Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 08:51 Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Vísir/ap Mótmælendur fundu sig knúna til að hafa sig á brott í gærkvöldi vegna framgöngu óeirðarlögreglu en mannréttindasamtök hafa sakað lögregluna um óhóflegt harðræði. Mótmælendur voru afar skelkaðir en rúmlega sjötíu manns særðust í hörðum átökum. Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Óeirðarlögregla var send á vettvang mótmælanna og hún brást við með táragasi, piparúða, háþrýstidælum og gúmmíkúlum í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur mótmælin. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fordæma aðgerðirnar lögreglu og saka hana um að hafa gengið fram með óhóflegri hörku sem væri í engu samræmi við tilefnið. Rúmlega sjötíu manns særðust í átökunum þar af liggja tveir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Tuttugu og einn lögreglumaður særðist en níu voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.Óeirðarlögreglan notaði háþrýstidælur, táragas, piparúða og gúmmíkúlur til að brjóta mótmælin á bak aftur.Vísir/apSakar mótmælendur um „skipulagðar óeirðir“ Stjórnvöld fundu sig knúin til að loka nokkrum skrifstofum hins opinbera í fjármálahverfi borgarinnar vegna mótmælanna. Carrie Lam, æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, sagði í gærkvöldi að mótmælin væru ekkert annað en „skipulagðar óeirðir.“ Slíkt væri óásættanlegt í siðmenntuðum samfélögum. Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum. Andstæðingar laganna saka Carrie Lam um að hafa svikið íbúa Hong Kong. Lam komst við í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi og hafnaði ásökunum alfarið. „Ég ólst upp á meðal íbúa Hong Kong. Ást mín til borgarinnar hefur orðið til þess að ég hef þurft að færa miklar fórnir í hennar þágu.“ Þrátt fyrir að mikil óánægja ríki með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að þingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum.Vísir/ap Hong Kong Tengdar fréttir Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira
Mótmælendur fundu sig knúna til að hafa sig á brott í gærkvöldi vegna framgöngu óeirðarlögreglu en mannréttindasamtök hafa sakað lögregluna um óhóflegt harðræði. Mótmælendur voru afar skelkaðir en rúmlega sjötíu manns særðust í hörðum átökum. Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Óeirðarlögregla var send á vettvang mótmælanna og hún brást við með táragasi, piparúða, háþrýstidælum og gúmmíkúlum í þeim tilgangi að brjóta á bak aftur mótmælin. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch fordæma aðgerðirnar lögreglu og saka hana um að hafa gengið fram með óhóflegri hörku sem væri í engu samræmi við tilefnið. Rúmlega sjötíu manns særðust í átökunum þar af liggja tveir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Tuttugu og einn lögreglumaður særðist en níu voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.Óeirðarlögreglan notaði háþrýstidælur, táragas, piparúða og gúmmíkúlur til að brjóta mótmælin á bak aftur.Vísir/apSakar mótmælendur um „skipulagðar óeirðir“ Stjórnvöld fundu sig knúin til að loka nokkrum skrifstofum hins opinbera í fjármálahverfi borgarinnar vegna mótmælanna. Carrie Lam, æðsti embættismaður sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, sagði í gærkvöldi að mótmælin væru ekkert annað en „skipulagðar óeirðir.“ Slíkt væri óásættanlegt í siðmenntuðum samfélögum. Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum. Andstæðingar laganna saka Carrie Lam um að hafa svikið íbúa Hong Kong. Lam komst við í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi og hafnaði ásökunum alfarið. „Ég ólst upp á meðal íbúa Hong Kong. Ást mín til borgarinnar hefur orðið til þess að ég hef þurft að færa miklar fórnir í hennar þágu.“ Þrátt fyrir að mikil óánægja ríki með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að þingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.Mótmælendur eru hræddir um að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu og hafa látið í ljós áhyggjur sínar af gerræðislegu réttarfari í Kína, þvinguðum játningum og pyntingum og vilja að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum.Vísir/ap
Hong Kong Tengdar fréttir Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira
Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. 12. júní 2019 08:54
Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16
Umdeildu lagafrumvarpi mótmælt í Hong Kong Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 12. júní 2019 16:34