Krefur BBC um útskýringar vegna brandara um að kasta sýru í stjórnmálafólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2019 08:40 May hefur krafið BBC svara um hvers vegna brandarinn var settur í loftið. Getty/NurPhoto Theresa May, starfandi forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir svörum frá ríkisútvarpi Bretlands, BBC, um hvers vegna brandari sem snerist um að kasta rafgeymasýru í stjórnmálafólk var settur í loftið í einum af útvarpsþáttum stofnunarinnar. BBC segir gesti þátta sinna oft reyna að ögra, en að varast ætti að taka þá alvarlega í öllum tilfellum. Grínistinn og leikkonan Jo Brand var gestur útvarpsþáttarins Heresy á BBC þegar hún lét ummælin falla. Þau komu í kjölfar umræðu um mótmæli sem hafa farið hátt í fjölmiðlum að undanförnu, þar sem mjólkurhristingum hefur verið hent í stjórnmálamenn á hægri væng breskra stjórnmála. Sky News greinir frá þessu. „Ég myndi segja að nokkrir ógeðfelldir einstaklingar [stjórnmálamennirnir sem hafa fengið yfir sig mjólkurhristinga] séu í forgrunni þessa máls. Það er mjög, mjög auðvalt að hata þá og ég er eiginlega að hugsa: „Til hvers að vera að ómaka sig með mjólkurhristingum þegar þú getur náð þér í rafgeymasýru,““ sagði Brand. „Það er bara ég. Ég ætla ekki að gera þetta. Þetta er hrein og klár fantasía. En mér finnst mjólkurhristingar vera aumkunarverðir, mér finnst það í alvöru. Því miður,“ hélt Brand áfram.Ekki eru allir sáttir með grín Jo Brand.Getty/Ollie MillingtonÍhaldsfólk ósátt með ummælin Talsmaður forsætisráðherrans segir May ætíð hafa sagt stjórnmálamenn eiga að geta boðið sig fram án þess að eiga á hættu að vera áreittir, ógnað eða beittir ofbeldi á einhvern hátt. „Það er hlutverk BBC að útskýra hvers vegna þótti viðeigandi að útvarpa þessum ummælum.“ Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, er einn þeirra sem hefur orðið fyrir mjólkurhristingi. Í síðasta mánuði fékk hann yfir sig einn slíkan á kosningafundi í Newcastle. Farage sakar Brand um að ýta undir ofbeldi og segist telja lögregluna þurfa að aðhafast í málinu. BBC ver ummælin Talskona BBC segir Heresy vera gamalgróinn grínþátt og að titill hans, sem á Íslensku myndi útlistast sem „Trúvilla,“ gefi til kynna að gestir þáttarins kunni að vilja ögra hlustendum og fara gegn félagslegum venjum, án þess að allt sem þeir segi sé tekið alvarlega. Coren Mitchell, þáttastjórnandi Heresy, sagðist í lok umrædds þáttar vona að ummæli Brand hafi ekki móðgað neinn en benti á að markmið þáttarins væri að „reyna á þolmörk þess sem má og má ekki segja.“Nigel Farage, hér útataður í mjólkurhristing.Getty/Ian Forsyth Bretland Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Theresa May, starfandi forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir svörum frá ríkisútvarpi Bretlands, BBC, um hvers vegna brandari sem snerist um að kasta rafgeymasýru í stjórnmálafólk var settur í loftið í einum af útvarpsþáttum stofnunarinnar. BBC segir gesti þátta sinna oft reyna að ögra, en að varast ætti að taka þá alvarlega í öllum tilfellum. Grínistinn og leikkonan Jo Brand var gestur útvarpsþáttarins Heresy á BBC þegar hún lét ummælin falla. Þau komu í kjölfar umræðu um mótmæli sem hafa farið hátt í fjölmiðlum að undanförnu, þar sem mjólkurhristingum hefur verið hent í stjórnmálamenn á hægri væng breskra stjórnmála. Sky News greinir frá þessu. „Ég myndi segja að nokkrir ógeðfelldir einstaklingar [stjórnmálamennirnir sem hafa fengið yfir sig mjólkurhristinga] séu í forgrunni þessa máls. Það er mjög, mjög auðvalt að hata þá og ég er eiginlega að hugsa: „Til hvers að vera að ómaka sig með mjólkurhristingum þegar þú getur náð þér í rafgeymasýru,““ sagði Brand. „Það er bara ég. Ég ætla ekki að gera þetta. Þetta er hrein og klár fantasía. En mér finnst mjólkurhristingar vera aumkunarverðir, mér finnst það í alvöru. Því miður,“ hélt Brand áfram.Ekki eru allir sáttir með grín Jo Brand.Getty/Ollie MillingtonÍhaldsfólk ósátt með ummælin Talsmaður forsætisráðherrans segir May ætíð hafa sagt stjórnmálamenn eiga að geta boðið sig fram án þess að eiga á hættu að vera áreittir, ógnað eða beittir ofbeldi á einhvern hátt. „Það er hlutverk BBC að útskýra hvers vegna þótti viðeigandi að útvarpa þessum ummælum.“ Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins, er einn þeirra sem hefur orðið fyrir mjólkurhristingi. Í síðasta mánuði fékk hann yfir sig einn slíkan á kosningafundi í Newcastle. Farage sakar Brand um að ýta undir ofbeldi og segist telja lögregluna þurfa að aðhafast í málinu. BBC ver ummælin Talskona BBC segir Heresy vera gamalgróinn grínþátt og að titill hans, sem á Íslensku myndi útlistast sem „Trúvilla,“ gefi til kynna að gestir þáttarins kunni að vilja ögra hlustendum og fara gegn félagslegum venjum, án þess að allt sem þeir segi sé tekið alvarlega. Coren Mitchell, þáttastjórnandi Heresy, sagðist í lok umrædds þáttar vona að ummæli Brand hafi ekki móðgað neinn en benti á að markmið þáttarins væri að „reyna á þolmörk þess sem má og má ekki segja.“Nigel Farage, hér útataður í mjólkurhristing.Getty/Ian Forsyth
Bretland Tengdar fréttir Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54 Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Mjólkurhristingsárásir á frambjóðendur yst á hægri jaðrinum í Evrópuþingskosningum á Bretlandi undanfarið. 20. maí 2019 14:54
Af hverju kasta mótmælendur mjólkurhristingum í Farage og félaga? Lögreglan í Edinborg í Skotlandi hefur farið fram á það við skyndibitakeðjuna McDonalds að hætta sölu á mjólkurhristingum í borginni á laugardaginn til þess að koma í veg fyrir að stjórnmálamaðurinn Nigel Farage verði aftur fyrir barðinu á mjólkurhristingsárás. 21. maí 2019 21:30