Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2019 20:58 Ragnar fagnar öðru marka sinna í kvöld. vísir/getty Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. Raggi var frábær sem og allt liðið í kvöld. Ef sólin hefði ekki verið að þvælast fyrir þá hefði miðvörðurinn líklega skorað þrennu. Það var ekki veikan blett að finna í leik íslenska liðsins í kvöld sem sýndi að teitið er ekkert að klárast strax. Geggjuð frammistaða.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Stóð fyrir sínu venju samkvæmt. Varði það sem hann átti að taka og var skynsamur í sínum aðgerðum.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður - 7 Mjög traustur og virkar nokkuð tilbúinn í byrjunarliðshlutverk. Lét þó lítil til sín taka fram á við.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 9 Gjörsamlega geggjaður. Tvö frábær mörk og var ekki fjarri miðvarðarþrennu. Át þess utan allt í vörninni. Maður leiksins.Kári Árnason, miðvörður - 8 Kári og Raggi eru bara eins og Halli og Laddi. Einstök tvenna sem nær ákaflega vel saman. Enn einn flotti leikurinn hjá Kára.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Aftur mjög traustur, tók enga sénsa og gerði sitt. Rétt eins og Hjörtur lítið að fara fram.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 8 Átti víst að vera meiddur en lék stórkostlega. Alltaf að búa til og síógnandi. Mikill kraftur í Jóa sem var gaman að sjá.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Meiri orka í Aroni en oft áður og virðist njóta sín vel á miðjunni með Emil. Báðir virkilega góðir og ná vel saman.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 8 Emil var frábær á miðjunni eins og búast mátti við. Virkilega gott jafnvægi á íslenska liðinu með hann og Aron í vélarrýminu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Í litlu leikformi en gefur allt sem hann á. Spilaði skynsamlega og komst í fínar stöður. Má vera sáttur með sitt.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmaður - 9 Giftingargalsi í Gylfa sem hljóp eins og naut um allt. Gæðin láku af honum í öllu sem fyrr. Ómetanlegur.Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður - 8 Spilaði síðast 16. febrúar. Var ótrúlegur og gaf liðinu svo mikið. Djöflaðist út um allt, dró menn til sín og bjó til pláss fyrir aðra. Unaður að sjá hann aftur á toppnum.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn fyrir Jón Daða á 64. mín) 6 Ekki jafn beittur og í síðasta leik en gott að hann sé að fá mínútur.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Ara Frey á 69. mínútu) 6 Bætti litlu við en gaf ekki færi á sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn fyrir Jóhann Berg á 80. mínútu) - EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. Raggi var frábær sem og allt liðið í kvöld. Ef sólin hefði ekki verið að þvælast fyrir þá hefði miðvörðurinn líklega skorað þrennu. Það var ekki veikan blett að finna í leik íslenska liðsins í kvöld sem sýndi að teitið er ekkert að klárast strax. Geggjuð frammistaða.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Stóð fyrir sínu venju samkvæmt. Varði það sem hann átti að taka og var skynsamur í sínum aðgerðum.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður - 7 Mjög traustur og virkar nokkuð tilbúinn í byrjunarliðshlutverk. Lét þó lítil til sín taka fram á við.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 9 Gjörsamlega geggjaður. Tvö frábær mörk og var ekki fjarri miðvarðarþrennu. Át þess utan allt í vörninni. Maður leiksins.Kári Árnason, miðvörður - 8 Kári og Raggi eru bara eins og Halli og Laddi. Einstök tvenna sem nær ákaflega vel saman. Enn einn flotti leikurinn hjá Kára.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Aftur mjög traustur, tók enga sénsa og gerði sitt. Rétt eins og Hjörtur lítið að fara fram.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 8 Átti víst að vera meiddur en lék stórkostlega. Alltaf að búa til og síógnandi. Mikill kraftur í Jóa sem var gaman að sjá.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Meiri orka í Aroni en oft áður og virðist njóta sín vel á miðjunni með Emil. Báðir virkilega góðir og ná vel saman.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 8 Emil var frábær á miðjunni eins og búast mátti við. Virkilega gott jafnvægi á íslenska liðinu með hann og Aron í vélarrýminu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Í litlu leikformi en gefur allt sem hann á. Spilaði skynsamlega og komst í fínar stöður. Má vera sáttur með sitt.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmaður - 9 Giftingargalsi í Gylfa sem hljóp eins og naut um allt. Gæðin láku af honum í öllu sem fyrr. Ómetanlegur.Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður - 8 Spilaði síðast 16. febrúar. Var ótrúlegur og gaf liðinu svo mikið. Djöflaðist út um allt, dró menn til sín og bjó til pláss fyrir aðra. Unaður að sjá hann aftur á toppnum.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn fyrir Jón Daða á 64. mín) 6 Ekki jafn beittur og í síðasta leik en gott að hann sé að fá mínútur.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Ara Frey á 69. mínútu) 6 Bætti litlu við en gaf ekki færi á sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn fyrir Jóhann Berg á 80. mínútu) -
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45