Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 21:35 Dæmi um falsaða frétt sem notuð er til að gabba fólk til að greiða svikahröppum peninga. Vísir/EPA Yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna falsauglýsingar á samfélagsmiðlum til að hjálpa til við að uppræta þær. Augljóst sé að svikahrappar sem standa að auglýsingunum hafi fylgst vel með löndum sem þeir herja á. Töluvert hefur borið á falsauglýsingum á samfélagsmiðlum eins og Facebook fyrir undraleiðir til að ná skjótum gróða. Andlit þekktra íslenskra athafnamanna hafa verið misnotuð í auglýsingum sem þessum. Í sumum tilfellum eru auglýsingarnar látnar líta út eins og fréttir íslenskra fjölmiðla eins og Vísis. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Daði Gunnarsson, yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að mikilvægt væri að fólk læsi vel auglýsingarnar ef það smellti á þær. Oft væru þær augljóslega þýddar með sjálfvirkum þýðingarvélum eins og Google Translate. Þannig væri algengt að einstaka orð væru ekki einu sinni þýdd heldur stæðu á ensku. Ráðlagði Daði fólki að tilkynna auglýsingar af þessu tagi sem svik í hvert skipti sem þær sjáist. „Hver einasta tilkynning gildir. Við biðlum til fólks að tilkynna þær og aðstoða okkur þá við að losna við þetta,“ sagði hann. Erfitt getur þó reynst að koma lögum yfir svikahrappana. Daði segir að oft stofni þeir fyrirtæki á einum stað en peningarnar sem þeir hafa af fólki fari annað. Þá færi þeir peningana ört til að gera löggæsluyfirvöldum erfiðara fyrir að rekja slóðina. Svikahrapparnir séu atvinnumenn í sínu fagi. Augljóst sé að þeir fylgist með því sem er að gerast í löndunum sem þeir herja á hverju sinni. Oft tengist Ísland Norðurlöndunum í svikamálum sem þessu. Þannig verði löndin fyrir barðinu á sömu svikaherferðunum á sama tíma. Facebook Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
Yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna falsauglýsingar á samfélagsmiðlum til að hjálpa til við að uppræta þær. Augljóst sé að svikahrappar sem standa að auglýsingunum hafi fylgst vel með löndum sem þeir herja á. Töluvert hefur borið á falsauglýsingum á samfélagsmiðlum eins og Facebook fyrir undraleiðir til að ná skjótum gróða. Andlit þekktra íslenskra athafnamanna hafa verið misnotuð í auglýsingum sem þessum. Í sumum tilfellum eru auglýsingarnar látnar líta út eins og fréttir íslenskra fjölmiðla eins og Vísis. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Daði Gunnarsson, yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að mikilvægt væri að fólk læsi vel auglýsingarnar ef það smellti á þær. Oft væru þær augljóslega þýddar með sjálfvirkum þýðingarvélum eins og Google Translate. Þannig væri algengt að einstaka orð væru ekki einu sinni þýdd heldur stæðu á ensku. Ráðlagði Daði fólki að tilkynna auglýsingar af þessu tagi sem svik í hvert skipti sem þær sjáist. „Hver einasta tilkynning gildir. Við biðlum til fólks að tilkynna þær og aðstoða okkur þá við að losna við þetta,“ sagði hann. Erfitt getur þó reynst að koma lögum yfir svikahrappana. Daði segir að oft stofni þeir fyrirtæki á einum stað en peningarnar sem þeir hafa af fólki fari annað. Þá færi þeir peningana ört til að gera löggæsluyfirvöldum erfiðara fyrir að rekja slóðina. Svikahrapparnir séu atvinnumenn í sínu fagi. Augljóst sé að þeir fylgist með því sem er að gerast í löndunum sem þeir herja á hverju sinni. Oft tengist Ísland Norðurlöndunum í svikamálum sem þessu. Þannig verði löndin fyrir barðinu á sömu svikaherferðunum á sama tíma.
Facebook Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00