Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 14:01 Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, hefur ekki enn borist svar við fyrirspurn sinni um kostnað vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt. Í skoðanagrein sem Helga Vala birti á Vísi í dag kemur fram að hátt í tólf vikur séu liðnar síðan hún bar fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra á kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fyrrverandi dómsmálaráðherra í embætti Landsréttardómara.Sjá nánar: Af hverju svarar ráðherra ekki?Helga Vala óskaði eftir upplýsingum um allan beinan kostnað ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið, dæmdan málskotnað á öllum dómstigum, dæmdar miska- og skaðabætur og umsamdar bætur. „Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist,“ segir Helga Vala sem grunar að ríkisstjórnin vilji ekki að almenningur fái svarið fyrir þinglok.Sjá nánar: Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum„Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils virði þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.“ Helga Vala segir að eftirlitshlutverk Alþingis sé eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þar starfi þingmenn í umboði þjóðarinnar og því sé það í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða. Í fyrradag samþykkti Alþingi breytingar á upplýsingalögum sem felast meðal annars í því að festa í lög hámarksafgreiðslutíma upplýsingabeiðna.Sjá nánar: Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið. 27. maí 2019 13:35 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Af hverju svarar ráðherra ekki? Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum. 13. júní 2019 12:35 Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Breytingar á upplýsingalögum fela í sér útvíkkun gildissviðs og ríkar kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. 12. júní 2019 14:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, hefur ekki enn borist svar við fyrirspurn sinni um kostnað vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt. Í skoðanagrein sem Helga Vala birti á Vísi í dag kemur fram að hátt í tólf vikur séu liðnar síðan hún bar fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra á kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fyrrverandi dómsmálaráðherra í embætti Landsréttardómara.Sjá nánar: Af hverju svarar ráðherra ekki?Helga Vala óskaði eftir upplýsingum um allan beinan kostnað ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið, dæmdan málskotnað á öllum dómstigum, dæmdar miska- og skaðabætur og umsamdar bætur. „Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist,“ segir Helga Vala sem grunar að ríkisstjórnin vilji ekki að almenningur fái svarið fyrir þinglok.Sjá nánar: Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum„Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils virði þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.“ Helga Vala segir að eftirlitshlutverk Alþingis sé eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þar starfi þingmenn í umboði þjóðarinnar og því sé það í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða. Í fyrradag samþykkti Alþingi breytingar á upplýsingalögum sem felast meðal annars í því að festa í lög hámarksafgreiðslutíma upplýsingabeiðna.Sjá nánar: Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð
Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið. 27. maí 2019 13:35 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Af hverju svarar ráðherra ekki? Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum. 13. júní 2019 12:35 Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Breytingar á upplýsingalögum fela í sér útvíkkun gildissviðs og ríkar kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. 12. júní 2019 14:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið. 27. maí 2019 13:35
Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10
Af hverju svarar ráðherra ekki? Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum. 13. júní 2019 12:35
Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Breytingar á upplýsingalögum fela í sér útvíkkun gildissviðs og ríkar kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. 12. júní 2019 14:05