Herjólfur kominn heim til Eyja Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 20:39 Nýi Herjólfur er kominn heim. Tryggvi Már, Eyjar.net Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia. Skipið mun þó ekki hefja áætlunarsiglingar á allra næstu dögum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir í samtali við Vísi að starfsmenn tollstjóra muni fara í gegnum skipið skammt frá Heimaey og býst hann við að sú skoðun muni taka einhverjar klukkustundir. „Svo ætlar hann að renna sér renna sér í rampinn um eða upp úr miðnætti, þegar gamli Herjólfur er búinn með dagsverkið. Við ætlum svo að tæma skipið. Það er svo mikið dót í skipinu núna,“ segir Guðbjartur.Að neðan má sjá þegar gamli Herjólfur og sá nýju mættust fyrr í kvöld. Myndband/ÞI Guðbjartur Ellert segir ekki alveg ljóst hvenær Herjólfur mun fara í sína fyrstu áætlunarsiglingu. „Það fer eftir því hvað verið verðum lengi að gera hann rekstrartækan. Það eru leyfismál, sigla á alla rampa – hér í Eyjum, í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn. Draumurinn er þó að hefja siglingar fyrir Orkumótið í fótbolta sem hefst hér í Eyjum 26. júní.“ Eins og alþekkt er þá tafðist afhending Herjólfs nokkuð eftir að pólska skipasmíðastöðin fór fram á viðbótargreiðslu frá Vegagerðinni. Samkomulag náðist þó að lokum milli deiluaðila. Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni.Tryggvi Már, Eyjar.net Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46 Herjólfur á heimleið Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. 9. júní 2019 13:03 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia. Skipið mun þó ekki hefja áætlunarsiglingar á allra næstu dögum. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir í samtali við Vísi að starfsmenn tollstjóra muni fara í gegnum skipið skammt frá Heimaey og býst hann við að sú skoðun muni taka einhverjar klukkustundir. „Svo ætlar hann að renna sér renna sér í rampinn um eða upp úr miðnætti, þegar gamli Herjólfur er búinn með dagsverkið. Við ætlum svo að tæma skipið. Það er svo mikið dót í skipinu núna,“ segir Guðbjartur.Að neðan má sjá þegar gamli Herjólfur og sá nýju mættust fyrr í kvöld. Myndband/ÞI Guðbjartur Ellert segir ekki alveg ljóst hvenær Herjólfur mun fara í sína fyrstu áætlunarsiglingu. „Það fer eftir því hvað verið verðum lengi að gera hann rekstrartækan. Það eru leyfismál, sigla á alla rampa – hér í Eyjum, í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn. Draumurinn er þó að hefja siglingar fyrir Orkumótið í fótbolta sem hefst hér í Eyjum 26. júní.“ Eins og alþekkt er þá tafðist afhending Herjólfs nokkuð eftir að pólska skipasmíðastöðin fór fram á viðbótargreiðslu frá Vegagerðinni. Samkomulag náðist þó að lokum milli deiluaðila. Nýr Herjólfur er rafmagnsferja og mun sigla alfarið fyrir rafmagni milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja þegar frá líður. Settur verður upp búnaður á báðum stöðum til að hlaða ferjuna í landi og með rafmagni.Tryggvi Már, Eyjar.net
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46 Herjólfur á heimleið Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. 9. júní 2019 13:03 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45
Herjólfur afhentur og íslenski fáninn dreginn að húni Von er á nýjum Herjólfi til Vestmannaeyja þann 15. júní og að skipið hefji siglingar milli lands og Eyja um mánaðarmótin. 4. júní 2019 14:46
Herjólfur á heimleið Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey. 9. júní 2019 13:03