Tekjutap fyrir björgunarsveitir ef flugeldasýningum verði hætt Sighvatur Jónsson skrifar 28. júní 2019 21:00 Björgunarsveitir yrðu af tekjum ef bæjarfélög hætta með flugeldasýningar, segir talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reykjavíkurborg íhugar að hætta með flugeldasýningu á menningarnótt vegna umhverfisáhrifa. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að hjá Reykjavíkurborg sé til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum í lok menningarnætur vegna mengunar. Hinni árlegu afmælishátíð borgarinnar lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá borginni en flugeldasýningin 24. ágúst næstkomandi gæti orðið sú síðasta á menningarnótt. „Fyrstu viðbrögð mín eru að þetta sé sorglegt að ljúka ekki hátíðarhöldunum með flugeldasýningu,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg.Þetta gæti komið til með að hafa áhrif á ykkar starfsemi er það ekki?„Klárlega, fyrir þá hjálparsveit sem sér um að skjóta flugeldunum upp, í þessu tilfelli Hjálparsveit skáta í Reykjavík, er þetta tekjutap og í okkar starfsemi skiptir hver einasta króna máli,“ segir Jón.Alltaf að leita fjáröflunarleiða Flugeldasýningar eru hluti hátíðahalda víða um land. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Landsbjörg ef hætt verður við stórar flugeldasýningar á fleiri stöðum en í Reykjavík? „Við höfum í sjálfu sér ekki gert neinar ráðstafanir en við erum alltaf að reyna að finna upp nýjar leiðir til fjáröflunar. Í dag er það svo að kannski ekki sýningarnar heldur flugeldasalan sé sú fjáröflun sem skiptir okkur aðeins meira máli,“ segir Jón Ingi Landsbjörg leitar að öðrum fjármögnunarleiðum í stað flugeldasölu.Eru þá rótarskotin ekki sú fjáröflun til langframa sem þið hafið verið að leita eftir? „Rótarskotin eru fín, en stærðarlega séð ná þau ekki flugeldunum eins og er,֧ segir Jón.Hvað með vinnuna við að setja upp svona flugeldasýningu, samskonar og á Menningarnótt?„Þetta er um það bil hálfs mánaðar undirbúningur, fyrir kannski átta einstaklinga sem eru að tengja. Það er mikil vinna lögð í þetta,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, talsmaður Landsbjargar Björgunarsveitir Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Björgunarsveitir yrðu af tekjum ef bæjarfélög hætta með flugeldasýningar, segir talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Reykjavíkurborg íhugar að hætta með flugeldasýningu á menningarnótt vegna umhverfisáhrifa. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að hjá Reykjavíkurborg sé til umræðu að hætta að skjóta upp flugeldum í lok menningarnætur vegna mengunar. Hinni árlegu afmælishátíð borgarinnar lýkur með tilkomumikilli flugeldasýningu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá borginni en flugeldasýningin 24. ágúst næstkomandi gæti orðið sú síðasta á menningarnótt. „Fyrstu viðbrögð mín eru að þetta sé sorglegt að ljúka ekki hátíðarhöldunum með flugeldasýningu,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Landsbjörg.Þetta gæti komið til með að hafa áhrif á ykkar starfsemi er það ekki?„Klárlega, fyrir þá hjálparsveit sem sér um að skjóta flugeldunum upp, í þessu tilfelli Hjálparsveit skáta í Reykjavík, er þetta tekjutap og í okkar starfsemi skiptir hver einasta króna máli,“ segir Jón.Alltaf að leita fjáröflunarleiða Flugeldasýningar eru hluti hátíðahalda víða um land. Má þar nefna Fiskidaginn mikla á Dalvík og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hvaða þýðingu hefur það fyrir Landsbjörg ef hætt verður við stórar flugeldasýningar á fleiri stöðum en í Reykjavík? „Við höfum í sjálfu sér ekki gert neinar ráðstafanir en við erum alltaf að reyna að finna upp nýjar leiðir til fjáröflunar. Í dag er það svo að kannski ekki sýningarnar heldur flugeldasalan sé sú fjáröflun sem skiptir okkur aðeins meira máli,“ segir Jón Ingi Landsbjörg leitar að öðrum fjármögnunarleiðum í stað flugeldasölu.Eru þá rótarskotin ekki sú fjáröflun til langframa sem þið hafið verið að leita eftir? „Rótarskotin eru fín, en stærðarlega séð ná þau ekki flugeldunum eins og er,֧ segir Jón.Hvað með vinnuna við að setja upp svona flugeldasýningu, samskonar og á Menningarnótt?„Þetta er um það bil hálfs mánaðar undirbúningur, fyrir kannski átta einstaklinga sem eru að tengja. Það er mikil vinna lögð í þetta,“ segir Jón Ingi Sigvaldason, talsmaður Landsbjargar
Björgunarsveitir Flugeldar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira