Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir í samtali við Vísi að ungmennin hafi verið á bak og burt þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang. Ekki sé vitað hverjir voru að verki en Pétur færir vegfarendunum sem réðu niðurlögum eldsins kærar þakkir fyrir skjót viðbrögð. Það sé þeim að þakka að ekki fór verr.
Tveir slökkviliðsmenn urðu þó eftir til að bleyta í því sem eftir var, enda búið að vera þurrt á svæðinu og því hætta á því að glæður breiði úr sér. Enginn eldur kom þó upp aftur en það var ekki síst að þakka rigningunni á Suðurlandi.
„Í framhaldi hefur skaparinn sett sína úðara á og bleytt vel í, sem við erum mjög þakklát fyrir,“ segir Pétur.

