Rigndi á Vök Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 26. júní 2019 10:00 Hljómsveitin hitaði upp fyrir Duran Duran í Laugardalshöll í gærkvöldi. Mynd/Sigga Ella Hljómsveitin Vök hefur átt góðu gengi að fagna fyrir utan landsteinana síðustu árin og fylgdi nýjustu breiðskífu sinni, In the Dark, eftir með stórum Evróputúr. „Við spiluðum í byrjun júní í kjallaranum á Hard Rock. Það voru fyrstu tónleikarnir okkar hérna á Íslandi frá því í byrjun mars, en þá vorum við með útgáfutónleika í Iðnó og á Græna hattinum,“ segir Margrét, söngkona Vakar.Aðdáendur á öllum aldri Hljómsveitin er skipuð þeim Margréti Rán, Andra Má og Einari. Þau tvö fyrrnefndu stofnuðu sveitina til þess að taka þátt í Músíktilraunum 2013, þar sem þau sigruðu. Nokkur af myndböndum sveitarinnar hafa verið spiluð í um og yfir milljón skipti á myndbandamiðlinum YouTube. Vök var valin til að hita upp fyrir eina stærstu sveit níunda áratugarins, Duran Duran, og söngkonuna Patti Smith á Secret Solstice-tóleikahátíðinni. Margrét segir það ekki hafa komið henni sérstaklega að óvart að þau skyldu hafa verið valin til að hita upp fyrir Smith og Duran Duran. „Mér fannst það alveg ganga upp, eða ég sé í það minnsta hvernig tónlistin okkar passar ágætlega saman við þeirra. Við höfum líka tekið eftir því sérstaklega að við eigum breiðan hóp aðdáenda, bæði þegar það kemur að aldri og týpum. Ég myndi segja að megnið af okkar hlustendum sé á aldrinum 25-60 ára. “Væta á Vök Tónleikarnir með Patti Smith voru um síðastliðna helgi. „Ég verð bara að segja eins og er að ég veit ekki nákvæmlega samt hvernig það kom til að við vorum valin til að spila á undan henni. Hvort hún eða hennar teymi hafi haft einhverja aðkomu að því, um það get ég lítið sagt,“ svarar Margrét glaðbeitt, en þegar blaðamaður náði tali af henni var hún mætt ásamt restinni af hljómsveitinni að stilla upp hljóðfærunum í Laugardalshöll. Margrét segir að það hafi gengið ágætlega á Secret Solstice en kaldhæðni örlaganna var sú að nánast eini tíminn þar sem eitthvað rigndi yfir hátíðina var þegar hljómsveit nefnd Vök steig á svið. „Það var búin að vera sól alla helgina en svo einmitt þegar við stígum á svið þá byrjar að rigna, sem var ákveðinn skellur,“ segir Margrét hlæjandi.Náði að kasta kveðju á Smith Sveitin spilaði á sunnudeginum og því eflaust komin smá þreyta í áhorfendur. „Það rættist samt úr mætingunni, þannig að þetta var eins gott og það gat verið í ljósi aðstæðna.“ Margrét heldur upp á Smith og hefur lesið megnið af bókunum sem hún hefur gefið út. „Já, ég myndi segja að ég væri aðdáandi. Við náðum samt ekki að hitta hana neitt þannig, en ég þakkaði henni fyrir tónleikana þegar ég stóð í stutta stund við hliðina á henni. Hvort hún hafi áttað sig á að ég væri í hljómsveitinni sem hitaði upp fyrir hana er ég ekki viss um.“ Hljómsveitin mun nú taka það aðeins rólegar og spila meira hér heima á næstu misserum. „Við höfum mest verið að spila úti undanfarið og eiginlega á þrotlausu tónleikaferðalagi undanfarin ár. Þess vegna finnst okkur öllum alveg frábært að vera að spila mest heima núna á næstunni, ef undan er skilið G! Festival í Færeyjum, en þangað er stutt að fara. Við munum svo spila á Bræðslunni og svo á Í hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Margrét að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Hljómsveitin Vök hefur átt góðu gengi að fagna fyrir utan landsteinana síðustu árin og fylgdi nýjustu breiðskífu sinni, In the Dark, eftir með stórum Evróputúr. „Við spiluðum í byrjun júní í kjallaranum á Hard Rock. Það voru fyrstu tónleikarnir okkar hérna á Íslandi frá því í byrjun mars, en þá vorum við með útgáfutónleika í Iðnó og á Græna hattinum,“ segir Margrét, söngkona Vakar.Aðdáendur á öllum aldri Hljómsveitin er skipuð þeim Margréti Rán, Andra Má og Einari. Þau tvö fyrrnefndu stofnuðu sveitina til þess að taka þátt í Músíktilraunum 2013, þar sem þau sigruðu. Nokkur af myndböndum sveitarinnar hafa verið spiluð í um og yfir milljón skipti á myndbandamiðlinum YouTube. Vök var valin til að hita upp fyrir eina stærstu sveit níunda áratugarins, Duran Duran, og söngkonuna Patti Smith á Secret Solstice-tóleikahátíðinni. Margrét segir það ekki hafa komið henni sérstaklega að óvart að þau skyldu hafa verið valin til að hita upp fyrir Smith og Duran Duran. „Mér fannst það alveg ganga upp, eða ég sé í það minnsta hvernig tónlistin okkar passar ágætlega saman við þeirra. Við höfum líka tekið eftir því sérstaklega að við eigum breiðan hóp aðdáenda, bæði þegar það kemur að aldri og týpum. Ég myndi segja að megnið af okkar hlustendum sé á aldrinum 25-60 ára. “Væta á Vök Tónleikarnir með Patti Smith voru um síðastliðna helgi. „Ég verð bara að segja eins og er að ég veit ekki nákvæmlega samt hvernig það kom til að við vorum valin til að spila á undan henni. Hvort hún eða hennar teymi hafi haft einhverja aðkomu að því, um það get ég lítið sagt,“ svarar Margrét glaðbeitt, en þegar blaðamaður náði tali af henni var hún mætt ásamt restinni af hljómsveitinni að stilla upp hljóðfærunum í Laugardalshöll. Margrét segir að það hafi gengið ágætlega á Secret Solstice en kaldhæðni örlaganna var sú að nánast eini tíminn þar sem eitthvað rigndi yfir hátíðina var þegar hljómsveit nefnd Vök steig á svið. „Það var búin að vera sól alla helgina en svo einmitt þegar við stígum á svið þá byrjar að rigna, sem var ákveðinn skellur,“ segir Margrét hlæjandi.Náði að kasta kveðju á Smith Sveitin spilaði á sunnudeginum og því eflaust komin smá þreyta í áhorfendur. „Það rættist samt úr mætingunni, þannig að þetta var eins gott og það gat verið í ljósi aðstæðna.“ Margrét heldur upp á Smith og hefur lesið megnið af bókunum sem hún hefur gefið út. „Já, ég myndi segja að ég væri aðdáandi. Við náðum samt ekki að hitta hana neitt þannig, en ég þakkaði henni fyrir tónleikana þegar ég stóð í stutta stund við hliðina á henni. Hvort hún hafi áttað sig á að ég væri í hljómsveitinni sem hitaði upp fyrir hana er ég ekki viss um.“ Hljómsveitin mun nú taka það aðeins rólegar og spila meira hér heima á næstu misserum. „Við höfum mest verið að spila úti undanfarið og eiginlega á þrotlausu tónleikaferðalagi undanfarin ár. Þess vegna finnst okkur öllum alveg frábært að vera að spila mest heima núna á næstunni, ef undan er skilið G! Festival í Færeyjum, en þangað er stutt að fara. Við munum svo spila á Bræðslunni og svo á Í hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Margrét að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp