Segir Þjóðverja geta lært af Íslendingum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2019 19:15 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Flugvél Þýskalandsforseta lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan níu í morgun og þaðan héldu forsetahjónin fylktu liði beint til Bessastaða þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Elísa Reid, forsetafrú og ráðamenn þjóðarinnar tóku á móti þeim með mikilli viðhöfn. Opinber heimsókn forseta Þýskalands hófst með móttöku á Bessastöðum klukkan korter yfir tíu í morgun. Fyrst funduðu forsetarnir tveir saman en svo ræddu þeir við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þar báru á góma meðal annars efnahagsmál ríkjanna, stjórnmál og varnarmál og framtíðar áskoranir. Að því loknu ræddu svo forsetarnir við blaðamenn þar sem þeir sögðu samband og samskipti landanna heilbrigt sem og að samlegðar áhrif væru á mörgum sviðum eins og áhyggjum á hnattrænni hlýnun jarðar.Foseti Þýskalands fundaði með ráðamönnum á Bessastöðum í dagVísir/Jóhann KÍsland áreiðanlegur félagi "Ísland hefur verið og er enn áreiðanlegur félagi Þýskalands á alþjóðavettvangi. Það hefur komið fram að bæði ríkin deila mati sínu á nauðsyn þess að viðhalda skipan heimsmálanna og að marghliða samvinna sé mikilvæg,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands á blaðamannafundinum. Forsetinn sagði Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Í Þýskalandi sé verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. Forseti Þýskalands var spurður um hvernig honum á strendur hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað Íslands sagði hann að áríðandi fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. Í dag opnaði forsetinn formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Á morgun munu forsetarnir og fylgdarlið fræðast um jarðhitanýtingu á Hellisheiði auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Að því loknu verður svo siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði. Heimsókninni líkur á föstudag. Forseti Íslands Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands og eiginkona hans Elke Büdenbender komu í dag, ásamt fylgdarliði, í opinbera heimsókn hingað til lands. Forsetinn segir Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Flugvél Þýskalandsforseta lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan níu í morgun og þaðan héldu forsetahjónin fylktu liði beint til Bessastaða þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Elísa Reid, forsetafrú og ráðamenn þjóðarinnar tóku á móti þeim með mikilli viðhöfn. Opinber heimsókn forseta Þýskalands hófst með móttöku á Bessastöðum klukkan korter yfir tíu í morgun. Fyrst funduðu forsetarnir tveir saman en svo ræddu þeir við ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þar báru á góma meðal annars efnahagsmál ríkjanna, stjórnmál og varnarmál og framtíðar áskoranir. Að því loknu ræddu svo forsetarnir við blaðamenn þar sem þeir sögðu samband og samskipti landanna heilbrigt sem og að samlegðar áhrif væru á mörgum sviðum eins og áhyggjum á hnattrænni hlýnun jarðar.Foseti Þýskalands fundaði með ráðamönnum á Bessastöðum í dagVísir/Jóhann KÍsland áreiðanlegur félagi "Ísland hefur verið og er enn áreiðanlegur félagi Þýskalands á alþjóðavettvangi. Það hefur komið fram að bæði ríkin deila mati sínu á nauðsyn þess að viðhalda skipan heimsmálanna og að marghliða samvinna sé mikilvæg,“ sagði Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands á blaðamannafundinum. Forsetinn sagði Þjóðverja geta lært margt af Íslendingum í loftslagsmálum ekki síst í því hve hröð orkuskiptin eru að verða á Íslandi. Í Þýskalandi sé verið að leitast við að gera þetta en það gengur hægar. Forseti Þýskalands var spurður um hvernig honum á strendur hugnaðist uppgangur þjóðernispopúlískra afla í Evrópu, og hvort hann teldi að slíkt gæti ratað Íslands sagði hann að áríðandi fyrir þjóðir heimsins að hafa sterka demókratíska flokka til að berjast gegn þessari þróun. Í dag opnaði forsetinn formlega sýningu í Árbæjarsafni til minningar um Þjóðverja sem fluttu búferlum til Íslands á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Á morgun munu forsetarnir og fylgdarlið fræðast um jarðhitanýtingu á Hellisheiði auk þess sem þau skoða eldgosasýninguna á Hvolsvelli. Þaðan er farið að rótum Sólheimajökuls þar sem sjá má glöggt dæmi um hversu hratt jöklar landsins hafa hopað síðustu áratugina. Að því loknu verður svo siglt til Vestmannaeyja þar sem forsetahjónin heimsækja nokkra staði. Heimsókninni líkur á föstudag.
Forseti Íslands Utanríkismál Þýskaland Tengdar fréttir Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Forsetahjónin frá Þýskalandi í rjómablíðu á Bessastöðum Frank-Walter Steinmeier er mættur hingað til lands ásamt Elke Büdenbender og fylgdarliði. 12. júní 2019 11:29