Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2019 20:58 Ragnar fagnar öðru marka sinna í kvöld. vísir/getty Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. Raggi var frábær sem og allt liðið í kvöld. Ef sólin hefði ekki verið að þvælast fyrir þá hefði miðvörðurinn líklega skorað þrennu. Það var ekki veikan blett að finna í leik íslenska liðsins í kvöld sem sýndi að teitið er ekkert að klárast strax. Geggjuð frammistaða.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Stóð fyrir sínu venju samkvæmt. Varði það sem hann átti að taka og var skynsamur í sínum aðgerðum.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður - 7 Mjög traustur og virkar nokkuð tilbúinn í byrjunarliðshlutverk. Lét þó lítil til sín taka fram á við.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 9 Gjörsamlega geggjaður. Tvö frábær mörk og var ekki fjarri miðvarðarþrennu. Át þess utan allt í vörninni. Maður leiksins.Kári Árnason, miðvörður - 8 Kári og Raggi eru bara eins og Halli og Laddi. Einstök tvenna sem nær ákaflega vel saman. Enn einn flotti leikurinn hjá Kára.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Aftur mjög traustur, tók enga sénsa og gerði sitt. Rétt eins og Hjörtur lítið að fara fram.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 8 Átti víst að vera meiddur en lék stórkostlega. Alltaf að búa til og síógnandi. Mikill kraftur í Jóa sem var gaman að sjá.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Meiri orka í Aroni en oft áður og virðist njóta sín vel á miðjunni með Emil. Báðir virkilega góðir og ná vel saman.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 8 Emil var frábær á miðjunni eins og búast mátti við. Virkilega gott jafnvægi á íslenska liðinu með hann og Aron í vélarrýminu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Í litlu leikformi en gefur allt sem hann á. Spilaði skynsamlega og komst í fínar stöður. Má vera sáttur með sitt.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmaður - 9 Giftingargalsi í Gylfa sem hljóp eins og naut um allt. Gæðin láku af honum í öllu sem fyrr. Ómetanlegur.Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður - 8 Spilaði síðast 16. febrúar. Var ótrúlegur og gaf liðinu svo mikið. Djöflaðist út um allt, dró menn til sín og bjó til pláss fyrir aðra. Unaður að sjá hann aftur á toppnum.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn fyrir Jón Daða á 64. mín) 6 Ekki jafn beittur og í síðasta leik en gott að hann sé að fá mínútur.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Ara Frey á 69. mínútu) 6 Bætti litlu við en gaf ekki færi á sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn fyrir Jóhann Berg á 80. mínútu) - EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. Raggi var frábær sem og allt liðið í kvöld. Ef sólin hefði ekki verið að þvælast fyrir þá hefði miðvörðurinn líklega skorað þrennu. Það var ekki veikan blett að finna í leik íslenska liðsins í kvöld sem sýndi að teitið er ekkert að klárast strax. Geggjuð frammistaða.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Stóð fyrir sínu venju samkvæmt. Varði það sem hann átti að taka og var skynsamur í sínum aðgerðum.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður - 7 Mjög traustur og virkar nokkuð tilbúinn í byrjunarliðshlutverk. Lét þó lítil til sín taka fram á við.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 9 Gjörsamlega geggjaður. Tvö frábær mörk og var ekki fjarri miðvarðarþrennu. Át þess utan allt í vörninni. Maður leiksins.Kári Árnason, miðvörður - 8 Kári og Raggi eru bara eins og Halli og Laddi. Einstök tvenna sem nær ákaflega vel saman. Enn einn flotti leikurinn hjá Kára.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Aftur mjög traustur, tók enga sénsa og gerði sitt. Rétt eins og Hjörtur lítið að fara fram.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 8 Átti víst að vera meiddur en lék stórkostlega. Alltaf að búa til og síógnandi. Mikill kraftur í Jóa sem var gaman að sjá.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Meiri orka í Aroni en oft áður og virðist njóta sín vel á miðjunni með Emil. Báðir virkilega góðir og ná vel saman.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 8 Emil var frábær á miðjunni eins og búast mátti við. Virkilega gott jafnvægi á íslenska liðinu með hann og Aron í vélarrýminu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Í litlu leikformi en gefur allt sem hann á. Spilaði skynsamlega og komst í fínar stöður. Má vera sáttur með sitt.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmaður - 9 Giftingargalsi í Gylfa sem hljóp eins og naut um allt. Gæðin láku af honum í öllu sem fyrr. Ómetanlegur.Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður - 8 Spilaði síðast 16. febrúar. Var ótrúlegur og gaf liðinu svo mikið. Djöflaðist út um allt, dró menn til sín og bjó til pláss fyrir aðra. Unaður að sjá hann aftur á toppnum.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn fyrir Jón Daða á 64. mín) 6 Ekki jafn beittur og í síðasta leik en gott að hann sé að fá mínútur.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Ara Frey á 69. mínútu) 6 Bætti litlu við en gaf ekki færi á sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn fyrir Jóhann Berg á 80. mínútu) -
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45