Allt eftirlit hert vegna veiðiþjófa við Elliðaár Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. júní 2019 06:15 Spígsporað með veiðistöng á brúnni við Geirsnef. Mynd/Ólafur Jóhannsson „Þetta er venju fremur mikið núna,“ segir Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um öldu veiðiþjófnaðar í ánum. Stangaveiðifélagsmenn hafa undanfarna daga ráðið ráðum sínum vegna þessarar veiðiþjófnaðarbylgju í Elliðaánum og í hádeginu í gær var ákveðið að herða eftirlit. „Það felst í því að eftirlitsferðum með ánum verður fjölgað og lögregla kölluð til þegar upp kemst um ólöglegt athæfi. Þá verða öll veiðibrot – hverju nafni sem þau nefnast – kærð til lögreglu,“ segir í tilkynningu sem Ólafur sendi frá sér. Á síðustu dögum hefur meðal annars sést til veiðiþjófa í Höfuðhyl, efsta veiðistað Elliðaáa, og í Sjávarfossi, einum neðsta og langgjöfulasta veiðistað árinnar. Í gær voru menn síðan við veiðar neðan árinnar sjálfrar; á göngubrúnni yst á Geirsnefi. „Það er bannað að veiða lax í sjó og það er einfaldlega brot á landslögum,“ undirstrikar Ólafur. Að sögn Ólafs reyna veiðiþjófarnir helst fyrir sér þar sem vegur liggur nálægt ánum. „Þá stökkva menn út og gera einhvern usla og geta verið fljótir að forða sér,“ segir hann. Veiðiþjófarnir noti iðulega tól sem eru ekki leyfð við veiðar í Elliðaánum. „Menn eru ekki að fylgja veiðireglum. Við höfum verið að taka stóra spúna og alls konar dót þegar verið er að hreinsa árnar.“ Í Facebook-hópi um Elliðaárnar hafa sumir stungið upp á því að þeir sem verða varir við veiðiþjófa framkvæmi borgaralega handtöku og hirði veiðistangir þjófanna og jafnvel brjóti þær. Aðspurður kveðst Ólafur ekki mæla með slíku. „Ég ætla ekki að biðja neinn að leggja í einhverja harðsvíraða náunga sem virða fólk kannski ekki mikils,“ segir hann. Verði mann varir við eitthvað misjafnt séu þeir beðnir að hafa samband við veiðiverði. Ólafur segir að nú verði eftirlitsferðum með ánum fjölgað. Megi eiga von á þeim á hvaða tíma sem er. „Aukin harka felst í því að nú verður hvert veiðibrot sem upp kemst kært til lögreglunnar,“ segir hann. Stangaveiðifélagið muni taka málið upp við lögregluna. „Það verður óskað eftir því að lögreglan sinni þessum útköllum hraðar og betur en gert hefur verið. Við ætlum að kæra hvert einstakt tilvik til lögreglunnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stangveiði Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira
„Þetta er venju fremur mikið núna,“ segir Ólafur E. Jóhannsson, formaður Elliðaárnefndar Stangaveiðifélags Reykjavíkur, um öldu veiðiþjófnaðar í ánum. Stangaveiðifélagsmenn hafa undanfarna daga ráðið ráðum sínum vegna þessarar veiðiþjófnaðarbylgju í Elliðaánum og í hádeginu í gær var ákveðið að herða eftirlit. „Það felst í því að eftirlitsferðum með ánum verður fjölgað og lögregla kölluð til þegar upp kemst um ólöglegt athæfi. Þá verða öll veiðibrot – hverju nafni sem þau nefnast – kærð til lögreglu,“ segir í tilkynningu sem Ólafur sendi frá sér. Á síðustu dögum hefur meðal annars sést til veiðiþjófa í Höfuðhyl, efsta veiðistað Elliðaáa, og í Sjávarfossi, einum neðsta og langgjöfulasta veiðistað árinnar. Í gær voru menn síðan við veiðar neðan árinnar sjálfrar; á göngubrúnni yst á Geirsnefi. „Það er bannað að veiða lax í sjó og það er einfaldlega brot á landslögum,“ undirstrikar Ólafur. Að sögn Ólafs reyna veiðiþjófarnir helst fyrir sér þar sem vegur liggur nálægt ánum. „Þá stökkva menn út og gera einhvern usla og geta verið fljótir að forða sér,“ segir hann. Veiðiþjófarnir noti iðulega tól sem eru ekki leyfð við veiðar í Elliðaánum. „Menn eru ekki að fylgja veiðireglum. Við höfum verið að taka stóra spúna og alls konar dót þegar verið er að hreinsa árnar.“ Í Facebook-hópi um Elliðaárnar hafa sumir stungið upp á því að þeir sem verða varir við veiðiþjófa framkvæmi borgaralega handtöku og hirði veiðistangir þjófanna og jafnvel brjóti þær. Aðspurður kveðst Ólafur ekki mæla með slíku. „Ég ætla ekki að biðja neinn að leggja í einhverja harðsvíraða náunga sem virða fólk kannski ekki mikils,“ segir hann. Verði mann varir við eitthvað misjafnt séu þeir beðnir að hafa samband við veiðiverði. Ólafur segir að nú verði eftirlitsferðum með ánum fjölgað. Megi eiga von á þeim á hvaða tíma sem er. „Aukin harka felst í því að nú verður hvert veiðibrot sem upp kemst kært til lögreglunnar,“ segir hann. Stangaveiðifélagið muni taka málið upp við lögregluna. „Það verður óskað eftir því að lögreglan sinni þessum útköllum hraðar og betur en gert hefur verið. Við ætlum að kæra hvert einstakt tilvik til lögreglunnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Stangveiði Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Sjá meira