„Ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 10:25 Kristinn Hrafnsson og Julian Assange. Vísir/EPA Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að Bandaríkjamenn séu með framgöngu sinni gegn Julian Assange að vega að grunngildum blaðamennskunnar og þar með lýðræðisins. Stjórnvöld sendi út þau skilaboð að enginn greinarmunur verði gerður á njósnum annars vegar og blaðamennsku í almannaþágu hins vegar. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, greindi í morgun frá því að hann hefði skrifað undir beiðni um framsal á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir brot á njósnalögum. Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. „Þarna er verið að uppfylla ákveðin formsatriði en að því er virðist verið að gefa út þau skilaboð að innanríkisráðherra ætli sér ekki að blanda sér í þetta mál frekar,“ segir Kristinn sem bætir við að hingað til bendi ekkert til þess að yfirvöld í Bretlandi ætli sér að spyrna við fæti. Javid hefði verið í lófa lagið að hafna framsalsbeiðninni. Bandaríkjamenn sýna á spilin á morgun Framsalsbeiðnin fer fyrir breska dómstóla á morgun en það kemur til kasta dómstóla að skera endanlega úr um það hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. „Fyrsti alvöru réttardagurinn er á morgun um hádegisbil í Bretlandi þar sem Bandaríkjamenn leggja fram skjöl og upplýsingar til að styðja við framsalskröfu sína,“ segir Kristinn sem bætir við að þá sjáist betur á spilin. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni var hann staddur í Túnis á þingi Alþjóðasambands blaðamanna. Hann segir að fyrir liggi tillaga um að lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála. Kristinn bendir á að ferlið sem er að fara í hönd gæti orðið langt og strangt. Langur tími gæti liðið þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir um mögulegt framsal. Sviptingar á vettvangi breskra stjórnmála gætu jafnvel haft áhrif á málið. Hann segir að WikiLeaks teymið hafa í auknum mæli fundið fyrir stuðningi. Þeir sem kynna sér málið til hlítar átti sig á ranglætinu og alvarleika málsins fyrir frjálsa fjölmiðlun. Kristinn segir að málið snúist hvorki um einstaklinga né neinn tiltekinn fjölmiðil. Framganga Bandaríkjanna sé árás á grunngildi blaðamennskunnar. „Þetta er ákæra á blaðamennsku sem hefur verið stunduð frjáls í okkar heimshluta að miklu leyti fram til þessa og nú er bara orðin breyting þar á.“ Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að Bandaríkjamenn séu með framgöngu sinni gegn Julian Assange að vega að grunngildum blaðamennskunnar og þar með lýðræðisins. Stjórnvöld sendi út þau skilaboð að enginn greinarmunur verði gerður á njósnum annars vegar og blaðamennsku í almannaþágu hins vegar. Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, greindi í morgun frá því að hann hefði skrifað undir beiðni um framsal á Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir brot á njósnalögum. Kristinn segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki komið honum á óvart að innanríkisráðherrann hefði skrifað undir framsalsbeiðnina. Í gangi sé „ekkert annað en yfirgripsmikil og alvarleg þöggun“. „Þarna er verið að uppfylla ákveðin formsatriði en að því er virðist verið að gefa út þau skilaboð að innanríkisráðherra ætli sér ekki að blanda sér í þetta mál frekar,“ segir Kristinn sem bætir við að hingað til bendi ekkert til þess að yfirvöld í Bretlandi ætli sér að spyrna við fæti. Javid hefði verið í lófa lagið að hafna framsalsbeiðninni. Bandaríkjamenn sýna á spilin á morgun Framsalsbeiðnin fer fyrir breska dómstóla á morgun en það kemur til kasta dómstóla að skera endanlega úr um það hvort Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. „Fyrsti alvöru réttardagurinn er á morgun um hádegisbil í Bretlandi þar sem Bandaríkjamenn leggja fram skjöl og upplýsingar til að styðja við framsalskröfu sína,“ segir Kristinn sem bætir við að þá sjáist betur á spilin. Þegar fréttastofa náði tali af Kristni var hann staddur í Túnis á þingi Alþjóðasambands blaðamanna. Hann segir að fyrir liggi tillaga um að lýsa yfir áhyggjum af stöðu mála. Kristinn bendir á að ferlið sem er að fara í hönd gæti orðið langt og strangt. Langur tími gæti liðið þar til endanleg ákvörðun liggur fyrir um mögulegt framsal. Sviptingar á vettvangi breskra stjórnmála gætu jafnvel haft áhrif á málið. Hann segir að WikiLeaks teymið hafa í auknum mæli fundið fyrir stuðningi. Þeir sem kynna sér málið til hlítar átti sig á ranglætinu og alvarleika málsins fyrir frjálsa fjölmiðlun. Kristinn segir að málið snúist hvorki um einstaklinga né neinn tiltekinn fjölmiðil. Framganga Bandaríkjanna sé árás á grunngildi blaðamennskunnar. „Þetta er ákæra á blaðamennsku sem hefur verið stunduð frjáls í okkar heimshluta að miklu leyti fram til þessa og nú er bara orðin breyting þar á.“
Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33 Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30 Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03
Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin. 8. júní 2019 13:33
Undirbúin ef FBI hefur samband vegna Wikileaks Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður, segir að svo virðist sem erlend yfirvöld geti komið hingað til lands óhindrað og fært íslenska þegna í skýrslutöku vegna rannsóknar mála. 9. júní 2019 18:30
Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum. 7. júní 2019 18:30