Hæðist að Hjörleifi fyrir að hafa kallað sig „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júní 2019 12:29 Twitter-færsla Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur einkenndist af mikilli kaldhæðni. Vísir/Vilhelm „Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim.“ Þetta skrifar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra á Twitter-síðu sína í morgun en hún var greinilega ósátt við grein sem Hjörleifur Hallgrímsson, fyrrverandi ritstjóri Vikudags á Akureyri, birti í Morgunblaðinu í dag. Í greininni kallar Hjörleifur Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“. Hann gagnrýnir harðlega framgöngu forystu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum og segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa „bullað út í eitt á fundum um að orkupakkinn skipti bara engu máli.“Hjörleifur Hallgrímsson gagnrýnir framgöngu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum.Vísir/AuðunnHjörleifur er langt frá því að vera sannfærður. „Þeim láðist að geta þess í öllu bullinu að með því að samþykkja orkupakkann væri það byrjunin á að koma Íslandi í krumlurnar á ESB-skrímslinu og þar með væri fullveldi landsins verulega ógnað og við réðum engu lengur um hinn dýrmæta orkubúskap okkar.“ Í Twitter-færslunni nálgast Þórdís Kolbrún sneið Hallgríms með hæðni í ljósi þess að í sömu málsgrein og hann kallar Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ nafngreinir hann Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar.“Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim. Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar. pic.twitter.com/1oaLKG1KwF — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 28, 2019 Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim.“ Þetta skrifar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og starfandi dómsmálaráðherra á Twitter-síðu sína í morgun en hún var greinilega ósátt við grein sem Hjörleifur Hallgrímsson, fyrrverandi ritstjóri Vikudags á Akureyri, birti í Morgunblaðinu í dag. Í greininni kallar Hjörleifur Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“. Hann gagnrýnir harðlega framgöngu forystu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum og segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa „bullað út í eitt á fundum um að orkupakkinn skipti bara engu máli.“Hjörleifur Hallgrímsson gagnrýnir framgöngu Sjálfstæðisflokksins í orkumálum.Vísir/AuðunnHjörleifur er langt frá því að vera sannfærður. „Þeim láðist að geta þess í öllu bullinu að með því að samþykkja orkupakkann væri það byrjunin á að koma Íslandi í krumlurnar á ESB-skrímslinu og þar með væri fullveldi landsins verulega ógnað og við réðum engu lengur um hinn dýrmæta orkubúskap okkar.“ Í Twitter-færslunni nálgast Þórdís Kolbrún sneið Hallgríms með hæðni í ljósi þess að í sömu málsgrein og hann kallar Þórdísi Kolbrúnu „fagra ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ nafngreinir hann Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar.“Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu. Álag á þeim. Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar. pic.twitter.com/1oaLKG1KwF — Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) June 28, 2019
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira