Segir að stjörnuleikmenn Barcelona hafi mætt fullir á æfingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2019 11:00 Ronaldinho og Deco unnu Meistaradeildina með Barcelona. Getty/Laurence Griffiths Fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona hefur greint frá ástæðunni fyrir því að tími Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona endaði svo snögglega þegar Pep Guardiola tók við Barcelona liðinu árið 2008. Alexander Hleb segir að Barcelona hafi selt Brasilíumanninn Ronaldinho og Portúgalann Deco til að verja Lionel Messi fyrir slæmum áhrifum frá þeirra líferni. Samkvæmt Hleb þá komu þeir Ronaldinho og Deco, þá báðir í hópi bestu knattspyrnumanna heims, meðal annars fullir á æfingar en þeir voru þekktir fyrir að fara út að skemmta sér og njóta þess sem Barcelona borg hefur að bjóða.Why did Barca sell Ronaldinho? Alexander Hleb has the shocking answer! https://t.co/AfDWHXsZhd — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019Messi var að koma upp úr unglingastarfinu á þessum tíma og hafði spilað með þeim Ronaldinho og Deco. Ronaldinho var mjög vinsæll leikmaður hjá Barcelona og hafði verið kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2005. Nú þremur árum síðar var skemmtanalífið og áfengið farið að hafa veruleg áhrif á kappann. „Ronaldinho og Deco komu fullir á æfingu. Þess vegna voru þeir seldir árið 2008. Þeir voru hræddir við að þeir myndu hafa slæm áhrif á Lionel Messi,“ sagði Alexander Hleb við V OKA TV. Alexander Hleb var sjálfur hjá Barcelona í fjögur ár en lék samt aðeins 36 leiki með félaginu. Hann var lánaður til félaga eins og Stuttgart, Birmingham og Wolfsburg. Hann fór frá Barcelona árið 2012 og þá til rússneska félagsins Krylia Sovetov Samara. Hleb var sjálfur ekkert of spenntur fyrir því að fara til Barcelona. „Ef ég segi alveg eins og er þá vildi ég í fyrstu ekki fara til Barcelona. Ég vildi fara til Bayern München eða vera áfram hjá Arsenal. Umboðsmennirnir voru að segja mér að fara til Barcelona af því að Guardiola vildi fá mig,“ sagði Hleb. Ronaldinho var þarna bara 28 ára gamall og Deco þrítugur. Þeir áttu því að eiga enn þá mikið eftir. Ferill Ronaldinho var hins vegar á hraðri niðurleið eftir tíma hans hjá Barcelona. Hann fór þaðan til AC Milan á Ítalíu en flakkaði svo síðustu ár ferilsins milli liða í Brasilíu. Deco fór frá Barcelona til Chelsea en entist bara á Stamford Bridge í tvö ár. Síðustu ár ferilsins lék hann síðan í Brasilíu. Spænski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Fyrrum leikmaður Arsenal og Barcelona hefur greint frá ástæðunni fyrir því að tími Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona endaði svo snögglega þegar Pep Guardiola tók við Barcelona liðinu árið 2008. Alexander Hleb segir að Barcelona hafi selt Brasilíumanninn Ronaldinho og Portúgalann Deco til að verja Lionel Messi fyrir slæmum áhrifum frá þeirra líferni. Samkvæmt Hleb þá komu þeir Ronaldinho og Deco, þá báðir í hópi bestu knattspyrnumanna heims, meðal annars fullir á æfingar en þeir voru þekktir fyrir að fara út að skemmta sér og njóta þess sem Barcelona borg hefur að bjóða.Why did Barca sell Ronaldinho? Alexander Hleb has the shocking answer! https://t.co/AfDWHXsZhd — Goal News (@GoalNews) June 26, 2019Messi var að koma upp úr unglingastarfinu á þessum tíma og hafði spilað með þeim Ronaldinho og Deco. Ronaldinho var mjög vinsæll leikmaður hjá Barcelona og hafði verið kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2005. Nú þremur árum síðar var skemmtanalífið og áfengið farið að hafa veruleg áhrif á kappann. „Ronaldinho og Deco komu fullir á æfingu. Þess vegna voru þeir seldir árið 2008. Þeir voru hræddir við að þeir myndu hafa slæm áhrif á Lionel Messi,“ sagði Alexander Hleb við V OKA TV. Alexander Hleb var sjálfur hjá Barcelona í fjögur ár en lék samt aðeins 36 leiki með félaginu. Hann var lánaður til félaga eins og Stuttgart, Birmingham og Wolfsburg. Hann fór frá Barcelona árið 2012 og þá til rússneska félagsins Krylia Sovetov Samara. Hleb var sjálfur ekkert of spenntur fyrir því að fara til Barcelona. „Ef ég segi alveg eins og er þá vildi ég í fyrstu ekki fara til Barcelona. Ég vildi fara til Bayern München eða vera áfram hjá Arsenal. Umboðsmennirnir voru að segja mér að fara til Barcelona af því að Guardiola vildi fá mig,“ sagði Hleb. Ronaldinho var þarna bara 28 ára gamall og Deco þrítugur. Þeir áttu því að eiga enn þá mikið eftir. Ferill Ronaldinho var hins vegar á hraðri niðurleið eftir tíma hans hjá Barcelona. Hann fór þaðan til AC Milan á Ítalíu en flakkaði svo síðustu ár ferilsins milli liða í Brasilíu. Deco fór frá Barcelona til Chelsea en entist bara á Stamford Bridge í tvö ár. Síðustu ár ferilsins lék hann síðan í Brasilíu.
Spænski boltinn Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Fótbolti Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira