Frakkar á toppinn eftir öruggan sigur í Andorra | Öll úrslitin í undankeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2019 20:45 Mbappé kom Frökkum á bragðið gegn Andorramönnum. vísir/getty Heimsmeistarar Frakklands tylltu sér á toppi H-riðils undankeppni EM 2020 með öruggum 0-4 sigri á Andorra í kvöld. Kylian Mbappé, Wissam Ben Yedder, Florian Thauvin og Kurt Zouma skoruðu mörk Frakka sem eru með níu stig á toppi H-riðils.Ísland vann Tyrkland, 2-1, á Laugardalsvellinum í kvöld. Tyrkir og Íslendingar eru með níu stig líkt og Frakkar. Í sama riðli vann Albanía 2-0 sigur á Moldóvu á heimavelli. Albanir eru í 4. sæti riðilsins með sex stig en Moldóvar með þrjú stig í 5. sætinu. Þýskaland sýndi Eistlandi enga miskunn í leik liðanna í C-riðli og vann 8-0 sigur. Þjóðverjar voru komnir í 4-0 eftir 26 mínútur. Marco Reus (2), Serge Gnabry (2), Leon Goretzka, Ilkay Gündogan (víti), Timo Werner og Leroy Sané skoruðu mörk þýska liðsins sem er í 2. sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Norður-Írlands sem vann 0-1 útisigur á Hvíta-Rússlandi. Þýskaland á einn til leiks góða á Norður-Írland. Í J-riðli gerðu unnu Ítalir Bosníumenn, 2-1, í Tórínó. Marco Verratti skoraði sigurmark ítalska liðsins þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Ítalía er með tólf stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Finnlandi sem vann 0-2 útisigur á Liechtenstein. Í þriðja leik J-riðils vann Armenía 2-3 sigur á Grikklandi. Ungverjaland vann 1-0 sigur á Wales í E-riðli. Með sigrinum fóru Ungverjar á topp riðilsins. Walesverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins. Í sama riðli vann Slóvakía stórsigur á Aserbaídsjan, 1-5. Slóvakar eru í 2. sæti riðilsins.Belgar eru með fullt hús stiga á toppi I-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á heimavelli. Rússar, sem unnu 1-0 sigur á Kýpverjum, eru í 2. sæti riðilsins með níu stig. Fyrr í dag vann Kasakstan öruggan sigur á San Marinó, 4-0.Úrslit dagsins:C-riðill Þýskaland 8-0 Eistland Hvíta-Rússland 0-1 Norður-ÍslandE-riðill Ungverjaland 1-0 Wales Aserbaídsjan 1-5 SlóvakíaH-riðill Andorra 0-4 Frakkland Ísland 2-1 Tyrkland Albanía 2-0 MoldóvaI-riðill Belgía 3-0 Skotland Rússland 1-0 Kýpur Kasakstan 4-0 San MarinóJ-riðill Ítalía 2-1 Bosnía Liechtenstein 0-2 Finnland Grikkland 2-3 Armenía EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíinu framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Lukaku með tvö gegn Skotum og Belgar í góðum málum Belgía átti í miklum vandræðum með að leggja Skotland að velli, 3-0, í I-riðli undankeppni EM 2020. 11. júní 2019 20:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Heimsmeistarar Frakklands tylltu sér á toppi H-riðils undankeppni EM 2020 með öruggum 0-4 sigri á Andorra í kvöld. Kylian Mbappé, Wissam Ben Yedder, Florian Thauvin og Kurt Zouma skoruðu mörk Frakka sem eru með níu stig á toppi H-riðils.Ísland vann Tyrkland, 2-1, á Laugardalsvellinum í kvöld. Tyrkir og Íslendingar eru með níu stig líkt og Frakkar. Í sama riðli vann Albanía 2-0 sigur á Moldóvu á heimavelli. Albanir eru í 4. sæti riðilsins með sex stig en Moldóvar með þrjú stig í 5. sætinu. Þýskaland sýndi Eistlandi enga miskunn í leik liðanna í C-riðli og vann 8-0 sigur. Þjóðverjar voru komnir í 4-0 eftir 26 mínútur. Marco Reus (2), Serge Gnabry (2), Leon Goretzka, Ilkay Gündogan (víti), Timo Werner og Leroy Sané skoruðu mörk þýska liðsins sem er í 2. sæti riðilsins með níu stig, þremur stigum á eftir toppliði Norður-Írlands sem vann 0-1 útisigur á Hvíta-Rússlandi. Þýskaland á einn til leiks góða á Norður-Írland. Í J-riðli gerðu unnu Ítalir Bosníumenn, 2-1, í Tórínó. Marco Verratti skoraði sigurmark ítalska liðsins þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Ítalía er með tólf stig á toppi riðilsins, þremur stigum á undan Finnlandi sem vann 0-2 útisigur á Liechtenstein. Í þriðja leik J-riðils vann Armenía 2-3 sigur á Grikklandi. Ungverjaland vann 1-0 sigur á Wales í E-riðli. Með sigrinum fóru Ungverjar á topp riðilsins. Walesverjar eru hins vegar í 4. sæti riðilsins. Í sama riðli vann Slóvakía stórsigur á Aserbaídsjan, 1-5. Slóvakar eru í 2. sæti riðilsins.Belgar eru með fullt hús stiga á toppi I-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á heimavelli. Rússar, sem unnu 1-0 sigur á Kýpverjum, eru í 2. sæti riðilsins með níu stig. Fyrr í dag vann Kasakstan öruggan sigur á San Marinó, 4-0.Úrslit dagsins:C-riðill Þýskaland 8-0 Eistland Hvíta-Rússland 0-1 Norður-ÍslandE-riðill Ungverjaland 1-0 Wales Aserbaídsjan 1-5 SlóvakíaH-riðill Andorra 0-4 Frakkland Ísland 2-1 Tyrkland Albanía 2-0 MoldóvaI-riðill Belgía 3-0 Skotland Rússland 1-0 Kýpur Kasakstan 4-0 San MarinóJ-riðill Ítalía 2-1 Bosnía Liechtenstein 0-2 Finnland Grikkland 2-3 Armenía
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíinu framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Lukaku með tvö gegn Skotum og Belgar í góðum málum Belgía átti í miklum vandræðum með að leggja Skotland að velli, 3-0, í I-riðli undankeppni EM 2020. 11. júní 2019 20:30 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíinu framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45
Lukaku með tvö gegn Skotum og Belgar í góðum málum Belgía átti í miklum vandræðum með að leggja Skotland að velli, 3-0, í I-riðli undankeppni EM 2020. 11. júní 2019 20:30