Segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2019 20:45 Formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis segir mörkin á milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja óljós þegar slys eigi sér stað. Viðhald bifreiða sé oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. Rútubílstjórinn sem ók rútu sem ekið var aftan á fólksbíl og valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember árið 2017 var á fimmtudaginn dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í dómnum kemur fram að við bíltæknirannsókn kom í ljós að hemlagetu bifreiðarinnar var verulega ábótavant. Þá er það mat vitnis að viðhald bifreiðarinnar hafi verið vanrækt og hefði hún ekki átt að vera í umferð. Formaður Bifreiðarstjórafélags Sleipnis segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra annars vegar og rútufyrirtækja hins vegar þegar slys eiga sér stað. „Manni finnst að útgerðarmenn eigi að bera einhverja ábyrgð á því líka að bíllinn sé í lagi. Því þeir eru að afhenda bílinn til langferðar og það er útgerðarmannsins að sjá til þess að bíllinn séí fullkomnu lagi fyrir ferðina. Það er bílstjórans að renna yfir þau atriði sem hann getur farið yfir,“ sagði Óskar Jens Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnir. Hann segir ökumenn þó ekki alltaf í stakk búna til að fara yfir öll öryggisatriði. „Þeir eru ekkert í öllum tilfellum í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði bifreiðarinnar. Það er vonlaust að gera það á útgerðarstað bifreiðarinnar þar sem hún leggur í ferð. Menn vilja auðvitað draga útgerðarmann og eigendur bifreiðarinnar til ábyrgðar í einhverjum tilfellum. Þeir eru umsjónarmenn bifreiðarinnar. Þeir eiga þessa bíla og eiga að sjá til þess að þeir séu í lagi,“ sagði Óskar Jens. Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgöngur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis segir mörkin á milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja óljós þegar slys eigi sér stað. Viðhald bifreiða sé oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. Rútubílstjórinn sem ók rútu sem ekið var aftan á fólksbíl og valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember árið 2017 var á fimmtudaginn dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Í dómnum kemur fram að við bíltæknirannsókn kom í ljós að hemlagetu bifreiðarinnar var verulega ábótavant. Þá er það mat vitnis að viðhald bifreiðarinnar hafi verið vanrækt og hefði hún ekki átt að vera í umferð. Formaður Bifreiðarstjórafélags Sleipnis segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra annars vegar og rútufyrirtækja hins vegar þegar slys eiga sér stað. „Manni finnst að útgerðarmenn eigi að bera einhverja ábyrgð á því líka að bíllinn sé í lagi. Því þeir eru að afhenda bílinn til langferðar og það er útgerðarmannsins að sjá til þess að bíllinn séí fullkomnu lagi fyrir ferðina. Það er bílstjórans að renna yfir þau atriði sem hann getur farið yfir,“ sagði Óskar Jens Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnir. Hann segir ökumenn þó ekki alltaf í stakk búna til að fara yfir öll öryggisatriði. „Þeir eru ekkert í öllum tilfellum í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði bifreiðarinnar. Það er vonlaust að gera það á útgerðarstað bifreiðarinnar þar sem hún leggur í ferð. Menn vilja auðvitað draga útgerðarmann og eigendur bifreiðarinnar til ábyrgðar í einhverjum tilfellum. Þeir eru umsjónarmenn bifreiðarinnar. Þeir eiga þessa bíla og eiga að sjá til þess að þeir séu í lagi,“ sagði Óskar Jens.
Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgöngur Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira