Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2019 12:00 Siamang á flugvellinum með þvottaburstann á lofti. Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. Siamang var að bíða eftir flugi heim til Belgíu er hann sá Emre Belozoglu, fyrirliða Tyrkja, hundeltan af fjölmiðlum um Leifsstöð. Hann sá sér leik á borði að hafa aðeins gaman, greip uppþvottaburstann sinn, skarst í leikinn og henti meira að segja í eina spurningu. Tyrkir héldu í fyrstu að um íslenskan blaðamann hefði verið að ræða en svo var nú ekki. Í gær kom í ljós að Siamang væri burstamaðurinn alræmdi og hafa Tyrkir beint reiði sinni að honum í kjölfarið. Það er talsvert áreiti sem hlýst af þeirri reiði eins og íslenskir fjölmiðlamenn fengu að kynnast um síðustu helgi.Tyrkir eru búnir að photoshoppa margar myndir af Belganum. Meðal annars þessa.Facebook-síða Siamang var meðal annars hökkuð en áður en það var gert hafði Belginn tjáð sig. „Þetta átti bara að vera grín og ég ætlaði ekki að móðga neinn. Þetta var bara brandari. Það eru engin lög gegn því að ég sé með uppþvottabursta,“ skrifaði Siamang en svo fór gamanið að kárna. „Allt í einu sé ég að andlit mitt er í fjölmiðlum út um allt. Á CNN í Tyrklandi og víðar. Það verður allt brjálað. Meira að segja utanríkisráðherra Tyrklands fer að tísta um mig.“ Líflátshótunum hefur rignt yfir Siamang síðan upp komst um hann. Svo er búið að gera síður með hans nafni á Twitter og Instagram sem ganga út á að gera grín að honum. Instagram-síðan hans var einnig hökkuð. Belgía EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. Siamang var að bíða eftir flugi heim til Belgíu er hann sá Emre Belozoglu, fyrirliða Tyrkja, hundeltan af fjölmiðlum um Leifsstöð. Hann sá sér leik á borði að hafa aðeins gaman, greip uppþvottaburstann sinn, skarst í leikinn og henti meira að segja í eina spurningu. Tyrkir héldu í fyrstu að um íslenskan blaðamann hefði verið að ræða en svo var nú ekki. Í gær kom í ljós að Siamang væri burstamaðurinn alræmdi og hafa Tyrkir beint reiði sinni að honum í kjölfarið. Það er talsvert áreiti sem hlýst af þeirri reiði eins og íslenskir fjölmiðlamenn fengu að kynnast um síðustu helgi.Tyrkir eru búnir að photoshoppa margar myndir af Belganum. Meðal annars þessa.Facebook-síða Siamang var meðal annars hökkuð en áður en það var gert hafði Belginn tjáð sig. „Þetta átti bara að vera grín og ég ætlaði ekki að móðga neinn. Þetta var bara brandari. Það eru engin lög gegn því að ég sé með uppþvottabursta,“ skrifaði Siamang en svo fór gamanið að kárna. „Allt í einu sé ég að andlit mitt er í fjölmiðlum út um allt. Á CNN í Tyrklandi og víðar. Það verður allt brjálað. Meira að segja utanríkisráðherra Tyrklands fer að tísta um mig.“ Líflátshótunum hefur rignt yfir Siamang síðan upp komst um hann. Svo er búið að gera síður með hans nafni á Twitter og Instagram sem ganga út á að gera grín að honum. Instagram-síðan hans var einnig hökkuð.
Belgía EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18
Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30