Mótmælendur í Súdan varaðir við afleiðingum skemmdarverka Andri Eysteinsson skrifar 29. júní 2019 20:13 Herinn kom Omar al Bashir frá völdum fyrir meira en tveimur mánuðum síðan. GettyAnadoluAgency Forkólfar mótmælanna í Súdan verða gerðir ábyrgir fyrir öllum þeim skemmdum og þeirri eyðileggingu sem mótmælendur valda í mótmælum gegn herstjórn landsins. Herstjórnin kom þessum skilaboðum áleiðis til mótmælenda en fyrir huguð eru stór mótmæli þar sem lýðræði verður krafist. AP greinir frá. Meira en tveir mánuðir eru liðnir síðan að Omar al-Bashir, leiðtoga Súdan í 30 ár, var steypt af stóli af hernum. Ástandið hefur vægast sagt verið slæmt í landinu síðan en Afríkusambandið og eþíópísk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að stríðandi fylkingar komi að samningaborðinu og hafa hvatt aðila deilunnar til þess að semja um frið. Forkólfar mótmælanna segja að skilaboð hersins sé bein hótun til þeirra og sé til þess ætluð að auðvelda að berja niður mótmælin sem fram fara á morgun. SPA, ein stofnunin sem boðað hefur til mótmæla, segir að öryggissveitir stjórnarinnar hafi ruðst inn í byggingu stofnunarinnar og bannað þeim að halda blaðamannafundi í aðdraganda mótmælanna. Hershöfðinginn Mohamed Hamdan Dagalo, forseti herráðsins, segir stjórnina ekki vera andsnúna friðsömum mótmælum. „En það er fólk sem hefur ákveðið markmið. Við viljum engin vandræði og enga erfiðleika,“ sagði Dagalo á fundi stuðningsmanna herstjórnarinnar. Þá sagði Dagalo að hermenn yrðu sendir á vettvang mótmælanna, til þess að vernda mótmælendur en ekki til þess að veita þeim skaða. Súdan Tengdar fréttir Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33 Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17 Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Forkólfar mótmælanna í Súdan verða gerðir ábyrgir fyrir öllum þeim skemmdum og þeirri eyðileggingu sem mótmælendur valda í mótmælum gegn herstjórn landsins. Herstjórnin kom þessum skilaboðum áleiðis til mótmælenda en fyrir huguð eru stór mótmæli þar sem lýðræði verður krafist. AP greinir frá. Meira en tveir mánuðir eru liðnir síðan að Omar al-Bashir, leiðtoga Súdan í 30 ár, var steypt af stóli af hernum. Ástandið hefur vægast sagt verið slæmt í landinu síðan en Afríkusambandið og eþíópísk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að stríðandi fylkingar komi að samningaborðinu og hafa hvatt aðila deilunnar til þess að semja um frið. Forkólfar mótmælanna segja að skilaboð hersins sé bein hótun til þeirra og sé til þess ætluð að auðvelda að berja niður mótmælin sem fram fara á morgun. SPA, ein stofnunin sem boðað hefur til mótmæla, segir að öryggissveitir stjórnarinnar hafi ruðst inn í byggingu stofnunarinnar og bannað þeim að halda blaðamannafundi í aðdraganda mótmælanna. Hershöfðinginn Mohamed Hamdan Dagalo, forseti herráðsins, segir stjórnina ekki vera andsnúna friðsömum mótmælum. „En það er fólk sem hefur ákveðið markmið. Við viljum engin vandræði og enga erfiðleika,“ sagði Dagalo á fundi stuðningsmanna herstjórnarinnar. Þá sagði Dagalo að hermenn yrðu sendir á vettvang mótmælanna, til þess að vernda mótmælendur en ekki til þess að veita þeim skaða.
Súdan Tengdar fréttir Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33 Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17 Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09 Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45 Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Súdan vísað úr Afríkubandalaginu Stjórnarandstaðan í Súdan segir að yfir hundrað mótmælendur hafi verið drepnir þar undanfarna daga. 6. júní 2019 14:33
Krefst þess að eftirlitsmenn fái að koma til Súdan Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna vill að herinn hætti kúgun á mótmælendum og hleypi alþjóðlegum eftirlitsmönnum inn í landið. 24. júní 2019 10:17
Súdanskar öryggissveitir skutu inn í hóp mótmælenda Súdanskar öryggissveitir beittu mótmælendur táragasi og skutu inn í hópinn til að dreifa mótmælendum sem voru að setja upp vegatálma í Khartoum. 9. júní 2019 16:09
Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum. 7. júní 2019 07:45
Hundrað mótmælendur drepnir í Súdan Tala látinna mótmælenda í Kartúm, höfuðborg Súdan, hækkaði í gær og stóð í rúmlega hundrað. Áður var staðfest að 35 hefðu látist. 6. júní 2019 06:45