Risastórar radísur og núvitund í vinsælum matjurtargörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2019 22:00 Grænmeti sem selt er í verslunum á ekki roð í heimaræktað grænmeti að sögn forskrappa matjurtagarðaverkefnis Akureyrarbæjar. Um 250 einstaklingar rækta grænmeti af miklum móð rétt innan við Akureyri. Verkefnið er hugarfóstur garðyrkjumannsins Jóhanns Thorarensens og hófst fyrir tíu árum síðan. „Þetta ævintýri byrjaði allt með því að það var kreppa í þjóðfélaginu, peninganiðursveifla einhvers konar, og fólkinu vantaði bjargráð,“ segir Jóhann sem hlaut nýlega Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fyrir starf sitt við matjurtagarðana.Jóhann Thorarensen, garðyrkjumaður.Vísir/Tryggvi PállHver og einn sem vill fá garð fær úthlutað skika og með fylgir fræðsla og forræktaðar plöntur. Garðarnir urðu strax mjög vinsælir. „Ég held að það sé þetta, að hollt og gott grænmeti, menn finna það að þetta er kannski betra en það sem er verið að selja. Menn eru að taka þetta upp fullþroskað og borða stuttu seinna en það sem þú kaupir í búðum er búið að liggja heldur lengur. Það á ekki við roð við þessa heimaræktuðu,“ segir Jóhann. Ef vill kemur á óvart hvaða grænmeti hefur slegið í gegn. „Ég tók eftir því að grænkálið var til dæmis ekki mjög vinsælt í upphafi, margir eiga ekki góðar minningar um það eða vissu ekki hvernig ætti að nota það en svo bara þessir uppskriftameistarar, þeir eru búnir að koma okkur niður á að þetta sé mjög gott í boostið eða morgunhressinguna frekar,“ segir Jóhann.Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið með nánast frá upphafi.Vísir/Tryggvi PállOg þeir sem eru með garð eru flestir hæstánægðir með uppskeruna, þar á meðal Halla Bergþóra Halldórsdóttir sem leigt hefur skika nánast frá upphafi.Hvað gerirðu við grænmetið?Nú að að sjálfsögðu borðar fjölskyldan þetta og svo ég líka mjög gaman að því að gefa. Ég gef vinum og vandamönnum þegar ég er að taka upp á haustin því að það er takmarkað sem maður getur geymt og hvað er sælla en að gefa?Það er væntanlega gefandi að rækta sitt eigið grænmeti?„Það er það, maður upplifir bara núvitund þegar maður er hérna að róta í moldinni, það er alveg dásamlegt á góðum dögum.“ Akureyri Matur Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Grænmeti sem selt er í verslunum á ekki roð í heimaræktað grænmeti að sögn forskrappa matjurtagarðaverkefnis Akureyrarbæjar. Um 250 einstaklingar rækta grænmeti af miklum móð rétt innan við Akureyri. Verkefnið er hugarfóstur garðyrkjumannsins Jóhanns Thorarensens og hófst fyrir tíu árum síðan. „Þetta ævintýri byrjaði allt með því að það var kreppa í þjóðfélaginu, peninganiðursveifla einhvers konar, og fólkinu vantaði bjargráð,“ segir Jóhann sem hlaut nýlega Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fyrir starf sitt við matjurtagarðana.Jóhann Thorarensen, garðyrkjumaður.Vísir/Tryggvi PállHver og einn sem vill fá garð fær úthlutað skika og með fylgir fræðsla og forræktaðar plöntur. Garðarnir urðu strax mjög vinsælir. „Ég held að það sé þetta, að hollt og gott grænmeti, menn finna það að þetta er kannski betra en það sem er verið að selja. Menn eru að taka þetta upp fullþroskað og borða stuttu seinna en það sem þú kaupir í búðum er búið að liggja heldur lengur. Það á ekki við roð við þessa heimaræktuðu,“ segir Jóhann. Ef vill kemur á óvart hvaða grænmeti hefur slegið í gegn. „Ég tók eftir því að grænkálið var til dæmis ekki mjög vinsælt í upphafi, margir eiga ekki góðar minningar um það eða vissu ekki hvernig ætti að nota það en svo bara þessir uppskriftameistarar, þeir eru búnir að koma okkur niður á að þetta sé mjög gott í boostið eða morgunhressinguna frekar,“ segir Jóhann.Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið með nánast frá upphafi.Vísir/Tryggvi PállOg þeir sem eru með garð eru flestir hæstánægðir með uppskeruna, þar á meðal Halla Bergþóra Halldórsdóttir sem leigt hefur skika nánast frá upphafi.Hvað gerirðu við grænmetið?Nú að að sjálfsögðu borðar fjölskyldan þetta og svo ég líka mjög gaman að því að gefa. Ég gef vinum og vandamönnum þegar ég er að taka upp á haustin því að það er takmarkað sem maður getur geymt og hvað er sælla en að gefa?Það er væntanlega gefandi að rækta sitt eigið grænmeti?„Það er það, maður upplifir bara núvitund þegar maður er hérna að róta í moldinni, það er alveg dásamlegt á góðum dögum.“
Akureyri Matur Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira