Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2019 21:48 Hitastigið í Lyon í Frakklandi er ansi hátt þessa dagana. Vísir/Getty Yfirvöld í Essonne-héraði, rétt sunnan við París, í Frakklandi hafa brugðið á það ráð að loka skólum í héraðinu vegna hitabylgju sem geisar nú víðs vegar um Evrópu. Um 50 skólum hefur verið lokað vegna hitabylgjunnar en spár gera ráð fyrir að hiti geti náð allt að 40 stigum á morgun. Þá munu skólar í Val-de-Marne-héraði og Seine-et-Marne-héraði einnig loka vegna hitabylgjunnar. Hitabylgjan teygir sig þó víðar en til Frakklands en gert er ráð fyrir að hitinn nái 45 stigum í norðausturhluta Spánar á föstudag. Heldur „kaldara“ er í Þýskalandi og á Ítalíu en þar helst hitinn undir 40 gráðu markinu. Svisslendingar hafa ekki farið varhluta af hitabylgjunni en yfirvöld þar hafa gefið út tilmæli um að skólar skuli haldast opnir. Ekki sé hægt að ætlast til þess af vinnandi foreldrum að líta eftir börnum sínum á miðjum degi. Frönsk yfirvöld hafa sökum þessa gríðarlega hita kyrrsett öll vélknúin farartæki nema þau sem menga allra minnst, en í heitu veðri þarf lítið til þess að rykský setjist yfir Parísarborg.Rekja má tíðni hitabylgna til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum Í kjölfar hitabylgjunnar hefur í evrópskum fjölmiðlum mikið verið rætt og ritað um hvort hægt sé að skella skuldinni á gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Séu hitatölur aftur til seinni hluta átjándu aldar skoðaðar kemur í ljós að meðalhitastig jarðar hefur hækkað um það sem nemur nálægt einni gráðu síðan iðnbyltingin ruddi sér til rúms. Þá sýna rannsóknir loftslagsfræðistofu í Potsdam í Þýskalandi að fimm heitustu sumur Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á 21. öldinni. Frakkland Ítalía Loftslagsmál Spánn Sviss Þýskaland Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Yfirvöld í Essonne-héraði, rétt sunnan við París, í Frakklandi hafa brugðið á það ráð að loka skólum í héraðinu vegna hitabylgju sem geisar nú víðs vegar um Evrópu. Um 50 skólum hefur verið lokað vegna hitabylgjunnar en spár gera ráð fyrir að hiti geti náð allt að 40 stigum á morgun. Þá munu skólar í Val-de-Marne-héraði og Seine-et-Marne-héraði einnig loka vegna hitabylgjunnar. Hitabylgjan teygir sig þó víðar en til Frakklands en gert er ráð fyrir að hitinn nái 45 stigum í norðausturhluta Spánar á föstudag. Heldur „kaldara“ er í Þýskalandi og á Ítalíu en þar helst hitinn undir 40 gráðu markinu. Svisslendingar hafa ekki farið varhluta af hitabylgjunni en yfirvöld þar hafa gefið út tilmæli um að skólar skuli haldast opnir. Ekki sé hægt að ætlast til þess af vinnandi foreldrum að líta eftir börnum sínum á miðjum degi. Frönsk yfirvöld hafa sökum þessa gríðarlega hita kyrrsett öll vélknúin farartæki nema þau sem menga allra minnst, en í heitu veðri þarf lítið til þess að rykský setjist yfir Parísarborg.Rekja má tíðni hitabylgna til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum Í kjölfar hitabylgjunnar hefur í evrópskum fjölmiðlum mikið verið rætt og ritað um hvort hægt sé að skella skuldinni á gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Séu hitatölur aftur til seinni hluta átjándu aldar skoðaðar kemur í ljós að meðalhitastig jarðar hefur hækkað um það sem nemur nálægt einni gráðu síðan iðnbyltingin ruddi sér til rúms. Þá sýna rannsóknir loftslagsfræðistofu í Potsdam í Þýskalandi að fimm heitustu sumur Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á 21. öldinni.
Frakkland Ítalía Loftslagsmál Spánn Sviss Þýskaland Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39