Real Madrid heldur áfram að safna liði fyrir næsta tímabil og hefur fengið til sín „einn efnilegasta unga leikmann heims.“
Japanski miðjumaðurinn Takefusa Kubo á að hafa gert fimm ára samning við spænska stórveldið upp á eina milljón evrur á ári. Hann kostaði Real Madrid tvær milljónir evra.
Kubo er átján ára gamall og kemur frá FC Tokyo í japönsku úrvalsdeildinni. Hann mun ganga til liðs við varalið Real Madrid en er hugsaður sem framtíðarleikmaður aðalliðsins.
Á heimasíðu Real er Kubo lýst sem „einum efnilegasta unga leikmanni heims,“ og hann sagður „sóknarsinnaður miðjumaður með framúrskarandi tækni og frábæra sýn á leiknum.“
Kubo er um þessar mundir með japanska landsliðinu á Copa America, en Japan er þar önnur tveggja gestaþjóða á mótinu. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Japan um helgina, 9. júní, í vináttuleik gegn El Salvador.
„Einn efnilegasti leikmaður heims“ búinn að semja við Real

Tengdar fréttir

Real Madrid búið að kaupa leikmenn fyrir 344 milljónir punda og júní er ekki hálfnaður
Real Madrid ætlar ekki að standa uppi titlalaust eftir næsta tímabil ef marka má sumarkaup félagsins.