Lakers galdraði fram pláss undir launaþakinu og getur náð í þriðju súperstjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2019 10:30 LeBron James getur brosað eftir atburði gærdagsins. Getty/Harry How Þeir sem héldu að Los Angeles Lakers væri úr leik í baráttunni um feitustu bitanna á leikmannamarkaði NBA deildarinnar þurfa að endurmeta þá skoðun sína eftir atburði gærdagsins. Los Angeles Lakers bjó nefnilega til mikið pláss undir launaþakinu þökk sé leikmannaskiptum við Washington Wizards. Í raun komu Wizards menn inn í stóru skiptin við New Orleans Pelicans og úr urðu þriggja liða skipti. Rob Pelinka, framkvæmdastjóra Los Angeles Lakers, tókst þar með að losna við samninga þriggja leikmanna. Mo Wagner, Isaac Bonga og Jemerrio Jones fara allir til Washington Wizards. Í viðbót við það þá gaf Anthony Davis eftir fjórar milljónir dollara sem hann átti að fá ef honum yrði skipt í annað lið. Lakers fær stórstjörnuna Anthony Davis frá New Orleans Pelicans. Allt þýðir þetta að Los Angeles Lakers er nú komið með tvær súperstjörnur í þeim LeBron James og Anthony Davis en getur jafnframt boðið þriðju súperstjörnunni hámarkssamning.Anthony Davis is waiving his $4M trade kicker, league sources tell @wojespn. The Lakers will start free agency with $32M in salary cap space after trading 3 players to the Wizards, and now have the ability to sign a max player, per @ZachLowe_NBA. pic.twitter.com/In5jWkhkN8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 27, 2019Draumurinn er eflaust að semja við Kawhi Leonard en það er erfitt að spá fyrir um hvar Kawhi ætli að spila á næstu leiktíð. Aðrir sterkir leikmenn eins og Kyrie Irving, Klay Thompson og Jimmy Butler hafa einnig verið orðaðir við liðið. Lið með Kawhi, Anthony Davis og LeBron James væri hins vegar líklegt til afreka á næstu leiktíð. Þessar þrjár stórstjörnur ættu líka að geta hjálpað til að fá til félagsins reynda leikmenn sem vilja vinna titilinn og eru tilbúnir að fórna pening til að ná því.LeBron James Anthony Davis Now that the Lakers have $32 million in cap room to chase a third star, who else will they target? Your NBA free agency tracker https://t.co/eXImlqqi0spic.twitter.com/cWAlMS9j9K — Post Sports (@PostSports) June 28, 2019Öll þessi leikmannaskipti Los Angeles Lakers þýða aftur á móti að liðið er bara með þrjá leikmenn á samningi eins og staðan er núna. Þeir héldu Kyle Kuzma og LeBron James og fengu svo Anthony Davis. Liðið þarf því að semja við marga nýja leikmenn á næstu vikum en til að byrja með mun Lakers reyna að finna aðra súperstjörnu í viðbót við þá LeBron James og Anthony Davis..@MagicJohnson is excited to see what comes of this big move from Jeanie Buss and Rob Pelinka. pic.twitter.com/bZxOePjf0O — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 27, 2019 NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Þeir sem héldu að Los Angeles Lakers væri úr leik í baráttunni um feitustu bitanna á leikmannamarkaði NBA deildarinnar þurfa að endurmeta þá skoðun sína eftir atburði gærdagsins. Los Angeles Lakers bjó nefnilega til mikið pláss undir launaþakinu þökk sé leikmannaskiptum við Washington Wizards. Í raun komu Wizards menn inn í stóru skiptin við New Orleans Pelicans og úr urðu þriggja liða skipti. Rob Pelinka, framkvæmdastjóra Los Angeles Lakers, tókst þar með að losna við samninga þriggja leikmanna. Mo Wagner, Isaac Bonga og Jemerrio Jones fara allir til Washington Wizards. Í viðbót við það þá gaf Anthony Davis eftir fjórar milljónir dollara sem hann átti að fá ef honum yrði skipt í annað lið. Lakers fær stórstjörnuna Anthony Davis frá New Orleans Pelicans. Allt þýðir þetta að Los Angeles Lakers er nú komið með tvær súperstjörnur í þeim LeBron James og Anthony Davis en getur jafnframt boðið þriðju súperstjörnunni hámarkssamning.Anthony Davis is waiving his $4M trade kicker, league sources tell @wojespn. The Lakers will start free agency with $32M in salary cap space after trading 3 players to the Wizards, and now have the ability to sign a max player, per @ZachLowe_NBA. pic.twitter.com/In5jWkhkN8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 27, 2019Draumurinn er eflaust að semja við Kawhi Leonard en það er erfitt að spá fyrir um hvar Kawhi ætli að spila á næstu leiktíð. Aðrir sterkir leikmenn eins og Kyrie Irving, Klay Thompson og Jimmy Butler hafa einnig verið orðaðir við liðið. Lið með Kawhi, Anthony Davis og LeBron James væri hins vegar líklegt til afreka á næstu leiktíð. Þessar þrjár stórstjörnur ættu líka að geta hjálpað til að fá til félagsins reynda leikmenn sem vilja vinna titilinn og eru tilbúnir að fórna pening til að ná því.LeBron James Anthony Davis Now that the Lakers have $32 million in cap room to chase a third star, who else will they target? Your NBA free agency tracker https://t.co/eXImlqqi0spic.twitter.com/cWAlMS9j9K — Post Sports (@PostSports) June 28, 2019Öll þessi leikmannaskipti Los Angeles Lakers þýða aftur á móti að liðið er bara með þrjá leikmenn á samningi eins og staðan er núna. Þeir héldu Kyle Kuzma og LeBron James og fengu svo Anthony Davis. Liðið þarf því að semja við marga nýja leikmenn á næstu vikum en til að byrja með mun Lakers reyna að finna aðra súperstjörnu í viðbót við þá LeBron James og Anthony Davis..@MagicJohnson is excited to see what comes of this big move from Jeanie Buss and Rob Pelinka. pic.twitter.com/bZxOePjf0O — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 27, 2019
NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira