Rjómablíða á Skjaldborg Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 12. júní 2019 08:15 Á sunnudeginum fóru gestir hátíðarinnar í skrúðgöngu. Mynd/Hrund Atladóttir Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í þrettánda sinn nú um hvítasunnuhelgina. Í lok hátíðarinnar voru veitt áhorfendaverðlaunin Einarinn, en þau hafa verið veitt frá upphafi, og dómnefndarverðlaunin Ljóskastarinn sem veitt voru í fyrsta sinn árið 2017. Í ár hlaut heimildarmyndin Vasúlka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur Einarinn. Hún fjallar um myndbandsverkalistafólkið og frumkvöðlana Steinu og Woody Vasúlka. Komin á áttræðisaldur og í fjárkröggum voru þau fyrir tilviljun enduruppgötvuð af listaheiminum sem þau töldu sig aldrei hluta af og skutust aftur upp á stjörnuhimininn. Vasúlka áhrifin var kynnt sem verk í vinnslu árið 2017 og komu Vasúlka-hjónin jafnframt á hátíðina það ár sem heiðursgestir. Heimildarmyndin Í sambandi eftir Pawel Ziemilski hlaut dómnefndarverðlaunin, Ljóskastarann, en hún fjallar um pólska íbúa á Íslandi og hvernig þeir halda tengslum við sína nánustu. Dómnefndina skipuðu Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og einn stofnenda hátíðarinnar, Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónskáld, og Anna Þóra Steinþórsdóttir, leikstjóri og tvöfaldur sigurvegari á Skjaldborg 2018. Kvenfélag bæjarins bauð upp á plokkfisk á laugardeginum og herlegheitin enduðu svo með alvöru sveitaballi með hljómsveitinni Björtum sveiflum á sunnudeginum. Helga Rakel Rafnsdóttir, einn stjórnanda hátíðarinnar, segir hátíðina hafa heppast einstaklega vel og að veðurblíðan hafi alls ekki ekki skemmt fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Vesturbyggð Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í þrettánda sinn nú um hvítasunnuhelgina. Í lok hátíðarinnar voru veitt áhorfendaverðlaunin Einarinn, en þau hafa verið veitt frá upphafi, og dómnefndarverðlaunin Ljóskastarinn sem veitt voru í fyrsta sinn árið 2017. Í ár hlaut heimildarmyndin Vasúlka áhrifin eftir Hrafnhildi Gunnarsdóttur Einarinn. Hún fjallar um myndbandsverkalistafólkið og frumkvöðlana Steinu og Woody Vasúlka. Komin á áttræðisaldur og í fjárkröggum voru þau fyrir tilviljun enduruppgötvuð af listaheiminum sem þau töldu sig aldrei hluta af og skutust aftur upp á stjörnuhimininn. Vasúlka áhrifin var kynnt sem verk í vinnslu árið 2017 og komu Vasúlka-hjónin jafnframt á hátíðina það ár sem heiðursgestir. Heimildarmyndin Í sambandi eftir Pawel Ziemilski hlaut dómnefndarverðlaunin, Ljóskastarann, en hún fjallar um pólska íbúa á Íslandi og hvernig þeir halda tengslum við sína nánustu. Dómnefndina skipuðu Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri og einn stofnenda hátíðarinnar, Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og tónskáld, og Anna Þóra Steinþórsdóttir, leikstjóri og tvöfaldur sigurvegari á Skjaldborg 2018. Kvenfélag bæjarins bauð upp á plokkfisk á laugardeginum og herlegheitin enduðu svo með alvöru sveitaballi með hljómsveitinni Björtum sveiflum á sunnudeginum. Helga Rakel Rafnsdóttir, einn stjórnanda hátíðarinnar, segir hátíðina hafa heppast einstaklega vel og að veðurblíðan hafi alls ekki ekki skemmt fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Vesturbyggð Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira