Segja bróður Kim Jong-un hafa verið uppljóstrara fyrir CIA Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 09:06 Kim Jong-nam árið 2007. Ashai Shimbun/Getty Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var uppljóstrari fyrir CIA áður en hann var ráðinn af dögum í Malasíu árið 2017. Þetta kemur fram í fréttaflutningi Wall Street Journal. Miðillinn vísar í ónafngreindan heimildarmann sem sagður er þekkja vel til málsins og haft eftir honum að „tengsl“ hafi verið á milli Kim og bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nákvæmlega hvers eðlis samband hans við leyniþjónustuna er er þó ekki tíundað. Samkvæmt umfjöllun WSJ var tilgangur ferðar Kim til Malasíu, hvar hann var drepinn, að hitta tengilið sinn við CIA. Þó sé ekki ljóst hvort það hafi verið það eina sem vakti fyrir honum með ferðalaginu þangað. Kim Jong-nam hafði þó ekki búið í Norður-Kóreu frá því snemma á fyrsta áratug þessarar aldar og því ekki talið líklegt að hann gæti varpað ljósi á það sem ætti sér stað innan landsins, og þá allra síst stjórnarhætti í höfuðborginni Pyongyang. Þá er talið líklegt að Kim hafi verið í sambandi við leyniþjónustur fleiri ríkja, til að mynda Kína. Þó erfitt reynist að sannreyna þennan fréttaflutning Wall Street Journal eru ákveðin atriði sem renna stoðum undir hana. Sem dæmi má nefna frásögn Önnu Fifield, fréttastjóra Washington Post í Peking, en þar er því einnig slegið föstu að Kim hafi gerst heimildarmaður bandarísku leyniþjónustunnar. „Kim Jong-nam gerðist uppljóstrari fyrir CIA […] Bróðir hans hefði talið það landráð að eiga í samskiptum við bandaríska njósnara. En Kim Jong-nam varð leyniþjónustunni úti um upplýsingar á fundum sem áttu sér venjulega stað í Singapúr eða Malasíu.“ Þá kemur einnig fram í bókinni að myndefni úr öryggismyndavélum á hóteli hafi sýnt Kim, í síðustu heimsókn sinni til landsins, þar sem hann steig inn í lyftu með manni sem fullyrt er að hafi verið bandarískur útsendari. Bakpoki sem Kim hafði meðferðis hafi þá átt að innihalda 120 þúsund dollara, tæpar 14 milljónir íslenskra króna, sem kunni að hafa verið greiðsla fyrir störf hans fyrir leyniþjónustuna. Þá halda stjórnvöld bæði í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum því fram að Kim Jong-nam hafi verið myrtur að skipun bróður síns, sem hefnd fyrir hve gagnrýninn hann var á stjórnarhætti fjölskyldu sinnar í Norður-Kóreu. CIA hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla vestanhafs um málið. Bandaríkin Kína Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Kim Jong-nam, hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var uppljóstrari fyrir CIA áður en hann var ráðinn af dögum í Malasíu árið 2017. Þetta kemur fram í fréttaflutningi Wall Street Journal. Miðillinn vísar í ónafngreindan heimildarmann sem sagður er þekkja vel til málsins og haft eftir honum að „tengsl“ hafi verið á milli Kim og bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Nákvæmlega hvers eðlis samband hans við leyniþjónustuna er er þó ekki tíundað. Samkvæmt umfjöllun WSJ var tilgangur ferðar Kim til Malasíu, hvar hann var drepinn, að hitta tengilið sinn við CIA. Þó sé ekki ljóst hvort það hafi verið það eina sem vakti fyrir honum með ferðalaginu þangað. Kim Jong-nam hafði þó ekki búið í Norður-Kóreu frá því snemma á fyrsta áratug þessarar aldar og því ekki talið líklegt að hann gæti varpað ljósi á það sem ætti sér stað innan landsins, og þá allra síst stjórnarhætti í höfuðborginni Pyongyang. Þá er talið líklegt að Kim hafi verið í sambandi við leyniþjónustur fleiri ríkja, til að mynda Kína. Þó erfitt reynist að sannreyna þennan fréttaflutning Wall Street Journal eru ákveðin atriði sem renna stoðum undir hana. Sem dæmi má nefna frásögn Önnu Fifield, fréttastjóra Washington Post í Peking, en þar er því einnig slegið föstu að Kim hafi gerst heimildarmaður bandarísku leyniþjónustunnar. „Kim Jong-nam gerðist uppljóstrari fyrir CIA […] Bróðir hans hefði talið það landráð að eiga í samskiptum við bandaríska njósnara. En Kim Jong-nam varð leyniþjónustunni úti um upplýsingar á fundum sem áttu sér venjulega stað í Singapúr eða Malasíu.“ Þá kemur einnig fram í bókinni að myndefni úr öryggismyndavélum á hóteli hafi sýnt Kim, í síðustu heimsókn sinni til landsins, þar sem hann steig inn í lyftu með manni sem fullyrt er að hafi verið bandarískur útsendari. Bakpoki sem Kim hafði meðferðis hafi þá átt að innihalda 120 þúsund dollara, tæpar 14 milljónir íslenskra króna, sem kunni að hafa verið greiðsla fyrir störf hans fyrir leyniþjónustuna. Þá halda stjórnvöld bæði í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum því fram að Kim Jong-nam hafi verið myrtur að skipun bróður síns, sem hefnd fyrir hve gagnrýninn hann var á stjórnarhætti fjölskyldu sinnar í Norður-Kóreu. CIA hefur ekki tjáð sig við fjölmiðla vestanhafs um málið.
Bandaríkin Kína Morðið á Kim Jong-nam Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira