Boris Kardashian Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. júní 2019 08:00 Það er engin leið að sjá það fyrir hvað ríkisstjórn sem Boris Johnson kemur til með að leiða myndi gera, vegna þess að sá sem hyggst taka við stjórnartaumunum hefur ekki enn komist svo langt að velta því einu sinni fyrir sér sjálfur. Svo komst Max Hastings, fyrrverandi ritstjóri þekktra dagblaða í Bretlandi, að orði í pistli í The Guardian í gær. Hastings var yfirmaður Johnsons og vandar fyrrverandi undirmanni sínum ekki kveðjurnar í harðorðri grein þar sem hann kallar Boris veikgeðja og popúlískan ólátabelg. Nú eru tvær vikur þar til kjörseðlar berast flokksmönnum og næsti forsætisráðherra verður kynntur þann 22. júlí. Johnson er enn líklegasti arftaki Theresu May. Hann hefur þó ekki átt sjö dagana sæla eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að lögregla hafi verið kölluð að heimili hans og kærustu vegna háværs rifrildis. Fyrir það hefur hann ekki viljað svara opinberlega. Kappræður tveggja sigurstranglegustu frambjóðendanna í leiðtogakjörinu áttu til að mynda að fara fram á Sky News í gær en ekki varð af því. Boris hafnaði því að taka þátt, þrátt fyrir áeggjan mótframbjóðandans sem biðlaði til Johnsons að „láta af heigulshætti sínum“ í grein í fyrradag. Allt kom fyrir ekki. Nýja forsætisráðherrans bíður allt annað en öfundsvert hlutverk. Hann mun þurfa að vinna í hinu sama þingi og hefur hingað til engu hleypt í gegn. Möguleikarnir, fyrir og eftir Theresu May, eru þeir sömu: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings – svokallað hart Brexit. Johnson lét hafa eftir sér í gær að útganga án samnings væri versta niðurstaðan. Með öðrum orðum hefur ekkert breyst í vonlausri stöðu þess sem þarf að leiða Bretland út úr Evrópusambandinu. Í fyrrnefndum pistli Hastings segir hann Íhaldsflokkinn bera þunga sök í því að hafa hleypt óútreiknanlegum fúskara allt of nálægt Downing-stræti og fyrir það muni flokkurinn líða í næstu kosningum. Boris ætti betur heima í raunveruleikaþætti en á breska þinginu. Sennilega er það mergur málsins. Ábyrgðin er nefnilega hans. Það voru Boris og félagar hans sem lugu öðru hverju orði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. Kannski er mátulegt á hann nú að taka við stólnum og um leið ábyrgðinni á uppdiktaðri draumsýn sem hann og félagar hans héldu að breskum almenningi. Sennilega verður þetta enn annað dæmi þess að popúlisma gengur til skamms tíma að koma mönnum að kjötkötlunum. Meinið er að þegar þarf að fara að huga að efndum er staðan allt að því vonlaus. Bretar eru þekktir fyrir skopskyn sitt – nú spyrja sumir hversu lengi þeir muni hafa húmor fyrir brandaranum sem er Boris Kardashian. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er engin leið að sjá það fyrir hvað ríkisstjórn sem Boris Johnson kemur til með að leiða myndi gera, vegna þess að sá sem hyggst taka við stjórnartaumunum hefur ekki enn komist svo langt að velta því einu sinni fyrir sér sjálfur. Svo komst Max Hastings, fyrrverandi ritstjóri þekktra dagblaða í Bretlandi, að orði í pistli í The Guardian í gær. Hastings var yfirmaður Johnsons og vandar fyrrverandi undirmanni sínum ekki kveðjurnar í harðorðri grein þar sem hann kallar Boris veikgeðja og popúlískan ólátabelg. Nú eru tvær vikur þar til kjörseðlar berast flokksmönnum og næsti forsætisráðherra verður kynntur þann 22. júlí. Johnson er enn líklegasti arftaki Theresu May. Hann hefur þó ekki átt sjö dagana sæla eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að lögregla hafi verið kölluð að heimili hans og kærustu vegna háværs rifrildis. Fyrir það hefur hann ekki viljað svara opinberlega. Kappræður tveggja sigurstranglegustu frambjóðendanna í leiðtogakjörinu áttu til að mynda að fara fram á Sky News í gær en ekki varð af því. Boris hafnaði því að taka þátt, þrátt fyrir áeggjan mótframbjóðandans sem biðlaði til Johnsons að „láta af heigulshætti sínum“ í grein í fyrradag. Allt kom fyrir ekki. Nýja forsætisráðherrans bíður allt annað en öfundsvert hlutverk. Hann mun þurfa að vinna í hinu sama þingi og hefur hingað til engu hleypt í gegn. Möguleikarnir, fyrir og eftir Theresu May, eru þeir sömu: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings – svokallað hart Brexit. Johnson lét hafa eftir sér í gær að útganga án samnings væri versta niðurstaðan. Með öðrum orðum hefur ekkert breyst í vonlausri stöðu þess sem þarf að leiða Bretland út úr Evrópusambandinu. Í fyrrnefndum pistli Hastings segir hann Íhaldsflokkinn bera þunga sök í því að hafa hleypt óútreiknanlegum fúskara allt of nálægt Downing-stræti og fyrir það muni flokkurinn líða í næstu kosningum. Boris ætti betur heima í raunveruleikaþætti en á breska þinginu. Sennilega er það mergur málsins. Ábyrgðin er nefnilega hans. Það voru Boris og félagar hans sem lugu öðru hverju orði í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. Kannski er mátulegt á hann nú að taka við stólnum og um leið ábyrgðinni á uppdiktaðri draumsýn sem hann og félagar hans héldu að breskum almenningi. Sennilega verður þetta enn annað dæmi þess að popúlisma gengur til skamms tíma að koma mönnum að kjötkötlunum. Meinið er að þegar þarf að fara að huga að efndum er staðan allt að því vonlaus. Bretar eru þekktir fyrir skopskyn sitt – nú spyrja sumir hversu lengi þeir muni hafa húmor fyrir brandaranum sem er Boris Kardashian.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar