Af hverju erum við ekki í uppnámi út af PISA? Stefán Jökulsson skrifar 27. júní 2019 13:21 „Hvað er að í skólakerfi okkar?“ spyr Styrmir Gunnarsson í grein sem var birt í Morgunblaðinu 15. júní síðastliðinn. Þar ræðir hann um skólakerfið á Íslandi, einkum þá veikleika þess sem sagt er að PISA-kannanir hafi leitt í ljós. Segir Styrmir að Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, hafi nýlega talað svo skýrt um þessa bresti í frétt mbl.is að það kalli á frekari umræðu. Ég tel rétt að nýta PISA-niðurstöður eftir föngum en bendi á að Schlecher er ekki óskeikull og PISA-kannanir ekki hafnar yfir gagnrýni. Haft er eftir Schleicher í fréttinni á mbl.is að Víetnamar standi sig mjög vel í PISA-könnunum því þeir viti að skólakerfi þeirra í dag verði efnahagskerfi þeirra á morgun. Með þessum orðum tengir hann menntun fyrst og fremst við peninga og þegar hann segir að menntamálin séu engin geimvísindi lætur hann að því liggja að þau séu ekki ýkja f lókin. Málið verður hins vegar margfalt flóknara ef við lítum svo á að menntun varði allt undir sólinni, náttúru jafnt sem mannlíf, og snúist ekki aðeins um hagvöxt heldur einnig um heill og hamingju ólíkra einstaklinga og hópa í fjölbreytilegum samfélögum. Styrmir Gunnarsson spyr í grein sinni hvers vegna íslenskt samfélag sé ekki í uppnámi vegna hins slæma mats frá alþjóðlegri stofnun. Ekki veit ég það með vissu en skýringin kann að einhverju leyti að vera sú að við Íslendingar teljum menntamál ekki „grjóthörð“ mál, sem við þurfum að fylgjast grannt með og taka afstöðu til, heldur mál í mýkri kantinum. Stundum æsum við okkur yfir einhverju í nokkra daga en þykjumst þó vita, þrátt fyrir niðurstöður PISA, að við séum „með’etta“ og björgum okkur yfirleitt. Og ekki getum við smitast af áhuga fjölmiðla- og stjórnmálafólks á þessum málaflokki. Í fjölmiðlum er enginn hörgull á fréttum og öðru efni um verslun og viðskipti en því fer fjarri að miðlar geri menntamálum jafn hátt undir höfði. Í miðlum má nefnilega skekkja veruleikann, og gera mikilvæg mál léttvæg, með því að fjalla lítið um þau eða gera það á yfirborðslegan máta. Hvað stjórnmálin áhrærir verður það saga til næsta bæjar þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn vegna ágreinings flokka um einstaklingsmiðað nám eða málþóf á Alþingi snýst um lesskilning íslenskra ungmenna. Skoðanaskipti um menntun á Íslandi lifna ekki við, og uppnámið verður ekkert, fyrr en hún verður viðvarandi umræðu- og viðfangsefni í skólum, fjölmiðlum og öðrum kimum almannarýmisins. Umræða um PISA-kannanir verður heldur ekki nógu gjöful fyrr en við, fræðafólk á vettvangi menntunar, höfum farið yfir niðurstöðurnar, samhengið og aðferðirnar með gagnrýnari hætti en við höfum gert, og miðlað niðurstöðum okkar til almennings. Höfundur er lektor við HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál PISA-könnun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað er að í skólakerfi okkar?“ spyr Styrmir Gunnarsson í grein sem var birt í Morgunblaðinu 15. júní síðastliðinn. Þar ræðir hann um skólakerfið á Íslandi, einkum þá veikleika þess sem sagt er að PISA-kannanir hafi leitt í ljós. Segir Styrmir að Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, hafi nýlega talað svo skýrt um þessa bresti í frétt mbl.is að það kalli á frekari umræðu. Ég tel rétt að nýta PISA-niðurstöður eftir föngum en bendi á að Schlecher er ekki óskeikull og PISA-kannanir ekki hafnar yfir gagnrýni. Haft er eftir Schleicher í fréttinni á mbl.is að Víetnamar standi sig mjög vel í PISA-könnunum því þeir viti að skólakerfi þeirra í dag verði efnahagskerfi þeirra á morgun. Með þessum orðum tengir hann menntun fyrst og fremst við peninga og þegar hann segir að menntamálin séu engin geimvísindi lætur hann að því liggja að þau séu ekki ýkja f lókin. Málið verður hins vegar margfalt flóknara ef við lítum svo á að menntun varði allt undir sólinni, náttúru jafnt sem mannlíf, og snúist ekki aðeins um hagvöxt heldur einnig um heill og hamingju ólíkra einstaklinga og hópa í fjölbreytilegum samfélögum. Styrmir Gunnarsson spyr í grein sinni hvers vegna íslenskt samfélag sé ekki í uppnámi vegna hins slæma mats frá alþjóðlegri stofnun. Ekki veit ég það með vissu en skýringin kann að einhverju leyti að vera sú að við Íslendingar teljum menntamál ekki „grjóthörð“ mál, sem við þurfum að fylgjast grannt með og taka afstöðu til, heldur mál í mýkri kantinum. Stundum æsum við okkur yfir einhverju í nokkra daga en þykjumst þó vita, þrátt fyrir niðurstöður PISA, að við séum „með’etta“ og björgum okkur yfirleitt. Og ekki getum við smitast af áhuga fjölmiðla- og stjórnmálafólks á þessum málaflokki. Í fjölmiðlum er enginn hörgull á fréttum og öðru efni um verslun og viðskipti en því fer fjarri að miðlar geri menntamálum jafn hátt undir höfði. Í miðlum má nefnilega skekkja veruleikann, og gera mikilvæg mál léttvæg, með því að fjalla lítið um þau eða gera það á yfirborðslegan máta. Hvað stjórnmálin áhrærir verður það saga til næsta bæjar þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn vegna ágreinings flokka um einstaklingsmiðað nám eða málþóf á Alþingi snýst um lesskilning íslenskra ungmenna. Skoðanaskipti um menntun á Íslandi lifna ekki við, og uppnámið verður ekkert, fyrr en hún verður viðvarandi umræðu- og viðfangsefni í skólum, fjölmiðlum og öðrum kimum almannarýmisins. Umræða um PISA-kannanir verður heldur ekki nógu gjöful fyrr en við, fræðafólk á vettvangi menntunar, höfum farið yfir niðurstöðurnar, samhengið og aðferðirnar með gagnrýnari hætti en við höfum gert, og miðlað niðurstöðum okkar til almennings. Höfundur er lektor við HÍ
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun