Borgari nefndur eftir Stefáni Karli kynntur á Hamborgarafabrikkunni Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júní 2019 07:15 Jóhannes Ásbjörnsson, eigandi Fabrikkunnar, ásamt Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, eiginkonu Stefáns Karls. Hamborgarafabrikkan ásamt Stefáni Karli og snjallbýli hans, Sprettu, hófu vinnslu á skemmtilegu og áhugaverðu verkefni fyrir tæplega ári. Stefán kvaddi allt of ungur, en nú hefur hamborgari nefndur eftir honum loksins verið opinberaður og er fáanlegur á öllum stöðum Hamborgarafabrikkunnar. Kokkateymi veitingastaðarins, undir forystu Eyþórs Rúnarssonar, hófst handa með þeim Steinunni Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur hjá Sprettu við að þróa borgarann. Verkefnið lagðist í dvala þegar ljóst varð að Stefán var orðinn alvarlega veikur, en ári síðar komu Steinunn og Soffía til Fabrikkunnar og vildu klára verkefnið að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eiganda Hamborgarafabrikkunnar. „Fegurðin í þessu kvöldi var sú að þetta voru fyrst og fremst fjölskylda og vinir Steinunnar og Stefáns,“ segir Jóhannes. „Steinunn sá alfarið um að bjóða á viðburðinn. Um 60-70 manns mættu á svæðið og voru allir gestir einróma um að þarna væri um einn allra besta borgarann á matseðli staðarins að ræða,“ bætir hann við. „Jakob Frímann hélt ræðu við tilefnið líkt og hans er von og vísa. Það gladdi mig svo mikið í dag að hann hafði samband og sagði að það mætti hafa eftir honum að sér þætti borgarinn afar glaður í bragði, rétt eins og sá sem hann er kenndur við. Mér fannst það alveg frábær lýsing á borgaranum.“ Stefán Karl er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Hann er með ferskum sprettum, döðlu-lauk-chutney sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Hann er svo borinn fram í nýrri tegund af Fabrikkubrauði og með stökkum frönskum. „Stebbi missti aldrei húmorinn og grínaðist fram á síðustu stundu. Það var hans hugmynd að kalla borgarann Síðustu kvöldmáltíðina og okkur fannst í hans anda að halda því nafni,“ sagði Steinunn Ólína við tilefnið. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Hamborgarafabrikkan ásamt Stefáni Karli og snjallbýli hans, Sprettu, hófu vinnslu á skemmtilegu og áhugaverðu verkefni fyrir tæplega ári. Stefán kvaddi allt of ungur, en nú hefur hamborgari nefndur eftir honum loksins verið opinberaður og er fáanlegur á öllum stöðum Hamborgarafabrikkunnar. Kokkateymi veitingastaðarins, undir forystu Eyþórs Rúnarssonar, hófst handa með þeim Steinunni Ólínu og Soffíu Steingrímsdóttur hjá Sprettu við að þróa borgarann. Verkefnið lagðist í dvala þegar ljóst varð að Stefán var orðinn alvarlega veikur, en ári síðar komu Steinunn og Soffía til Fabrikkunnar og vildu klára verkefnið að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, eiganda Hamborgarafabrikkunnar. „Fegurðin í þessu kvöldi var sú að þetta voru fyrst og fremst fjölskylda og vinir Steinunnar og Stefáns,“ segir Jóhannes. „Steinunn sá alfarið um að bjóða á viðburðinn. Um 60-70 manns mættu á svæðið og voru allir gestir einróma um að þarna væri um einn allra besta borgarann á matseðli staðarins að ræða,“ bætir hann við. „Jakob Frímann hélt ræðu við tilefnið líkt og hans er von og vísa. Það gladdi mig svo mikið í dag að hann hafði samband og sagði að það mætti hafa eftir honum að sér þætti borgarinn afar glaður í bragði, rétt eins og sá sem hann er kenndur við. Mér fannst það alveg frábær lýsing á borgaranum.“ Stefán Karl er djúpsteiktur kjúklingaborgari úr lærakjöti í nachos raspi. Hann er með ferskum sprettum, döðlu-lauk-chutney sprettumæjói og pikkluðum gulrótarstrimlum. Hann er svo borinn fram í nýrri tegund af Fabrikkubrauði og með stökkum frönskum. „Stebbi missti aldrei húmorinn og grínaðist fram á síðustu stundu. Það var hans hugmynd að kalla borgarann Síðustu kvöldmáltíðina og okkur fannst í hans anda að halda því nafni,“ sagði Steinunn Ólína við tilefnið.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira