sum þeirra höfðu varla komið út fyrir Reykjavík og lítið ferðast um landið en svo eru þau komin hingað lengst út í rassgat til að vera yfir veturinn og ekkert að gera.“ En Anna tekur undir að þorpsandinn sé yndislegur á Flateyri og að hana langi ekkert heim eftir árs dvöl. Anna hvetur þá sem til eru í ævintýri og fjölbreytt nám að sækja um inngöngu fyrir næsta ár. „Nemendur mega búast við skemmtilegu námi með úrvals kennurum á dásamlegum stað.“ Hún telur lýðháskóla góðan valkost fyrir þá sem finna sig ekki í hefðbundnu bóknámi. „Við viljum ekki líkjast bóknámsskóla og erum því ekki í neinum samanburði við þá.“ Anna býður þá sem vilja takast á við nýja hluti í bæði námi og lífi velkomna, en umsóknarfrestur við Lýðháskólann á Flateyri rennur út 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira