Tólf leikir fóru fram í undankeppni EM 2020 í kvöld.
Eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í D-riðli unnu Danir öruggan sigur á Georgíumönnum, 5-1.
Kasper Dolberg skoraði tvö mörk fyrir danska liðið og Christian Eriksen (víti), Yusuff Poulsen og Martin Braithwaite sitt markið hver. Danmörk er í 2. sæti D-riðils með fimm stig, fimm stigum á eftir toppliði Írlands sem vann 2-0 sigur á Gíbraltar í Dublin.
Pólland vann 4-0 sigur á Ísrael og er með fullt hús stiga á toppi G-riðils. Í sama riðli vann Austurríki Norður-Makedóníu, 1-4, og Slóvenía kjöldró Lettland, 0-5.
Í A-riðli vann Tékkland 3-0 sigur á Svartfjallalandi og Kósovó vann 2-3 sigur á Búlgaríu. Þetta var fyrsti sigur Kósovó í undankeppni. Sigurmarkið kom í uppbótartíma. Englendingar og Tékkar eru með sex stig í efstu tveimur sætum A-riðils en enska liðið á leik til góða.
Eftir slæmt tap fyrir Úkraínumönnum í síðustu viku ráku Serbar af sér slyðruorðið og unnu Litháa, 4-1, í B-riðli. Úkraína styrkti stöðu sína á toppi riðilsins með 1-0 sigri á Lúxemborg.
Spánverjar unnu 3-0 sigur á Svíum og eru með fullt hús stiga á toppi F-riðils. Í sama riðli unnu Norðmenn Færeyinga, 0-2, og Rúmenar báru sigurorð af Maltverjum, 0-4.
Úrslit kvöldsins:
A-riðill
Tékkland 3-0 Svartfjallaland
Búlgaría 2-3 Kósovó
B-riðill
Serbía 4-1 Litháen
Úkraína 1-0 Lúxemborg
D-riðill
Danmörk 5-1 Georgía
Írland 2-0 Gíbraltar
F-riðill
Spánn 3-0 Svíþjóð
Færeyjar 0-2 Noregur
Malta 0-4 Rúmenía
G-riðill
Pólland 4-0 Ísrael
Norður-Makedónía 1-4 Austurríki
Lettland 0-5 Slóvenía
Engin vandamál hjá Dönum | Öll úrslitin í undankeppninni

Tengdar fréttir

Spánverjar með fullt hús stiga
Spánn lagði Svíþjóð að velli, 3-0, í undankeppni EM 2020 í kvöld.

Fyrsti sigur strákanna hans Lars kom í Þórshöfn
Norðmenn unnu mikilvægan sigur á Færeyingum í undankeppni EM 2020 í kvöld.