Ein á ættarmóti Steinunn Ólína skrifar 28. júní 2019 08:00 Nú er tími ættarmótanna og ég var nýlega á einu slíku, dálítið óvænt reyndar en ánægjulegt engu að síður. Við tiltekt á heimili foreldra minna rakst ég á handtösku mömmu sem lést árið 1996. Í töskunni kenndi ýmissa grasa. Samankrumpuð Visa-nóta 876 krónur, lítill ferðaöskubakki úr silfri og í honum voru nokkrir vel uppreyktir Viceroy-stubbar. Ég tími ekki að tæma hann. Peningaveskið hennar var í töskunni líka og þar nafnskírteini og ökuskírteinið fína. Seint verður sagt um mömmu að hún hefði verið bílstjóri af Guðs náð en hún hafði allt „Í gildi“ fyrir misgáning og hefði því ef hún hefði kært sig um getað keyrt bæði vöru- og langferðabíl. Til blessunar fyrir samfélagið lét hún hvort tveggja ógert. Í töskunni voru einnig ótal kveikjarar og pennar og nokkrir tossamiðar svo torráðnir að ég er engu nær um merkingu þeirra. Við þetta töskugauf gaus upp gamalkunnug lykt, alls kyns minningar létu á sér kræla og allt í einu var mamma svo nálæg. Bara eins og ég hefði kallað hana fram með töskugramsi og hún risið upp úr töskunni eins og andinn úr lampa Aladdíns. Í fórum foreldra minna leyndist líka kennslubók í Íslendingasögunum, á saurblaðinu skrifað með barnslegri rithönd Héðinn Valdimarsson og forláta silfurskept trésvipa með fangamarki Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Gaman að handfjatla þessa gripi og finna af þeim lyktina. Hugsa um fólkið sitt. Þessi samfundur með þremur ættliðum öllum gengnum var einstaklega notalegur og þessi eftirmiðdagur hið skemmtilegasta ættarmót. Enginn fullur frændi sem eyðilagði stemninguna, ekkert kæfusoðið lambakjöt, enginn gítar og engar útblásnar ræður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Ólína Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nú er tími ættarmótanna og ég var nýlega á einu slíku, dálítið óvænt reyndar en ánægjulegt engu að síður. Við tiltekt á heimili foreldra minna rakst ég á handtösku mömmu sem lést árið 1996. Í töskunni kenndi ýmissa grasa. Samankrumpuð Visa-nóta 876 krónur, lítill ferðaöskubakki úr silfri og í honum voru nokkrir vel uppreyktir Viceroy-stubbar. Ég tími ekki að tæma hann. Peningaveskið hennar var í töskunni líka og þar nafnskírteini og ökuskírteinið fína. Seint verður sagt um mömmu að hún hefði verið bílstjóri af Guðs náð en hún hafði allt „Í gildi“ fyrir misgáning og hefði því ef hún hefði kært sig um getað keyrt bæði vöru- og langferðabíl. Til blessunar fyrir samfélagið lét hún hvort tveggja ógert. Í töskunni voru einnig ótal kveikjarar og pennar og nokkrir tossamiðar svo torráðnir að ég er engu nær um merkingu þeirra. Við þetta töskugauf gaus upp gamalkunnug lykt, alls kyns minningar létu á sér kræla og allt í einu var mamma svo nálæg. Bara eins og ég hefði kallað hana fram með töskugramsi og hún risið upp úr töskunni eins og andinn úr lampa Aladdíns. Í fórum foreldra minna leyndist líka kennslubók í Íslendingasögunum, á saurblaðinu skrifað með barnslegri rithönd Héðinn Valdimarsson og forláta silfurskept trésvipa með fangamarki Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Gaman að handfjatla þessa gripi og finna af þeim lyktina. Hugsa um fólkið sitt. Þessi samfundur með þremur ættliðum öllum gengnum var einstaklega notalegur og þessi eftirmiðdagur hið skemmtilegasta ættarmót. Enginn fullur frændi sem eyðilagði stemninguna, ekkert kæfusoðið lambakjöt, enginn gítar og engar útblásnar ræður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun