Eftir fjórtán ára landsliðsferil hefur Lionel Messi, sem af mörgum er talinn besti leikmaður heims síðasta áratuginn, enn ekki unnið titil með Argentínu.
Argentína fer inn í hvert stórmótið á fætur öðru með mikla pressu á herðum sér, enda stjörnur í hverju rúmi í argentínska liðinu. Alltaf hafa þeir farið tómhentir heim síðustu ár.
„Ég verð að standa upp aftur, sama hversu oft ég dett,“ sagði Messi sem stígur á stokk með argentínska landsliðinu á Suður-Ameríkumótinu, Copa America, á næstu dögum.
„Þegar ég legg skóna á hilluna vil ég hafa unnið eitthvað með Argentínu.“
Síðasti titill sem Argentína vann var Suður-Ameríkumótið árið 1993. Síðan þá hefur Argentína farið fimm sinnum í úrslitaleiki, fjóra á Copa America og einn á HM. Messi spilaði í fjórum af þessum, án þess að skora mark.
Fyrsti leikur Argentínu á Copa America er við Kólumbíu á laugardaginn, 15. júní. Stöð 2 Sport sýnir alla leiki mótsins í beinni útsendingu, leikur Argentínu og Kólumbíu hefst klukkan 22:00 á laugardag.
Vill vinna titil með Argentínu áður en hann hættir
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn




Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn



Schumacher orðinn afi
Formúla 1